Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2006, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 23.02.2006, Qupperneq 18
 Aðsent efni: postur@vfis Hallgrímur Bogason, skrifar um menntamál: Næsti framhaldsskóli landsins í Grindavík Ljóst er að farið er að blása til sóknar með að nýr framhaldskóli þurfi að rísa á Suðurnesjum. Um það ritaði Hjálmar Árnason ágæta baráttugrein í Víkur- fréttir þar sem hann kastar m.a. fram hugmynd um Stapa- skóla. 1 framhaldi af því tók Böðvar Jónsson upp þráðinn viku síð ar með greinumskóla- mál í stórsókn þar sem hann fer yfir sviðið og að í febrúar 2003 hafl sveit- arfélögin skrifað undir samn- ing við ríkisvaldið um stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja og sú stækkun hafi nú þegar verið tekin í notkun. Ekki þarf að fjölyrða um að fram- tíðin liggur í menntuninni og FS hefur sýnt og sannað tilverurétt sinn rækilega á þessum 30 árum sem hann hefur starfað. Án öfl- ugs framhaldsskóla hefði samfé- lag okkar ekki verið samkeppn- isfært í framhaldsskólamenntun og ungmennin flæmst í burtu af svæðinu. Sveitarfélögin stækka ört á skólasvæðinu og ekki er séð fyrir enda á þvi. Margt hefur breyst á þessum 30 árum og er Fjölbrautaskóli Suð- urnesja nú orðin stór og öflug menntastofnun með um 1000 nemendur og svo til fullnýtt athafnasvæði til frekari stækk- unar. Og hvað er þá til ráða? Annan skóla segja flestir og það er alveg rétt. Aðrir kostir eru ekki í stöðunni. En svo kemur önnur spurning sem ég hef ekki séð að velt hafi verið upp. f hvaða sveitarfélagi á hann að rísa? Málið er einfalt. Næsti fram- haldsskóli landsins á að rísa í Grindavík og fyrir því liggja margar ástæður. í fyrsta lagi að Grindavík er fjölmennasta sveitarfélag á íslandi sem ekki hefur framhaldsskóla. Telja má víst að þegar hann verður risinn innan fárra ára muni íbúafjöldi í Grindavík væntanlega vera á bilinu 3200-3500 manns a.m.k. Það er nægilega stórt samfélag til reksturs framhaldsskóla. Ekki er ásættanlegt fyrir sam- félag af þeirri stærð að senda þá fjölmörgu nemendur sína 50 km leið á hverjum degi í skóla sem jafnframt væri byggður til að taka við þessum nemendum. Með þessu móti fækkar nem- endurn í FS, sem af leiðir að hann verður nægilega stór næstu árin þar á eftir. Með þessum hugleiðingum mínum tek ég enga beina af- stöðu til þess hvernig eða hvort Fjölbrautaskólinn í Grindavík og Fjölbrautaskóli Suðurnesja verði á einhvern hátt tengdir menntalega og er það annarra og sérfróðra í menntamálum að ráða bót á en næsti framhalds- skóli á að rísa í Grindavík. Bygging framhaldsskóla er sam- starfsverkefni ríkis og sveitarfé- laga þar sem ríkið greiðir 85% og sveitarfélögin 15%. Hvernig því uppgjöri er síðan háttað þar sem Grindavíkurbær á nú sína hlutdeild í 15% greiðslu til Fjölbrautaskóla Suðurnesja má gera á ýmsa vegu en væntanlega væri eðlilegast að eignaraðilar FS stæðu sameiginlega að bygg- ingu fjölbrautarskóla í Grinda- vík sem verður að sjálfsögðu mun minni að umfangi en FS er nú og þar með séu íbúar Grinda- víkur kvittir gegn FS. Röðin er einfaldlega komin að Grindavík. Þetta er staðreynd sem ekki verður litið hjá hvort sem um er að ræða meðal sveit- arfélaga á starfssvæði FS eða á landsvísu. Ráðamenn sveitar- félaganna þurfa að koma þessu ljóst til skila til þingmanna og ráðherra menntamála. Ætti það að vera ráðamönnum Grinda- víkurbæjar keppikefli að draga þar vagninn. Hallgrwmr Bogason, bœjarfulltrúi í Grindavík JÓGA-JÓGA-JÓGA-JÓGA-JÓGA-jÓGA Kii|)<mi-j( ^«i • I l<ilh<)-j( ^<i 5 vikna námskeið hefjast mánudaginn 20. febrúar n.k. Innritun í sím 8641124. Jóga fyriralla Mj ú ka r og hægar hreyfi nga r sem styrkja ogliðka líkamann. Eygló Alexandersdóttir • Jógakennari • Iðavöllum 9a • s: 864 1124 Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, skrifar:_ Ánægjulegt að finna jákvæðan áhuga fyrir Reykjanesbæ Stefnumótun okkar sjálf- stæðismanna senr sett var fram í upphafi kjör- tímabilsins 2002 var afar metn að ar- full varðandi skipu lags- m á 1 i n o g “Ppbyggingu nýrra bygg- ingarsvæða ásamt öðrum málaflokkum. Stefnan var sett á heildarendur- skoðun þáverandi skipulags og lagði Reykjanesbær fyrst allra sveitarfélaga af stað í vinnu við „Rammaskipulag” á nýjum sem eldri hverfum. Skipulagt var svæðið austan og norðan Reykjanesbrautar frá Helguvík að landamærum í austri. Markmiðið var að móta þróun byggðar á þegar byggðu landi og móta framtíðarsýn á nýju landsvæði til austurs með Fitjar sem fallegri umhverfismiðju. Ennfremur var lögð áhersla á mótun bæjarrýmis og yfirbragð bæjarins, þéttleika og samsetn- ingu byggðar, umferð, umhverfis- mál, skólasvæði og gönguleiðir. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Nú ber mun meira á áhuga höfuðborgarbúa og ann- arra landsmanna á að fá lóðir í okkar bæ. Á árinu 2003 voru gefin út alls 53 byggingarleyfi, árið 2004 voru gefin út 83 leyfi. Með skipu- lagsvinnu okkar opnaðist svo flóðgáttin á síðasta ári. Gefin voru út byggingarleyfi fyrir 486 íbúðum árið 2005. Og á fyrstu 6 vikum þessa árs hafa verið gefm út 95 byggingarleyfi. Tjarnahverfi I kjölfar gerðar rammaskipulags hófst verkefnið fyrir tveimur árurn á því að unnið var deiliskipulag að nýju 550 íbúða- hverfl sem hlaut nafnið Tjarna- hverfi. Gert var ráð fyrir því að það hverfi myndi byggjast upp á sjö til tíu árum en nú í dag er nánast allt hverfið komið í byggingu og malbikun gatna að ljúka. Dalshverfi I Því var strax hafist handa við nýtt hverfi austan Tjarna- hverfis og brátt tóku umsóknir að streyma inn. Hverfið hlaut nafnið Dalshverfi. Um 500 íbúðir verða þar í blandaðri byggð og hefur áhugi á þeim einnig verið gríðarlega mikill. Ásahverfi í framhaldi af því var skipulagi í Grænásnum breytt og skipu- lagðar 130 einbýlishúsalóðir. Eftir auglýsingu runnu lóðirnar út á tveimur dögum. Dalshverfi II Samhliða þessu var auglýst deiliskipulag fyrir Dalshverfi II um 500 íbúðir, sem ásamt Dals- hverfi I mynda nýtt skólasvæði. Umsóknarfrestur er runnin út og virðist svo sem að öllum lóðum verði úthlutað á næst- unni. Hæðarhverfi Þessi mikla eftirspurn og fjölgun í Reykjanesbæ gefur tilefni til að ætla að skynsamlegt sé að skipuleggja næsta hverfi austan við Dalshverfi, Hæðarhverfi. Það gæti komið til úthlutunar á miðju ári. Hlíðahverfi Til viðbótar þessu berast þær ánægjulegu fréttir að einkaaðilar séu á lokastigum að undirbúa út- hlutun á lóðum í Hlíðahverfi (Nikelsvæði) á milli gömlu Njarðvíkur og Keflavíkur, en þetta land keypti Húsagerðin upphaflega af ríkinu. Þetta er áhugavert land sem eflaust margir hafa beðið eftir að kæmi til framkvæmda. Þessi mikli áhugi landsmanna á íbúðum í Reykjanesbæ er mjög ánægjulegur. Hann kemur ekki af sjálfu sér. Bærinn okkar nýtur aukinnar virðingar fyrir góða þjónustu við fjölskyldur, góða skóla, og öflugt íþrótta- og menningarlíf. Með fyrirhyggju í skipulagi hverfa hefur okkur tekist að svara óskum almenn- ings með miklu lóðaframboði á góðu verði fyrir fjölskyldur. Sigríður Jóna Jóhannesdóttir bœjarfulltrúi sjálfstœðisflokksins VÍKURFRÉTTIR Á NETINli • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 18 | VÍKURFRÉTTIR I 8.TÖLUBLAÐ : 27.ÁRGANCUR

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.