Víkurfréttir - 23.02.2006, Qupperneq 22
Púlsinn ævintýrahús í Sandgerði:
Saltfisksetrið:
Solla stirða frá Latabæ heimsótti krakk-
ana í Heiðarskóla í Reykjanesbæ s.l.
miðvikudag og vakti Solla mikla kátínu
enda sannur fjörkálfur.
Solla fór með krökkunum í leikfimi og limbó
og svo gæddu allir sér á ávöxtum og besta
drykknum sem völ er á, íslenska vatninu.
Farið á www.vf.is til að skoða fleiri myndir.
Púlsinn ævintýrahús í Sandgerði:
VIKURFRÉTTIR 8.TÖLUBIAÐ 27. ÁRGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Feng shui og velmegun
-hamingjunámskeið!
Laugardaginn 4.mars frá
klukkan 13 til 16 verður
mjög forvitnilegt nám-
skeið í Púlsinum
undir stjórn Jó-
hönnu Kristínar
Tómasdóttur,
Feng Shui ráð-
gjafa. En hvað
er Feng Shui?
Feng Shui eru aldagömul austur-
lensk fræði sem hjálpa okkur til
að auðvelda flæði lífsorkunnar
þannig að við getum notð góðs
af. Þessi fræði hafa verið notuð
til að laða að ást, velmegun,
aukin tækifæri, starfsframa,
börn, góða vini, betri heilsu svo
eitthvað sé nefnt.
Feng Shui auðveldar okkur að
koma á jákvæðri hreyfingu á líf
okkar svo að aðstæður skapist
til þess að draumar okkar og
þrár rætist. Til þess að njóta vel-
megunar þarf okkur að líða vel
á öllum sviðum lífsins. Lögmál
Feng Shui geta vísað okkur veg-
inn.
Örstutt kynning á Feng Shui fer
fram á þessu námskeiði fyrir
byrjendur og kynntar forsendur
þess að Feng Shui virki. Farið
yfir Bagua-kortið og frumefnin
fimm, sem gæða Bagua-kortið
lífi.Heimili þitt og hvernig þú
skipuleggur innviði þess er
þungamiðjan í Feng Shui. Mark-
mið þessa námskeiðs er að þátt-
takendur geti náð að skoða heim-
ili sín með „Feng Shui-augum”
og gert breytingar heima hjá sér
í samræmi við það.
Opið hús hjá stangaveiðifélaginu
Opið hús verður n.k. flmmtudagskvöld
kl:20 í húsnæði félagsins að Hafnargötu
15. Það verður fjör hjá okkur, Sportbúð
Óskars ætlar að kynna nýjar flugustangir sem
verða til sölu, einnig verður Óskar með önd-
unarvöðlur sem hann ætlar að kynna og verða
boðnar félögum í SVFK á fáránlegu verði!
Að kynningu lokinni verða hnýtingagræjurnar
teknar upp og góðri veiðimynd rennt í spilarann.
Við hvetjum menn til að fjölmenna og rnunið,
húsið er öllum opið.
Fluguhnýtinganámskeið
Fluguhnýtinganámskeið verður haldið þann 14,15
og 16 mars hjá SVFK ef að næg þáttaka fæst. Nám-
skeiðið er 3 kvöld 3 tímar í senn og er allt efni og
áhöld innifalið í verði námskeiðs. Kennarar verða
sem fyrr Sigtryggur Hafsteinsson (Tryggvi) og
Hjörleifur Steinarsson. Hægt er að skrá sig á skrif-
stofu SVFK, einnig er hægt að skrá sig í Sportbúð
Óskars og hjá ofanrituðum í síma 822-0695.
Námskeið í Orkudansi
-fylltu líkamann af krafti!
Dansnámskeiðin í Púls-
inum njótamikillavin-
sælda og hafa sumir
tímarnir verið fullbókaðir
með biðlista frá áramótum.
Nú er komið að dansnámskeiði
sem Púlsinn hefur nefnt best
geymda leyndarmál hússins en
það er orkudans.
Orkudans hjálpar fólki að auka
orkuflæði í líkamanum og losa
um ýmsar hömlur. Þannig eflir
hann kraft og gleði um leið og
hann kemur fólki í gott form.
Orkudans er bæði líkamleg
og andleg reynsla sem hentar
báðum kynjum á öllum aldri.
Tónlistin á námskeiðinu fer
inn á mismunandi orkustöðvar
í líkamanum og örvar þær
ásamt hreyfingunni. Hver og
einn vinnur út frá sjálfum sér
þótt hann sé í hóp og fylgi leið-
beinanda. Farið er í orkudans,
teygjur og slökun. Það sem er
merkilegt við þennan dans er að
fólk fær yfirleitt ekki strengi dag-
inn eftir, því þegar þú vinnur
svona inn á við þá nálgastu lík-
amann með öðrum hætti. Það
eru einhverjir töfrar sem gerast
f orkudansinum. Fólk sækir
þessa tíma einnig frá höfuðborg-
arsvæðinu því hann er hvergi
kenndur utan Púlsins.
1 orkudansi vindum við ofan af
okkur þreytu vikunnar og dag-
inn eftir vöknum við full af bjart-
sýni og krafti. Þetta eru magn-
aðir danstímar. Kennt er einu
sinni í viku, á föstudagskvöldum
klukkan 19:30. Námskeið hefst
3.mars og gengur skráning mjög
vel, aðeins nokkur pláss eru nú
laus! Skráning á www.pulsinn.is
og í síma 848 5366.
Vel heppnað Sagnakvöld
Um 120 manns löggðu
leið sína í Saltfisksetur
fslands á flmmtudags-
kvöld, til þess að hlýða á frá-
sagnir og erindi á sagnakvöldi.
Fjölbreytt og fróðleg dagskrá
kvöldsins féll gestum vel í geð
og greinilega er mikill áhugi
heirna manna og fjölmargra
gesta á sögusviði Grindavíkur
og náttúru.
Samstarf Saltfiskseturs og leið-
sögumanna S.E.S. er á byrjun-
arstigi í þessum efnum , og ljóst
er vegna fjölda áskoranna að
framhald verður á viðburðum af
þessu tagi.
KENNARAR ÓSKAST
VIÐ AKURSKÓLA í REYKJANESBÆ
Reykjanesbær auglýsir eftir kennara við Akurskóla frá
1. mars n.k. til 9. júní.
Nánari upplýsingar gefur Jónína Ágústsdóttir skólastjóri í
sima 421 4550 og 893 4550.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga og K. (.
Umsóknir skulu berast Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar,
Hafnargötu 57, 230 Reykjanesbæ.
Einníg er bent á rafræn umsóknareyðublöð á upplýsingavef
Reykjanesbæjar; reykjanesbaer.is.
Starfsþróunarstjóri.
Fræðslusvid
Stangaveiðifélag Keflavíkur: