Fréttablaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 11
Ýmsir virðast halda, að öll sjávardýr séu einföld dýr, eins og fiskar. Selir, höfr-
ungar, hrefnur og hvalir meðtaldir.
Þetta er auðvitað hin mesta firra;
Öll eru þessi dýr háþróuð spendýr,
í grundvallaratriðum sköpuð eins
og við, mennirnir, og önnur land-
spendýr. Með háþróað skyn, greind
og breitt tilfinningalíf. Meiðsli,
áverkar og limlestingar valda
þeim kvölum, nákvæmlega eins og
okkur. Hvalir eru fílar úthafanna
og selir hundar sjávarins. Á þýzku
heitir selur „Seehund“.
Skilningsleysi margra á eðli og
stöðu sjávarspendýra – jafnvel hið
vænsta fólk hefur litlar eða engar
tilfinningu fyrir lífi, velferð og
afkomu þeirra – opnar dyrnar fyrir
á stundum hrikalegu dýraníði kald-
rifjaðra veiðimanna.
Dráp með sprengjuskutli
Gera menn sér grein fyrir, hvað
gerist hér? Veiðiskip eltir hrefnu
eða hval, sem auðvitað reynir að
forða sér. En dýrin geta ekki kafað
endalaust og verða að koma upp
til að draga andann. Sjaldnast er
sléttur sjór. Oft rigning og slæmt
skyggni. Hvalabyssan er ekki
nákvæmt dráps tól. Hvalurinn er
á ferð, og oftast sést aðeins á bak
hans eða sporð í örstutta stund.
Skyttan tekur í gikkinn og spreng-
juskutullinn borar sig inn í síðu
eða bak hvalsins og springur þar.
Tætir hold og líffæri dýrsins, oft án
þess að drepa strax. Klær skutulsins
spennast út og læsast í innyflum og
holdi dýrsins.
Hrikaleg átök hefjast, ef dýrið
lifir skotið af. Það reynir að forða
sér, gagntekið af heiftarlegum
sársauka og kvölum, en veiðimenn
setja spilið í gang til að „fanga bráð-
ina“.
Í skýrslu um dráp á 50 lang-
reyðum frá 2014 kemur fram, að
8 dýranna háðu dauðastríð í allt
að 15 óendanlegar kvalamínútur!
Varð að skjóta þau með sprengjus-
kutli nr. 2 til að drepa þau endan-
lega. Skelfilegar aðfarir og ömurleg
helganga!
Brot á lögum nr. 55/2013
Í mínum huga eru þessar villi-
mannlegu drápsaðfarir ekki aðeins
skömm fyrir þá, sem að þeim
standa, heldur einnig greinilegt
brot á lögum um dýravelferð nr.
55/2013.
Þar segir undir 21. gr.: Aflífun:
„Dýr skulu aflífuð með skjótum
og sársaukalausum hætti …“ Er ill-
skiljanlegt, að ekki skuli hafa reynt
á þessa lagagrein við þessar veiðar
hingað til. Verður nú úr þessu fálæti
og afskiptaleysi stjórnvalda bætt.
Hvalirnir eru oft fólskulega pyntaðir til dauða
Ole Anton
Bieltvedt
alþjóðlegur
kaupsýslumaður
Verða hlutaðeigandi aðilar kærðir
næstu daga.
Í raun eru hvalveiðar smánar-
blettur á þeim þjóðum, sem þær
stunda. Er illt, að við erum meðal
þeirra.
Hvað með landspendýrin?
Hvernig fyndist fólki ef veiðimenn
eltu uppi gíraffa eða nashyrninga
á skutulstrukkum, skytu þá með
sprengjuskutli í síðu eða bak og
drægju þá svo hálfdauða og hálflif-
andi um holt og hæðir, mínútum
saman. Eða, fíladráp með svipuðum
hætti, þar sem verið væri að murka
líftóruna úr dýrinu langtímunum
saman. Gæti einhver hugsað sér, að
verið væri að sarga líftóruna úr kind
eða kálffullri kú mínútum saman!?
Hrefnukýrnar, sem nú er verið
að drepa á Faxaflóa, eru margar
þungaðar, með nær fullgenginn
kálf í kviðnum. Skv. ofangreindum
lögum, gr. 2, er bannað að drepa
slík fóstur.
Hvala- og seladrápi
verður að linna
Við getum ekki flokkað okkur
með siðmenntuðum þjóðum svo
lengi sem við höldum áfram hvala-
drápinu. Við verðum að losa okkur
við þennan smánarblett og þvo
blóðugar hendur okkar af þessu
miskunnarlausa og tilgangslausa
kvaladrápi.
Það er ekki einu sinni neinn
efnahagslegur grundvöllur fyrir
þessum veiðum. Hvalur hf. situr á
þúsundum tonna af óseldu hvala-
kjöti og IP-útgerð, sem stendur
mest fyrir hrefnudrápinu, er rekin
með milljóna tapi.
Fyrir var búið að eyða og útrýma
um 90% af hvalastofninum. Sama
sagan er með blessaðan selinn.
1980 voru yfir 32.000 selir við
landið. Nú eru þeir komnir í 7.000.
Mörgum kópnum var drekkt í
netum.
Það er nóg komið af illu. Sláum
nú botninn í þennan ljóta kafla.
Þar segir undir 21. gr.: Af-
lífun: „Dýr skulu aflífuð með
skjótum og sársaukalausum
hætti …“ Er illskiljanlegt,
að ekki skuli hafa reynt á
þessa lagagrein við þessar
veiðar hingað til. Verður nú
úr þessu fálæti og afskipta-
leysi stjórnvalda bætt. Verða
hlutaðeigandi aðilar kærðir
næstu daga.
Þvottavél sem sannarlega
stendur vel í stykkinu.
Við bjóðum hina eftirsóttu Bosch-þvottavél,
WAT 284B9SN, nú á einstöku tilboðsverði.
WAT 284B9SN er búin öllum þeim kostum og eiginleikum sem menn
þurfa á að halda í dagsins önn. Tekur 9 kg og hefur íslenskt stjórnborð.
1400 sn./mín. Orkuflokkur A+++. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn
mótor með 10 ára ábyrgð. Dropalaga tromla („VarioDrum“) sem fer
einstaklega vel með þvottinn. 15 mín. hraðþvottakerfi. Skyrtukerfi.
Tromluhreinsun. Mjög stöðug og hljóðlát.
Tilboðsverð:
74.900 kr.
Fullt verð: 109.900 kr.
WAT 284B9SN
Við leggjum áherslu á hágæða vörur
og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði.
Gildir til og með 24. júlí eða meðan birgðir endast. Takmarkað magn.
9
kg
A
Ariel fljótandi
þvottaefni fylgir
öllum þvottavélum.
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 9 . á G ú S T 2 0 1 7
0
9
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
1
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
7
0
-2
6
1
0
1
D
7
0
-2
4
D
4
1
D
7
0
-2
3
9
8
1
D
7
0
-2
2
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
3
2
s
_
8
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K