Útsýn - 10.11.1945, Qupperneq 4
Bretland lofar að hverfa burtu héðan
af landinu með allan herafla sinn jafn-
skjótt og flutningi Bandarikjaliðsins er
svo langt komið, að hemaðarlegur styrk-
ur þess er nægilegur til að verja
landið.“---------
Þetta siðasta ákvæði hefur ekki verið
haldið, þvi að efns og kunnugt er, er
brezkt herlið hér enn þann dag í dag,
enda mun ekki hafa verið gengið ríkt
eftir því af Islands hálfu, að það hyrfi
héðan.
öllum Isleridingum er nú orðið það
ljóst, að vegna legu landsins, hefur það
stórkostlega hernaðarlega þýðingu. En
jafn augljóst er hitt, að það eru engan
veginn Bandaríkin ein, sem hafa ástæðu
til að. láta sig það skipta, hverjir ráða
yfir bækistöðvum á Islandi. Ef segja má,
að héðan megi „ógna öryggi þjóðanna á
vesturhvelinu,1' er það jafn augljóst, að
héðan má ógna öryggi þjóðanna á Bret-
landseyjum, á Norðurlöndum og yfir-
leitt í Norðvestur-Evrópu. Allar þessar
þjóðir gætu þvi haft hagsmuna að gæta
um það, að ekkert eitt stórveldi hefði
aðstöðu til þess öllum öðrum fremur
að neyta hemaðarbækistöðva á Islandi
sér til framdráttar í friði eða ófriði.
Svar Breta.
Svar Breta hefur'sætt sömu meðferð
og orðsendingar Bandaríkjastjórnar að
þvi leyti, að þess hefur hvorki verið
gætt sem leyndarmáls, né orðalag þess
i þeim atriðum, sem mestu máli skiptir,
verið gert kunnugt þingmönnum, svo
að þeir geti myndað sér skoðun í málinu.
Eru þess vegna, þótt undarlegt sé, uppi
tvær skoðanir urg. það, hvemig beri að
skilja það. Má þó fullyrða, að svarið
tekur af allan vafa um það, að Bretar
óska ekki eftir því, að Bandarikin fái
£ framtíðinni einkaaðstöðu til að hafa
hér bækistöðvar og að þeir gera fast-
lega ráð fyrir þvi, að ef um herbæki-
stöðvar sé að ræða hér, þá verði það
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, en
ekki einstakt stórveldi, sem á sínum
tíma fái yfirráð yfir þeim. Allt annað
mál er það, að í því millibilsástandi, sem
nú ríkir, er engin alþjóðleg stofnun til-
búin til þess að fara með gæzlu hern-
aðarlegra mikilvægra staða eða yfir-
stjóm alþjóðahers, eins og gert er ráð
fyrir í samþykktum Öryggisráðsins og
víðtækar fyrirætlanir eru uppi um. —
Meðan svo stendur á, er það að sjálf-
sögðu mál Islendinga einna, hvernig
þeir ráðstafa landi sinu, hvort þeir óska
heldur að halda sér við gildandi sanm-
ÍNNLENDARFRÉTTIR
inga, eða gera aðra nýja um leigu á
ákveðnum stöðum á landinu til handa
einu stórveldanna.
En þótt skoðanir séu skiptar um það,
hvemig beri að svara óskum Banda-
ríkjanna, þá orkar það ekki tvímælis,
að mikill meirihluti þjóðarinnar vill, að
Islendingar haldi vináttu beggja hinna
vestrænu stórvelda, sem urðu fyrst til
að viðurkenna islenzka lýðveldið. En það
þýðir vitanlega ekki, að hún sé reiðu-
búin til að afsala öðru þeirra yfirráða-
rétti yfir landi sinu við fyrsta tækifæri,
sem býðst, eftir að hún hefur endur-
heimt hann.
Meðferð málsins.
Því verra er það, að öll meðferð þessa
máls í höndum núverandi forsætis- og
utanríkisráðherra hefur verið þannig, að
hún- hefur sætt rökstuddri gagnrýni og
vakið óánægju flestra. Og til em menn,
sem þykjast vita það með vissu, að það
sé eltki aðeins hér á landi, að hún hefur
valdið undrun og gremju,
Nú er komið á annan mánuð síðan
orðsending Bandaríkjanna barst honum
í hendur. Ef frá er talinn orðrómur um
gífurleg fríðindi, sem í boði séu, sem
almennt er rakinn til ráðherra og ein-
stakra þingmanna stjórnarflokkanna og
þá helzt þeirra, sem taldir eru hlynntir
leigusamningunum við Bandaríkin, hefur
ekkert orð heyrzt frá ríkisstjórninni um
þetta mál, þrátt fyrir óskir, sem fram
hafa komið innan þingsins um að stjórn-
in gefi út opinbera yfirlýsingu um það.
Þingmenn hafa heyrzt kvarta yfir þvi,
að þeir fái minna að vita um það, en
jafnvel mérin utan þingsins. Sýnilega er
það ekki tilætlun ríkisstjórnarinnar, að
þjóðinni gefist nokkur kostur á að mynda
sér skoðun á þvi, hvort óhjákvæmilegt sé
að afsaja yfirráðarétti yfir íslenzku landi
í hendur einstaks stórveldis og takmarka
þannig stórkostlega fullveldi og sjálf-
stæði lýðveldisins á fyrsta ári þess.
Tillaga forsætisráðherra.
Síðustu aðgerðir forsætisráðherra í
málinu benda meira að segja til þess, að
hann ætlist ekki einu sinni til, að um-
ræður fari fram um það á Alþingi, jafn-
vel ekki fyrir luktum dyrum, hvemig
orðsendingum Bandarikjanna verði
svarað.
Síðdegis á föstudag síðastliðinn til-
kynnti hann formönnum 'þingflokkanna,
að hann mundi daginn eftir leggja fyrir
flokkana tillögu um svar, og að hann
óskaði eftir því, að flokkarnir hefðu
tekið afstöðu til hennar innan sólar-
hrings og væri þess því vænzt, að þing-
meHn færu ekki úr bænum um helgina.
Á laugardaginn var tillagan lögð fyrir
þingflokkana og miðstjórnir flokkanna.
Var það tekið fram, að hún væri frá
forsætisráðherra einum, en ekki ríkis-
stjórninni i heild.
Samkvæmt þvi sem Ú T S Ý N hefur
frétt frá áreiðanlegum heimildum, felst
það í tillögunni, að svar ríkisstjórnar-
innar við orðsendingu Bandaríkjanna,
verði að efni til á þessa leið:
Islenzka ríkisstjórnin viðurkenn-
ir móttöku orðsendinga Banda-
rikjanna um herbækistöðvar á
Islandi. Á Alþingi var hinn 24.
febr. siðastliðinn samþykkt að
leita eftir því, að Island yrði
tekið í tölu Sameinuðu þjóðanna.
Ríkisstjórnin lætur í ljós ánægju
sina yfir þvi, að stjórn Banda-
ríkjanna hefur tjáð sig fúsa til að
styðja að þvi, að svo verði. Ríkis-
stjórnin væntir þess, að það drag-
ist ekki lengi, að úr þvi geti orð-
ið, og .lýsir yfir því, að Island er
reiðubúið til að taka á sig þær
skuldbindingar, sem því fylgja.
iMeð tilvísun til þessa er íslenzka
rikisstjórnin reiðubúin til að taka
upp viðræður við stjórn Banda-
ríkjanna um þessi mál.
Undirtektir flokkaima.
í engum flokkanna, jafnvel ekki i
flókki forsætisráðherrans sjálfs, er ríkj-
andi fullkomin ánægja með þetta svar.
Til þess ber það of mikinn keim af
svörum -"éfréttarinnar í Delphi, sem
eins og kuimugt er, orðaði goðsvör sin
á þá leið, að skilja mátti þau á tvo
vegu. '
Andstöðuflokkur stjórnarinnar, Fram-
sóknarflokkurinn, varð fyrstur til að
taka afstöðu til tillögu forsætisráðherra.
Framsóluiarflokkurinn mun líta svo á,
að hún sé algerlega ófullnægjandi sem
svar við orðsendingum Bandaríkjanna og
þess vegna óviðeigandi. Slíkt svar muni
ekki verða sent, án þess að því fylgi
skýringar frá utanrikisráðherra, sem
flokkurinn hafi ekki aðstöðu til að vita
2