Útsýn - 10.11.1945, Side 18
húsvist eða langvarandi veikindi er að
ræða. Þegar sjúkrabætur eru greiddar,
eru einnig greiddar fjölskyldubætur með
fyrsta baminu.
b. Dánarbœtur.
Dánarbætur (jarðarfarahjálp) nemur:
Ef hinn látni var yngri en 5
ára ..................... kr. 150.00
Ef hinn látni var á aldrinum
6—14 ára .................. — 250.00
Ef hinn látni var yfir 14 ára
aldri ..................... — 500.00
5. Slysabætur.
Lagt er til, að slysabætur séu fram-
vegis greiddar öllum þeim, sem starfa
í annarra þjónustu, en nú falla ýmsir
launþegar utan laganna, svo sem verzl-
unar- og skrifstofufólk og fólk, sem
vinnur við landbúnað. Að öðru leyti séu
ákvæðin um slysabætur hin sömu og
þau eru nú, enda er nýbúið að endur-
skoða þau. Þó er lagt til, að ákvæðin
um dagpeningana séu samræmd ákvæð-
unum um sjúkrabætur.
Um hlunnindi þau, sem heilsugæzlan á
að láta í té vísast til greinar Jóhanns
Sæmundssonar, sem birtast mun í næsta
blaði.
Allar bótaupphæðir eru miðaðar við
vísitölu 274 og er gert ráð fyrir að þær
breytist til samræmis við þær breyting-
ar, sem verða kunna á vísitölunni.
Iðgjöldin.
Utgjöld almannatrygginganna eiga
að skiptast á hina tryggðu sjálfa, á at-
vinnurekendur, sveitarfélög og ríkis-
sjóð. Heildartekjuþörf trygginganna er
áætluð 75 milljónir kr. á ári og er gert
ráð fyrir, að hinir tryggðu beri sjálfir
um 26% af þessari upphæð, atvinnurek-
endur um 15%, sveitarfélögin um 20%,
en rikissjóður um 38%.
öll innheimta iðgjalda á að vera hjá
innheimtumönnum ríkisins ásamt
tekju- og eignaskatti og renna allar
tekjur tryggingarina í einn allsherjar
tryggingarsjóð.
Leiðrétting.
I grein Jóns Blöndals um vísitöluna í
síðasta blaði átti 2. töluliður á bls. 11
að vera svohljóðandi:
„2. Að láta húsaleiguliðinn breytast í
sama hlutfalli og liðinn „ýmisleg út-
gjöld" í vísitölunni, en hann nær yfir
öll önnur útgjöld en matvæli, fatnað,
eldsneyti, ljós og húsnæði. Þetta myndi
hækka visitöluna um ca. 29 stig.“
Skyldir til að greiða iðgjöld skulu
vera allir íslenzkir ríkisborgarar á aldr-
inum 16—66 ára að báðum meðtöldum,
að undanteknum giftum konifm, en ið-
gjöld þeirra telst innifalið í iðgjöldum
eiginmanna þeirra.
Iðgjöld eru þessi á mánuði:
1 1 I
kaup- kaup- sveit-
stöðum túnum um
kr. kr. kr.
Giftir karlar . 40 34 28
Ógiftir karlar 30 26 21
Ógiftar konur 20 ■ 17 14
Undanþegnir iðgjöldum eru þeir, sem
hafa tekjur undir ákveðnu lágmarki.
aiarkmið almannatrj'gginganna.
Markmið almannatrygginganna og
þeirra ráðstafana, sem standa í sam-
bandi við þær, er að skapa öllum borg-
urum þjóðfélagsins félagslegt öryggi.
„Megin skilyrðin til þess, að hægt sé að
skapa það, sem nefna mætti félagslegt
öryggi í víðtækari merkingu, að allir
borgarar þjóðfélagsins geti lifað sóma-
samlegu menningarlífi, eru þau, að at-
vinnuleysinu sé útrýmt' að mestu eða
öllu leyti, að sjúkdómum sé haldið í
skefjum, að skortmum á brýnustu lifs-
nauðsynjum sé bægt burtu, að upp-
fræðsla almennings sé svo góð, að hann
hafi skilning á því að nota þau tæki-
færi, sem þjóðfélagið býður honum til
þess að lifa menningarlífi. Það er hugs-
aniegt, að eitthvert fólk lifi áfram í vol-
æði og óþrifnaði, þótt því séu tryggð-
ar nægilegar lágmarkstekjur til þess að
lifa sæmilegu lífi.“
„Skortinum á lífsnauðsynjum má að
mestu útrýma með almannatryggingum,
ef atvinnuleysinu er haldið í skefjum, og
má því segja, að útrýming atvinnuleys-
isins sé í rauninni þýðingarmesta for-
séndan fyrir því, að takast megi að
skapa félagslegt öryggi.“
Ránnsóknir sýna, að skorturinn á
lifsnauðsynjum stafar aðallega af því,
að hlutaðeigandi he'fur misst getuna til
að afla sér tekna, vegna þess að hann
getur ekki fengið atvinnu, eða af ein-
hverjum öðrum ástæðum. svo sem vegna
elli, örorku, veikinda, missis fyrirvinnu
o. s. frv., eða vegna þess að telcjurnar
voru ófullnægjandi vegna þess, hve fjöl-
skyldan var stór, þ. e. vegna ómegðar.
„Til þess að útrýma skortinum þarf
því að tryggja borgurunum tekjur,
þegar þeir missa tekjur sínar af ein-
hverjum óviðráðanlegum ástæðum, og
tryggja þeim viðbót við tekjumar, þegar
um ómegð er að ræða. Þetta á að vera
hægt með alhliða tryggingarkerfi."
Þetta eru í sem allra stytztu máli sá
aðalgrundvöllur, sem tryggingarkerfið
byggist á. Tilvitnanirnar eru úr ritinu.
Tryggingastofnun ríkisins á að hafa
með höndum alla framkvæmd almanna-
trygginganna. Skulu þær ná til allra
íslenzkra rikisborgara, sem búsettir eru
hér á landi, en hlunnindi þau, sem veitt
eru oð iðgjöld þau, sem greiða skal, fara
auðvitað eftir aldri og öðrum ástæðum
í hverju einstöku tilfelli.
Erlendar fréttir.
Framhald af bls. 13.
styrjöld, sem enginn maður (nema ef
til vill hér á landi) gerir ráð fyrir, að
geti átt sér stað fyrr en eftir 1—2 ára-
tugi, mundi ekki enda irieð heimsyfir-
ráðum neins stórveldis, heldur með tor-
tímingu mannkynsins. Fyrir skömmu
komu allmargir rosknir amerískir
áhrifamenn saman á fund undir forsæti
Roberts fyrrverandi hæstaréttardómara.
Þeir komust að þeirri niðurstöðu að Ör-
yggisráð sameinuðu þjóðanna væri al-
gerlega óhæft til þess að ráða fram úr
vandamálunum á alþjóða vettvangi,
vegna neitunarvalds þess, sem hverju
hinna 5 stórvelda er fengið þar. Heims-
ríki með afmörkuðu en fullkomnu fram-
kvæmdavaldi væri eina lausnin og
mesta nauðsyn mannkynsins í dag.
vélar og hvað annað, sem vera skal, í
Hvalveiðar með RADAR.
Allir kannast nú orðið við undratækið
RADAR, sem hafði úrslitaþýðingu í
baráttunni við kafbáta Þjóðverja. Tæki
þetta getur bent á kafbáta, skip og flug-
vélar og hvað annað, sem vera skal í
mikilli fjarlægð.
Nú eru Bretar að búa mikinn hval-
veiðaflota til veiða í suðurhöfum og
verða skipin búin þessum tækjum til
þess að finna hvalina. Hvalveiðin er tal-
in svo örugg með þessari veiðiaðferð, að
hvalveiðamenn telja víst að þeir geti á
örstuttum tíma veitt svo mikið af hvöl-
um, að nóg lýsi fáist í ársforða af smjör-
líki handa Bretum.
' Væri ekki hugsanlegt að hægt yrði
að nota RADAR við síldarleit?
Ábyrgðarm.: F. R. VALDEMARSSON.
16
ÚTSÝN