Fréttablaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.08.2017, Blaðsíða 16
Pokana má nýta á ýmsan hátt, undir grænmeti og ávexti, fyrir fínni þvott og undir handa- vinnu, jafnvel sem gjafapakkn- ingar enda eru þeir afar fallegir. Mér finnst að við ættum að draga úr því að nota nýja plast- poka eins og við getum. Ég hef ekki keypt plast- poka í mörg ár. Hulda Björg Baldvinsdóttir Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Undanfarið hefur orðið mikil vakning í því að endurnýta plast eða finna lausnir í staðinn fyrir plast enda vita allir að plast brotnar mjög hægt niður í náttúrunni. Hulda Björg Baldvins- dóttir handverkskona leggur sitt lóð á vogarskálarnar. „Þetta eru pokar sem ég sauma úr gardínum, mest svona stórrisum sem ég fæ frá vinum og kunningjum eða kaupi á nytjamörkuðum. Ég set í þetta snúru og reimastoppara til að það sé auðveldara að loka. Ég hugsa þetta aðallega í staðinn fyrir glæru pokana undir grænmeti og ávexti. Þegar ég var búin að sauma einhver hundruð og selja sá ég að þetta hefur allskonar notagildi annað, má til dæmis nota fyrir fínni þvott í þvottavél, undir handavinnu og sitthvað fleira. Ég er búin að prófa að setja pokana í suðu og þeir virðast alveg þola það. Ég hef líka verið að sauma stærri innkaupa- poka úr gardínum og fötum og þess háttar.“ Hulda segist ekki endilega vera óvinur plastpokans. „En mér finnst að við ættum að draga úr því að nota nýja plastpoka eins og við getum. Ég hef ekki keypt plast- poka í mörg ár en það dragast samt að mér pokar. Ég þvæ plastpoka undan brauði og fleiru slíku og nota þá aftur og aftur. Svo hef ég verið að gera tilraunir, maðurinn minn tekur oft með sér nesti í vinnuna og ég prófaði að sauma tvo taupoka, tók þrjá plastpoka af sömu stærð og setti inn í annan taupokann  og hinn ofan í allt- saman og straujaði og þá bráðnuðu plastpokarnir saman og pokinn varð vatnsheldur. Þessi nestispoki virkaði mjög vel og heldur brauði fersku.“ Hulda hefur boðið ýmsum verslunum á höfuðborgarsvæðinu að selja grænmetis – og ávaxta- pokana en hingað til er það aðeins Frú Lauga sem hefur þegið boðið. „Það er líka í þeirra anda að stuðla að minni plastnotkun,“ segir hún en bendir á pokastöðvarnar sem nú stinga upp höfðinu víðsvegar um land þótt þeirra hafi ekki orðið vart í Reykjavík. „Fólk hefur verið að koma saman í héraðinu með saumavélar, fengið gefins efni og saumað poka og dreift þeim í búðir. Og hugmyndin er að fólk skili svo pokunum.“ Hulda hefur tengsl við handverkshús á Flateyri og selur þar ýmsar vörur en hún hefur líka látið poka af hendi rakna til samfélagsins þar. „Ég var búin að sauma milli 50 og 100 poka í sumar og fór með þá á bókasafnið á Flateyri og ég held að þetta hafi nýst vel þar.“ Nánari upplýsingar um pokana hennar Huldu má finna á Facebook-síðunni Hulda Björg Handverk. Staðgenglar fyrir plastpoka Hulda Björg Baldvinsdóttir er ekki á því að hún sé svarinn óvinur plastpokans. Hún játar þó stór- felldan saumaskap á taupokum af öllum stærðum og gerðum til hinna fjölbreyttustu nota. Hulda Björg Baldvinsdóttir hand- verkskona vill nýta plastpoka og önnur efni í staðinn fyrir nýtt plast. STUÐ Í ÚTILEGUNNI MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir ýmsar gerðir af ferðatækjum, s.s. hjólhýsi, fellihýsi o.fl. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. Exide rafgeymarnir fást hjá:PIPA R\ TB W A • S ÍA • 1 64 68 7 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . ág ú s t 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 0 9 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 0 -1 2 5 0 1 D 7 0 -1 1 1 4 1 D 7 0 -0 F D 8 1 D 7 0 -0 E 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 3 2 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.