Víkurfréttir - 23.02.2006, Side 16
SAMFELAGSMEIN
Karlmenn hafa reynt að tæla börn og unglinga á Suðurnesjum í
gegnum netið, slíkum málum fer því miður fjölgandi segir aðstoðaryf-
irlögregluþjónn. Lögreglan í Keflavík fær reglulega svokölluð tælinga-
mál til rannsóknar þar sem fullorðnir karlmenn tæla börn og unglinga
í gegnum spjallrásir á netinu í kynferðislegum tilgangi. Aðstoðaryfir-
lögregluþjónn segir málunum fara fjölgandi og hann hvetur fólk sem
veit um slík mál til að hafa samband við lögregluna.
Samfélagið var eins og
vakið af löngum dvala
í kjölfar umfjöllunar
fréttaskýringaþáttarins Komp-
áss á NFS s.l. sunnudag um
barnaníðinga sem reyna að
tæla til sín börn og unglinga í
gegnum netið. Notast var við
13 ára tálbeitu og samskipti
fjögurra fullorðinna karl-
manna skráð nákvæmlega og
myndað þegar þeir komu til
fundar við tálbeituna. Allir
höfðu aðeins eitt í huga; að
hafa mök við stúlkuna.
Hægt að afstýra harmleik
Jóhannes Jensson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í Keflavík segir
slík mál hafa komið upp reglu-
lega um allnokkurt skeið. „Ég
veit ekki hvað þessi svokölluðu
tælingamál eru orðin mörg,
en þeim fer fjölgandi,” segir
Jóhannes og leggur áherslu
á að rannsókn slíkra mála sé
litin alvarlegum augum. „Við
reynum alltaf að finna út hverjir
eiga hlut að máli en það getur
reynst erfitt. Það sem skiptir
gríðarlegu máli er að foreldr-
arnir fræði börnin sín um
hætturnar sem leynast á netinu
og í öllum samskiptum. Með
fræðslunni og góðu sambandi
foreldra við börnin er hægt að
afstýra harmleik sem svona
málum fylgir,” segir Jóhannes
og hann er ánægður með um-
fjöllun Kompáss. „Þátturinn
undirstrikaði þá hættu sem er
fyrir hendi ef unglingar fara
ekki varlega á vefnum. Spjall-
rásir, sem mikið eru notaðar
af krökkum bjóða upp á tengsl
við fólk sem það þekkir ekki.
1 skjóli svoleiðis leyndar koma
þessi mál upp þar sem menn
eru að sigla undir fölsku flaggi.
Hættuna sem er fyrir hendi þarf
fólk að þekkja og fylgjast með
hvort börn eigi í óeðlilegum
samskiptum á netinu. Gruni
fólk að verið sé að brjóta gegn
barni eða að það standi til þá á
að tilkynna það til lögreglunnar.
Jafnframt er rétt að benda
fólki á að eyða ekki gögnum
af tölvum og símum sem hugs-
anlega gætu nýst lögreglu við
rannsókn málsins. Fólk verður
að nota hyggjuvitið við þetta
mat,” sagði Jóhannes að lokum.
Umgangist netið
af varkárni
Félagsmálayfirvöld í Reykja-
nesbæ hafa þurft að taka á
málum af þessu tagi og eru
með nokkur slík í vinnslu nú
að sögn Hjördísar Árnadóttur,
félagsmálastjóra. „Þegar kyn-
ferðisbrotamál koma upp hjá
okkur kærum við þau til lög-
reglu og óskum eftir að skýrsla
verði tekin af barninu í Barna-
húsi. Starfsfólk Barnahúss er
sérhæft til að taka viðtöl við
börn sem grunur leikur á að
hafi orðið fýrir kynferðisofbeldi.
Eftir það fáum við ekki frekari
upplýsingar um málið sem slíkt
en snúum okkur að brotaþol-
anura,” sagði Hjördís í samtali
við Víkurfréttir. „Reynt er eftir
fremsta megni að taka aðeins
eitt viðtal við fórnarlömbin í
Barnahúsi en þá eru dómari og
lögmenn viðstaddir og heyra
hvað fer fram. Þetta er gert til
þess að koma í veg fyrir að ekki
þurfi að taka málið upp aftur
með barninu. Undantekninga-
lítið óskum við í framhaldinu
eftir meðferð í Barnahúsi fyrir
brotaþolann en börn geta
verið langan tíma að vinna úr
slíkum áföllum og sum komast
aldrei yfir það. Einnig koma
upp tilvik þar sem barn heflir
lokið meðferð og verið komið í
nokkuð gott jafnvægi, en hefur
síðan þurft að koma aftur. Þá er
atburðurinn/atburðirnir orðin
því ofviða í daglegu lífi. Þessi
ömurlega reynsla fylgir einstak-
lingnum allt lífið. Sumir komast
aldrei í jafnvægi og við höfum
séð dæmi þess að einstaklingar
hafi í kjölfar slíkrar lífsreynslu
fyllst sjálfseyðingarhvöt og farið
hratt niður,” sagði Hjördís.
Hvernig telur Hjördís að best
sé fyrir foreldra og börn að
fyrirbyggja það að börn og ung-
lingar komist í tæri við barna-
níðinga á veraldarvefnum?
„Fyrst og fremst með því að
umgangast netið af varkárni.
Foreldrar verða að fylgjast vel
með börnum sínum án þess þó
að brjóta á rétti þeirra til einka-
lífs. Foreldrar og börn verða
einnig að þekkja möguleikana
sem felast í rafrænum sam-
skiptum bæði þeim jákvæðu en
ekld síður þeim óæskilegu. Ég
vil hvetja foreldra og börn til
að ræða saman um þessi atriði.
Nú er lag að nota tækifærið á
meðan umræðan í kjölfar þáttar
Kompáss er í hámarki. Ég er
mjög stolt af þeim börnum
og foreldrum sem haft hafa
samband við okkur og leitað
ráða. Börnin þurfa á hjálp að
halda þótt þau hafi í tæka tíð
áttað sig á að viðmælandi þeirra
á netinu hafi ekki verið allur
þar sem hann er séður. Barnið
upplifir þar mikinn trúnaðar-
brest sem erfitt getur verið að
vinna úr á mótunarárunum.”
Hjördís taldi einnig að rétt
væri að sýna umrædda úttekt
Kompáss í grunn- og fjöl-
brautaskólum, hvort sem væri
í kennslustund eða á stórum
sal. Með því gætu börnin lært
betur að þekkja hætturnar
og hvað ætti að varast.
Hægt að loka fyrir óæski-
legar vefsíður
Brynjar Jónsson, framkvæmda-
stjóri Netsamskipta ehf í
Reykjanesbæ, sem sér um hýs-
ingu á allmörgum vefsíðum á
Suðurnesjum segir að mál af
umræddu tagi hafi ekld komið
til kasta Netsamskipta. „Við
höfum engu að síður orðið
varir við einelti á netinu eins
og svo margir aðrir,” sagði
Brynjar, en það er ríkur þáttur
í umræðunni um netnotkun
barna og unglinga. Til dæmis
hafa bloggsíður, sem notið hafa
mildlla vinsælda síðustu miss-
eri, verið vettvangur nafnlausra
árása þar sem börn og ung-
lingar eru í mörgum tilfellum
bæði þolendur og gerendur.
Aðgengi barna og unglinga að
klámi og öðru óæskilegu efni
á netinu er enn einn þáttur í
umræðunni um netnotkun en
Brynjar segir að viðskiptavinir
Netsamskipta geti komist fyrir
það vandamál. „Beinirinn eða
routerinn sem viðskiptavinir
okkar fá þegar þeir hefja við-
skipti er með innbyggða síu.
Síuna er hægt að virkja og nota
til að finna ákveðin lykilorð
sem vísa í óæskilegt efni, t.d.
orð eins og XXX og porn, og
loka fyrir þær vefsíður sem
innihalda orð af þessu tagi.”
Brynjar taldi þó að spjall-
borðin og spjallforrit á
vefnum byðu mestu hættunni
heim og erfitt væri að eiga
við óprúttna aðila sem þar
sigla undir fölsku flaggi.
„Góð viðbrögð við
þættinum”
Jóhannes Kr. Kristjánsson, rit-
stjóri Kompáss á NFS og fyrrum
starfsmaður Víkurfrétta er
ánægður með úttekt Kompáss á
þessum málum. Hann segir við-
brögðin hafa verið mjög góð og
• www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
16 | VÍKURFRÉTTIR I 8.TÖLUBLAD > 27. ÁRGANGUR