Útsýn - 10.11.1945, Side 15

Útsýn - 10.11.1945, Side 15
HVAD ER AD GERAST? Rússar heimta bækistöðvar í Tyrklandi. Tj rkir neita að afhenda einn þumlung lands. ÞAÐ er ekki aðeins í striðsyfirlýs- ingarmálinu, að Tyrkland -og Island hafa verið sett í sömu aðstöðu af stórveldun- um. Tyrkir eru nú í sömu aðstöðu gagn- vart Sovét-Rússlandi eins og Island gagnvart Bandarikjunum. 1 marz í vetur sögðu Rússar upp vináttusamningi við Tyrki, gerðu kröfur um að fá bæki- stöðvar fyrir flugher og flota á tyrk- nesku landi ( við Dardanellasund) og auk þess endurskoðun á landamærum landanna, þannig að Rússar fengju tvö héruð, sem hingað til hafa talizt til Tyrklands. 1 þriðja lagi kröfðust Rússar breytinga á stjómarfari Tyrklands. Þótt Tyrkir hafi ekki í höndum há- tíðlegan samning um að Rússar skuli ekki hafa herlið í Tyrklandi að ófriðn- um loknum, hefir forseti þeirra ekki liikað við að lýsa því yfir, að þeir muni ekki afhenda einn þumlung af landi fyrir flug- eða flotabækistöðvar erlends ríkis eða afsala sér yfirráðarétti yfir landi sinu á nokkum hátt. Bandarikin hafa nú lagt til að þetta deilumál verði lagt fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og ef samkomulag náíst ekki, verði öryggisráðinu falið að hafa á hendi gæzlu þeirra bækistöðva, sem deilan stendur um. Tyrkir hafa fram að þessu staðið fast á móti þessari uppástungu Bandaríkj- anna. Þeir halda því fram, að Rússar geti komið í veg fyrir hverja þá lausn á þessu deilumáli, sem þeim þykir ekki aðgengileg fyrir sig, með því að beita neitunarvaldi þvi, sem þeir og öll fimm stórveldin hafa í öryggisráðinu. Vígbúnaður Bandaríkjanna undir kjarnorkustríð. Flestir hershöfðingjar em eins og Serbinn, sem eftir eitt Balkanstríðið endaði allar bænir sínar með þessum ERLENDARFRÉTTIR orðum: „Allah, gefðu okkur annað stríð!“ , Siðan kjamorkusprengjan kom til sögunnar hafa hershöfðingjar og flota- foringjar Bandarikjanna keppzt um að krefjast vigbúnaðar undir fyrirhugaða kjamorkustyrjöld. George C. Marshall, hershöfðingi, for- maður herforingjaráðs Bandarikjanna, sagði nýlega í ræðu, að Bandaríkin yrðu nú þegar að byrja að búa sig undir kjarnorkustyrjöld — að öðrum kosti mundu þau bíða lægra hlut i henni. Hann sagði m. a., að óhjákvæmilegt væri að lögleiða herskyldu í Bandaríkjunum á friðartímum, „þvi að ef við verðum til- neyddir að nota kjarnorkusprengjur í ófriði þá þarf til þess milljónaher.“ „Með því að æfa æskulýð þjóðarinn- ar í herþjónustu skulum við sýna heim- inum,“ sagði hershöfðinginn, „að firnbul- orka atómsins og allar auðlindir Banda- ríkjanna em til taks.“ Marshall hefir sent hermálaráðherr- anum skýrslu, 120 bls. að lengd, um „þarfir hersins" á friðartímum. Amold hershöfðingi, yfirmaður flughersins tók að sér að sýna fram á þörfina á að margfalda hann. Fyrstu kjarnorku- sprengjunum hefði verið varpað úr flug- vélum, og’ þó að kjarnorkusprengjum framtíðarinnar verði skotið með eld- flugum (rakettum) sem stjórna sér sjálfar með svo næmum tækjum, að þau miða sjálfkrafa á mann, sem kemur ná- lægt þeim, vegna likamshitans frá hon- um, þá er eigi að síður nauðsynlegt að hafa til taks loftþrýstiflugvélar, sem fara með hraða hljóðsins, og geta flutt farma af 50 tonna sprengjum 2000 mílna vegalengd i 50 þúsund feta hæð. Slikar flugvélar verða til eftir 5 ár. Það er augljóst, sagði ^arshall, að heimili og verksmiðjur Bandaríkjanna verða í fremstu víglinu, þegar til kjarnorku- styrjaldarinnar kemur. Atlantshafið og Kyrrahafið veita enga vörn lengur. Og jafn augljóst er það, sagði hann að lokum, að eina vömin í slíkri styrjöld er fólgin í því, að geta gert árás. 40 bækistöðvar. Yfirmaður Bandaríkjaflotans, Nimitz flotaforingi, sá um, að flotinn gleymdist ekki. „Kjarnorkusprengjan hefir fært mönnum heim sanninn um, að það er hálfu þýðingarmeira en áður að hafa yfirráðin á sjónum," sagði hann. Og í hans augum er Atlantshafið og Kyrra- hafið ekki orðið alveg þýðingarlaust. Yfirmenn flotans krefjast þess, að hann fái „40 bækistöðvar á Atlantshafi og Kyrrahafi." (Island er eitt af þeim). Alls verði varið 3525 milljónum dollara til þess að efla og auka Bandarikjaflotann. Ein kjarnorkuárás — 40 milljónir mannslífa. Á sama tíma sem herforingjar Banda- ríkjanna keppast þannig við að bera fram kröfur sínar, reyna vísindamenn- irnir beggja megin Atlantshafsins, sem unnu að lausn kjarnorkunnar, að koma á framfæri aðvörunum sínum til mann- kynsins í sambandi við hana. Allir eru þeir sammála um, að Rússar verði búnir að koma sér upp kjarnorkusprengjum innan skamms tíma. Prófessor Oliphant í Bandaríkjunum segir, að allar meiri háttar iðnaðarþjóðir geti það innan 6 mánaða. Hópur kjarnorkuvísindamanna var yfirheyrður af nefnd Bandaríkjaþing- manna, sem eiga að fjalla um frumvarp, sem fram er komið i þinginu um að halda kjamorkuleyndarmálinu strang- lega leyndu. Einn þingmanna lagði þá spumingu fyrir dr. Oppenheimer, sem var yfirmaður einnar sprengjuverk- smiðjunnar, hvort það væri satt, að hægt væri að drepa 40 milljónir amerískra borgara í einni kjamorku- sprengjuárás. „Ég er hræddur um það,“ svaraði dr. Oppenheimer. Oppenheimer hélt þvi fram, að kjam- orkusprengjan yrði til þess að veikja en ekki styrkja hemaðaraðstöðu Banda- rikjanna, vegna þess, hve þau eru þétt- býl og iðnaður þeirra á háu stigi. „Eftir 20 ár verða kjarnorkuvopn orðin hræ- ódýr,“ sagði hann. Heimsríki — ekki Öryggisráð. En það er langt frá því að allir Banda- ríkjamenn séu orðnir óðir af draumun- um um heimsyfirráð með kjamorku- valdi. Þar eins- og annars staðar eru til menn, sem gera sér Ijóst, að ný heims- Framhald á bls. 16. tÍTSÝN 13

x

Útsýn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.