Víkurfréttir - 23.02.2006, Page 12
FEGURÐARSAMKEPPNI SUÐURNESJA 200
Fegurðarsamkeppni Suðurnesja fagnar 20
ára afmæli á þessu ári og í tilefni afmæl-
isins segir Lovísa Aðalheiður Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni
Suðurnesja, að keppnin muni fara fram með
nokkuð breyttu sniði í ár.
„Við munum reyna að hafa keppnina í meiri takt
við það sem er að gerast í dag eins og reyna að
skapa það umhverfl sem t.d. er á tískusýningum,”
sagði Lovísa í samtali við Víkurfréttir. Þá má m.a.
nefna að á keppniskvöldinu sjálfu verða birtar
myndir frá eldri fegurðarsamkeppnum.
Meðal dómara í fegurðarsamkeppni Suðurnesja
verður Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Alheims
fegurðardrottning árið 2005 en keppnin sjálf fer
fram í Stapa þann 11. mars n.k og að þessu sinni
eru það 10 gullfallegar stúlkur sem keppa um titil-
inn Ungfrú Suðurnes árið 2006.
Nánar um fegurðarsamkeppni Suðurnesja í næsta
tölublaði Víkurfrétta.
VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU -www.vf.is- IESTU NYJUSTU FRÉTTIR DAGIEGA!
12
VfKURFRÉTTIR I 8.TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR