Alþýðublaðið - 17.01.1925, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.01.1925, Blaðsíða 3
A£f»S8öi£ií.Sífi Andlátið. Eftir Quöjítn Benedikt88on. Lífiö fjarar í löngum eogum; ljósið dapraat í feigs manna augum. Feigðin elnar í æðum og taugum; aflið þverrar í dauðana togum. Andvörpin sogaat í aollnum lungum i auðandl klið af feigðartungum. En hann kunni’ ekki’ að æðraat, því æfileið hans var aldregi rósum stráð. Hann kunni’ ekki auðnunnar örlagadans, sem útvaldir stíga’ eftir drottins náð; Hann átti’ enga vini og vonlaus stríddi þá vegferð, sem dauðinn og örbirgðin prýddi. Nú eygði hann frið út’ við feigðarhaf og fann. að hann saknaði’ ei neins. Hann vissi, að auðnan í öldunum svaf sem aflvaki hins dýpsta og sárasta kveins, og seint verður uppausinn auðnunnar brunnur, sem öllum er geflnn, en fáum er kunnur. Pað kom ekki neinn að hans banabeð tii að bjóða' honum góða nótt. Hans hjúkrun var ölmusa’ af ókunnum léð, hans einasta lífen inn í mannheima sótt. Hans líf þektl meira af sorgum og syndum en sólskini’ af guðdómsins auðnulindum. Svo gaf hánn upp andann. — Og enginn grót, þótt útslokknað væri það skar, því upphæðin, sem hann eftir sig lót, fyrir útfararkostnaði tæplega var. Og það á ekki við að gráta þann genginn, sem glatast af þjóðbraut og fjárráð á engin. En þá vætlar eitt tár af hans vinstri brá og vætti hans fölnuðu kinn. Það var, sem það hrópaði’ í bimininn á hefnd yfir lífið, sem að baki hans lá, — og þó var það viðkvæmt og fult af friði, sená fram undan réttlætib margþreyba biði. í þjóðfélaginu, sem hún á rétt á að lögum, því að samkvæmt þfrim á meirl hlutinn að ráða, og meiri hluti þjóðarlnnar er alþýðustéttin. Þess vcgna verður undirstöðukratan þessi: Yfirráðin til alþýðunnar\ MorgunWaðið og Rússland. Pró es or nokkur f máltræði í Kaupmannahöín, Karlgran að nafni, ritaði Ianga romsu í >Politiken< um Rússland, og hefir >Morgunblaðið< þýtt það allra vitiausasta úr henni og birt og þótt mikið til koma. Ég tel víst, að Alþýðublaðinu þyki rétt að svara greinum þessum nokkrum orðum vegna fátræði aimennings um Rússland. Þó eru á því nokkur vandkvæði, Þvættingurlnn er svo miklll, að mönoum hlýtur að ieiðast að hsyra hann endurtekinu og tek- inn til meðferðar. Ég ætla ekki að eyðá rúmi tii að leiðrétta öll ósannlndin, Þau eru ekki annsð en marg- þvæídnr endurtekningar á göml- um auðvaldsiygum um Róssland, ©uda er Morgunblaðið ejálft hætt að gera kröfu til, að það sé teklð trúanlegt í þeim ofnum, sbr.. að blaðið hefír Karlgren það tii afsökunar, að hann sé ekki (haldsmaður, og telur, að orð hans hafí meira sönnunar- giidi en elia fyrir þá sök. En ég ætla að minnast nokkrum orðnm á verstu hugsunarvlliurnar og staðleysurnar. Fyrst er harmagrátur nm rétt- iodaleysi og eymd borgarastétt- arinnar gömlu. Karlgren kvartar yfir, að sovjet stjórnin hafi ekki haidlð ioforð s(n; hún hafí ekki komið á stofn stéttaiausu þjóð- félagi, Er það ekki merkilegt ettir sjö ár, þó að hún hafi að v(su átt við smá-örðugleika að striða elns og borgarastyrjöid og verzlunarbann? Það «r að vísu rétt, að kjör þessára vasl- ings mánna eru oft og tíðum ömurleg. Ekki minna en 40 % af öllum atvinnulausum mönnum i Rússiandl eru gömul snikjudýr, sem lifðu á súrum sveita verka- lýðsins fyrir byitlnguna. Þessir menn kunna ekki að vinna; það er óhamingja þeirra. Þeir eru sjálfir orðnir sama þjóðféiags skipulaglnu að bráð, sem þelr hafa barist iyrir með huúum 0g hnefum og jafnvel lagt líf, sam- vizku og hugsjónlr i söiurnar, og svo fá þelr ekki annað en háð og spott i blöðum kom- ' múnista, eins og sparkað sé í dauðan hnnd. Þetta er náttúr- iega ekki (ofsvert, en mér fyrir mitt leyti finst það afsakanlegt. Er það ekki >tragikomiskt<, er það ekki brosiegt og sorglegt i einu, þegar menn berjast við vind- mylnur, eða þegar hundur eltir skottið á sér, þangað til hann dcttur dauður niður? Eu Kari- gren er fulitrúi borgarastéttar- innar. Honum finst það ómann- úðiegt að veita henni ekki svo mikil sérréttindi, að það komi hennl ekki að sök, þó að hún kunnl ekki að vinna. Þá snýr Karlgren sér að kjörum verkiýðsstéttarinnar. Hann ásakar kommúnista fyrir að háta Iofað gulll og grænum skógum og sviklð svo alt. Til dæmis sé atvinnuleysi meira en fyrir stríðið. Biekkingaveturinn ríður ekki við elnteymlng. Skyidl atvinnuleyslð ekki hafa aukist viðast hvar síð&n fyrlr stríðið. Rússland hefir orðið að ganga í gegn um sjö ára styrjöld út á við og inn á við, langvint verzl- unarbann, uppskerubrest og hörmungar af náttúruvöldum. En verkalýðurinn hefir gersigrað bæði fjárhagslega og hernaðar- lega. Skyidn auðvaidsríkln hata gert það betur ? ÆtU það hefði ekki einhvern tima orðið ráð- herraskifti? Karlgren segir enn fremur, að atvinnuleysið fari i vöxt. Þetta cru óðannindi. Ég er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.