Útsýn - 10.11.1945, Qupperneq 5

Útsýn - 10.11.1945, Qupperneq 5
um og geti því ekki tekið ábyrgð á. Hann sjái því ekki ástæðu til að taka afstöðu til tillögunnar eins og hún liggur fyrir. I Alþýðufloltknum eru mjög skiptar skoðanir. Þótt þar séu til menn, sem hafa gerzt ákafir talsmenn þess að semja við Bandaríkin um leigu, eru sumir þingmenn flokksins og mjög margir miðstjórnarmenn eindregið and- vígir því, og vilja, að tilmælum Banda- ríkjanna verði svarað neitandi, með til- vísun til skýlausra ákvæða herverndar- samningsins frá 1941 um, að Bandarík- in skuldbindi sig til að hverfa í burt af Islandi með allan herafla sinn, undir eins og. ófriðnum væri lokið, og ákveð- inná loforða Roosevelts forseta i sömu átt. Enn aðrir vilja leggja megináherzlu á, að Island fái upptöku i Sameinuðu þjóð- irnar og Öryggisráð þeirra fái, ef þurfa þykir, umráð yfir bækistöðvum hér. Þeir, sem vilja tafarlaust ganga til samninga við Bandaríkin um leigu bæki- stöðva, álíta tillögu forsætisráðherra fullkomlega aðgengilega og lögðu kapp á, að hún yrði samþykkt óbreytt. Það mun þó ekki hafa orðið ofan á, heldur hitt að fá á henni orðalagsbreytingar, sem bentu ákveðnar til þess, að íslenzka ríkisstjórnin óski að ganga til samninga á þeim grundvelli, að Sameinuðu þjóð- irnar en ekki Bandaríkin hafi hér bæki- stöðvar í framtíðinni. Sósíalistaflokkurinn, sem hefir lýst því yfir í blaði sínu, að hann muni, „með öllu þvi harðfylgi, sem hann hefir yfir að ráða“, beita sér gegn því, að samið verði við Bandaríkin um leigu á -bæki- stöðvum, mun hins vegar líta svo á, að Bandaríkin hljóti að skilja svar Ólafs Tliors sem neitun við málaleitunum sín- um um leigu, ef þau taki það yfirleitt gilt sem svar, og þess vegna sé óhætt að samþykkja það. Ráðamenn flokksins telja sig hafa orðið ótvírætt vara við það, siðan farið var að ræða málið í blöðum, að hann geti vænt sér mikillar fylgisaukningar, ef hann yrði eini flokk- urinn, sem stæði óskiptur gegn leigu- mála við Bandarikin. Muni þeim mál- stað aukast fylgi við það, að ákvörðun í málinu sé slegið á frest, og tími vinn- ist til að ræða það. Samninganefnd, sem að líkindúm yrði skipuð skv. tillögu for- sætisráðherra, hefði ekki ■ umboð til að ganga frá samningum og þyrfti því ekki að óttast, að þeir kæmust á fyrirvara- laust. Ef svar Ólafs Thors verði ofan á, geti flokkurinn því rólegur verið kyrr i INNLENDARFRÉTTIR ríkisstjóminni fyrst um sinn, en það er alkunnugt, að forráðamenn hans eru mjög ófúsir á að sleppa aðstöðu sinni þar nema tilneyddir. I Sjálfstæðisflokknum hefir þess minnst orðið vart, að þingmenm og aðrir áhrifamenn hafi sig í frammi gegn þeirri stefnu að leigja Bandaríkjunum herbækistöðvar. Annað aðalblað flokks- ins, Vísir, hefir þvert á móti verið skil- ið svo, að það væri þess mjög fýsandi. Þó munu slíkir menn vera til bæði inn- an þingflokksins og utan. Er kunnugt um marga menntamenn og kaupsýslu- menn, sem eru ráðnir í að beita áhrif- um sínum gegn hvers konar tilraunum til að draga flokkinn til fylgis við leigu- stefnuna. Eitt blað fylgjandi Sjálfstæðisflokkn- um, hið myndarlega mánaðarrit Akra- nes, hefir þegar gert hreint fyrir sín- um dyrum í þessu máli. 1 síðasta tölu- blaði þess segir svo í ritstjórnargrein: „Utan að berast nú þær fréttir, að mesta lýðræðisríki heimsins óski eftir samningi um herstöðvar á hólma þeim, er minnsta lýðríki veraldar byggir. Það er athyglisverðast við þessa ó- væntu frétt, að orðsendingin sé frá þeirri miklu þjóð, — þeirri seinni, — sem hér hafði hervernd, og seint og snemma lýsti yfir því, að allur her færi héðan á brott þegar að stríðslokum. Þess í stað er þessi óviðkunnanlega ósk fram borin, áður en herafli er allur farinn úr landi, samkv. gefnum loforðum. Um þetta rhál mætti rita langt mál og beiskjublandið, og því miður er víst enn ,svo ástatt, að á því eru margar hliðar bæði gagnvart okkur og alheimi. En það er einkennilegt hve fljótt og óvænt þetta kemur — ef rétt reynist — og stangast alvarlega við margar yfir- lýsingar hinna mætustu manna tveggja heimsvelda. Það er svo ótrúlegt, að því verður ekki trúað. Fóru þessi tvö miklu heimsveldi ekki einmitt í stríðið fyrst og fremst til að kenna mönnum og þjóðum að halda orð og eiða? Ætla þau svo að verða staðin að því — í reyndinni — að segja eitt í dag og annað á morgun ? Gagnvart ofurefli héfur lítil þjóð ekki nema eitt vopn, sem ávallt dugar, og ver,heill hennar og heiður, hvort sem hún lifir eða deyr. Það er að standa — sbr. 1944 — um heiður sinn, rétt og frelsi. Sú þjóð, sem gerir það, verður ekki vegin þó vopnum sé beitt, og hún kiknar heldur ekki þó hún sé kúguð um stund. Frelsið verður ekki fjötrað til lengdar, og ekki skal því trúað, að sú þjóð, sem hér á hlut að máli, geri þannig tilraun til að kyrkja hið nýviðurkennda og fengna frelsi þessarar litlu þjóðar í fæðingunni. . . .“ Hörð átök um Viðskiptaráð. ÞESSA dagana mun fara fram all- mikil breyting á skipulagi viðskiptamál- anna og á stjórn Viðskiptaráðs. Samkvæmt lögum um Viðskiptaráð (lög um innflutning og gjaldeyrismeð- ferð) skyldu þau falla úr gildi 6 mánuð- um eftir að Evrópustyrjöldinni væri lok- ið. Áttu þau skv. því að falla úr gildi hinn 8. þ. m. Valdsvið Viðskiptaráðs er mjög víð- tækt. Ákveður það, hvaða vöru skuli flytjaT tilUandsins og hverjir skuli gera það, ráðstafar farmrými í vöruflutninga- skipum, úthlutar gjaldeyri og innflutn- ingi til innflytjenda og annarra, hefur heimild til að taka að sér innflutnmg sjálft og loks: fer með verðlagsákvarð- anir og verðlagseftirlit. 1 Viðskiptaráði eiga nú sæti: Svan- björn Frímannsson formaður, Haukur Helgason, Kjartan Ólafsson, Oddur Guð- jónsson og Sigtryggur Klemenzson. Tveir hinir síðastnefndu, sem munu vera taldir fulltrúar Verzlunarráðsins og Sambandsins (S. I. S.) víkja samkvæmt ákvæði í verðlagslögunum, þegar f jallað er um verðlagsmál, og taka þá sæti í ráðinu Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Björnsson. Rikisstjórnin skipaði fyrir nokkru nefnd til að gera tillögur um framtíð- arskipulag þessara mála. Eiga í henni sæti Svanbjörn Frímannsson frá Við- skiptaráði, Eggert Kristjánsson frá Verzlunarráðinu, Eyjólfur Leós frá Sam- bandinu, Jón Maríasson frá Landsbank- anum og loks Jóhann Þ. Jósefsson frá Nýbyggingarráði. Kunnugt er, að mikil togstreita hefur undanfarið verið á milli Viðskiptaráðs og Nýbyggingarráðs út af innflutningn- um. Hafa báðir aðilar reynt að draga sem mest af innflutningnum til sín. Ný- ÚTSÝN 3

x

Útsýn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.