Víkurfréttir - 23.02.2006, Side 27
T°vor>
Páll Axel Vilbergsson, fyrirliöi UMFG,
gat ekki leynt fögnuöi sinum í leikslok,
enda engin ástæöa til. Hann fór fyrir
sinum mönnum í glæsilegum sigri á
x erkifjendunum frá Keflavik
<o 1
i 2 ,Q4 í \ /f i
Fjórði bi ka rmeista ratitil lin n hjá Grindavík
Grindvíkingar fjöl-
menntu í Laugardals-
höll s.l. laugardag og
sáu þar Grindavíkurpilta bera
sigurorð af grönnum sínum
í Keflavík í úrslitaleik Bikar-
keppni KKÍ og Lýsingar.
Lokatölur leiksins voru 93 - 78
Grindavík í vil. Þá máttu Grinda-
víkurkonur sætta sig við silfrið
er þær töpuðu gegn IS 73 - 88.
Jeremiah Johnson gerði fyrstu
stig leiksins fyrir Grindavík en
hann átti eftir að láta mikið að
sér kveða. Að loknum 1. leik-
hluta var staðan 26-17 fyrir
Grindavík en reiðarslag Kefla-
víkur kom svo í 2. leikhluta. Þar
gerðu Grindvíkingar 29 stig á
móti 17 frá Keflavík og hittu
þeir gulu úr hverju þriggja stiga
skotinu á fætur öðru í leikhlut-
anum. Staðan í hálfleik var 55 -
34 fyrir Grindavík og sá munur
reyndist íslandsmeisturunum
of mikill og fóru Grindvíkingar
með 15 stiga sigur af hólmi 93
- 78 við mikinn fögnuð leik-
manna og áhangenda. Jeremiah
Johnson gerði 26 stig í leiknum
og Helgi Jónas Guðfinnsson
setti niður 23. Hjá Keflavík var
A.J. Moye stigahæstur með 20
stig og 10 fráköst. „Þetta var frá-
bær leikur hjá okkur og undir-
búningurinn var nokkuð fyrir
leikinn hjá okkur var nokkuð
góður. Við vorum virkilega til-
búnir í þetta og það var ákveðin
varnarvinna í gangi hjá okkur.
Við komum til að spila Grindvík-
urkörfubolta og það gekk eftir,”
sagði Friðrik Ingi Rúnarsson,
þjálfari Grindavíkur, í samtali
við Víkurfréttir. „Við spiluðum
illa og leyfðum þeim að gera allt
sem þá langaði að
gera,” sagði Guð-
jón Skúlason, að-
stoðarþjálfari og
leikmaður Kefla-
víkur. „Það getur
verið að menn
hafi verið of hátt
spenntir eða of
lágt spenntir en
einhvern veginn
fundum við ekki
taktinn í okkar
leik. Við gerðum
margt vitlaust í
þessum leik og
það eina sem
hægt er að gera
er að skoða hann
eftir á og reyna að
læra af honum,”
sagði Guðjón að
lokum.
Grinda vík ur-
konur sáu svo á eftir bikarmeist-
aratitlinum upp í greipar ÍS
en lokatölur í þeim leik voru
73 - 88 ÍS í vil sem sigldi hægt
og bítandi fram úr Grindavík
í síðari hálfleik með þétta 2-3
svæðisvörn til höfuðs Jericu
Watson. Jerica, sem nú er hætt
leik með Grindvík, gerði 26 stig
í leiknum og tók 12 fráköst en
Hildur Sigurðardóttir var henni
næst með 19 stig og 10 fráköst.
„Við vorum ekki að spila rétt
á móti ÍS en við hefðum mátt
hlusta betur á þjálfarann í leik-
hléum og annað en ÍS spilaði
hörkuvörn. Mér líst annars
vel á framhaldið í deildinni og
þetta verður spennandi úrslita-
keppni,” sagði Hildur Sigurðar-
dóttir, leikmaður Grindavíkur.
ÍÞRÓTTASlÐUR VÍKURFRÉTTA ERU í BOÐI LANDSBANKANS
Njarðvíkurkirkga
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Ytri-Njarðvíkursóknar
verður haldinn að lokinni fjölskylduguðsþjónustu
sunnudaginn 26. febrúar kl. 14. Fundarstaður er
safnaðarsalur kirkjunnar.
Dagskrá fundarins:
Venjuleg aðalfundarstörf.
íbúar safnaðarins eru hvattir til að mæta.
Sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkurkirkju
Bikarfár í Grindavík
Grindavíkurstúlkur mæta flrnasterku liði Hauka í bik-
arúrslitunum í unglingaflokki kvenna i mars en þær
lögðu stöllur sínar frá Njarðvík að velli með 87 stiga
mun, 114 - 27 í fjórðungsúrslitum bikarsins.
„Við mætum besta liðinu í úrslitaleiknum og höfum engu að tapa
en pressan er öll á Haukaliðinu,” sagði Páll Axel Vilbergsson, þjálf-
ari unglingaflokks kvenna í Grindavík. Haukaliðið hefur ekki
tapað leik í ein tvö ár svo það er á brattann að sækja hjá Grinda-
víkurstúlkum. „Við nálgumst þetta sterka lið Hauka og það er
aldrei að vita nema við nálgumst þær það hratt að við náum að
vinna þær á réttum tíma,” sagði Páll að lokum en hann þjálfar
einnig 10. flokk kvenna í Grindavík sem leikur til bikarúrslita
gegn UMFH í mars. Það er því óhætt að segja að bikarfár standi
nú yfir í Grindavík.
Iceland Express
»deildin
íþróttahúsið við Sunnubraut
Fimmtudaginn 23. feb. 2006
kl. 19.15
Keflavík - Grindavík
JVesprýði
VIKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASfÐUR 27