Útsýn - 10.11.1945, Blaðsíða 16

Útsýn - 10.11.1945, Blaðsíða 16
VETTVANGUR VIKUNNAR UNDANFARIÐ hafa sézt þess nokk- ur merki í dagblöðum bæjarins, að reikningsskil væru í nánd, reiknings- skil bæjarstjórnakosninganna, sem fara fram fjórða hvert ár. Greinilegur glímu- skjálfti er farinn að koma í ljós i skrif- um blaðanna og fulltrúar flokkanna eru farnir að hafa óvenju hátt á bæjar- stjórnarfundum. Bæjaryfirvöldin rrnnska. Reykvikingar hafa að vísu séð nokk- ur önnur tákn þess, að bæjarstjórnar- kosningar væru að nálgast, þvi að allt í einu hafa þeir orðið varir við óvenju mikla umhyggju bæjarstjórnarinnar og borgarstjórans fyrir velferð þeirra.Und- anfarið, þegar dregið hefur að kosning- um , hófu blöð meirihlutans upp sönginn um hitaveituna, sem bæjarbúar ættu í vændum. Nú er hún komin, að vísu 5—6 sinnum dýrari en hún hefði þurft að vera, ef ekki hefði verið lögð á það að- aláherzlan að nota hana sem kosninga- beitu og að rífast um það, hverjum- það væri að kenna, að hún kom ekki fyrr. Meirihlutinn kenndi minnihlutanum og minnihlutinn meirihlutanum og I hálfan áratug var þetta sífellda rifrildi um sök- ina á drættinum á hitaveituframkvæmd- unum eina ánægjan, sem . bæjarbúar höfðu af hitaveitunni. Að þessu sinni hafa stjórnendur bæj- arins orðið að sýna áhuga sinn á öðrum sviðum. Talsverður hluti bæjarins hef- ur verið meira og minna vatnslaus allt það tímabil, sem rifizt hefur verið um hitaveituna. Nú hefur verið ákveöið að bæta úí- vatnsskortinum. Götur bæjarins hafa verið og eru að vísu enn, verstu umferðargötur, sem til eru í höfuðborg nokkurs siðmenningar- lands í heiminum. Síðustu mánuðina hefur verið tekinn heilmikill fjörsprett- ur að laga göturnar. Borgarbúar hafa að sjálfsögðu glaðzt mjög yfir þessu óvenjulega framtaki borgarstjórans, en það hefur um leið minnt þá á, að bráð- lega ættu að fara fram kosningar. Það hlaut svo sem að vera eitthvað, sem vakið hafði forráðamenn bæjarins af dvalanum. Samlíomulagið í bæjarstjórninni. En annars virðast Reykvíkingar láta sér fátt um finnast, þótt blöð flokkanna i bæjarstjórninni séu allt i einu farin að ræða bæjarmálin af miklum áhuga og deili nú hart hvorir á aðra. Allir, sem til þekkja, vita, að lítið er að marka þennan skyndilega áhuga og þessar ádeilur bæjarstjórnarflokkanna hver á annan. Þeir vita, að dagsdaglega, þegar kosningar hafa ekki verið í nánd, er áhuginn ekki nærri því svona mikill. Og að stefnumunurinn er ekki nærri eins áberandi og'virzt gæti eftir „kosn- inga“stefnuskránum, þegar frá eru tal- ir. nokkur mál, sem eru dregin fram í dagsljósið einstöku sinnum, en varla virðast þá tekin alvarlega af flutnings- mönnunum. Mörgum, sem fylgzt hafa dálítið með bæjarmálunum, finnst í rauninni ein- kennilega gott samkomulag I bæjar- stjórninni. Það ætti í sjálfu sér ekki að vera ástæða til að amast við samkomu- lagi í þessu landi sundrungarinnar. En það er ekki sama, hvaða blær er á sam- komulaginu. Almenningur orðar þetta þannig, þegar hann talar um hið góða samkomulag í bæjarstjórninni: Það er sami rassinn undir þeim öllum saman. Þeir virðast í rauninni allir sætta sig við það, að Reykjavík sé ekki aðeins sú höfuðborg, heldur yfirleitt sú borg á Norðurlöndum - og þótt víðar væri leit- að — sem verst er skipulögð og verst er stjórnað að svo að segja öllu leyti. Þetta vita og viðurkenna allir, sem einhverntíma hafa komið út fyrir p.oll- inn og eitthvað séð til samanburðar. Þetta á jafnt við hreinlæti, umferð, skipulag, útlitsfegurð sem annað. Og ekki er þetta vegna sparnaðar í manna- haldi eða öðrum rekstri bæjarins. öðru nær, öll óstjórn bæjarins kostar gífurlegt fé, sem hefur farið hækkandi með hverju ári. Algert aukastarf að stjórna bænum. Að þessu sinni verður ekki rakið, í hverju þetta ófremdarástand bæjarmál- anna liggur' En á eitt skal bent: Það vantar svo sem ekki, að ýmsir hæfileika- og gáfumenn séu eða hafi verið í bæjarstjórninni. Þar er a. m. k. helmingur af helztu stjórnmálaforingj- um flokkanna og valdamönnum þeirra, meira en þriðjungur bæjarstjórnarinnar er úr hópi helztu þingskörunga landsins. Það skyldi þó ekki vera, að hér sé ein- mitt ein af skýringunum á óstjórninni á bæjarmálunum ? Mikill hluti bæjar- fulltrúanna og það þeir, sem mesta bera ábyrgðina, hafa ekki tíma til þess að sinna bæjarmálunum eða hugsa um þau fyrir alls konar landspólitísku stússi. Borgarstjórinn sjálfur er þingmaður og varaformaður stærsta stjórnmála- flokksins og auk þess formaður stærsta stjórnmálafélagsins í bænum'. Maður skyldi halda, að borgarstjórastarfið í Reykjavík væri ærið nóg starf fyrir einn mann. Aðalmaður Alþýðuflokksins í bæjarstjórninni er þingmaður og vara- formaður þess flokks og tveir helztu leiðtogar Sósíalistaflokksins, sem báðir eru þingmenn, eru aðalmenn þess flokks í bæjarstjórninni. Allir þessir menn eru hlaðnir störfum, bæði fyrir hið opin- bera og fyrir flokk sinn, auk þess, sem þeir hafa að sýsla á vegum bæjarins. 1 stuttu máli: Stjórn bæjarins að með- talinni sjálfri borgarstjórastöðunni er algert aukastarf nokkurra helztu stjórn- málaleiðtoga landsins, manna sem fyrst og fremst ganga upp i þvi að afla flokk- um sínum fylgis á hinum pólitíska vett- vangi og líta á bæjarmálin sem frekar ómerkilegan afkima í veraldarvafstri sínu. Þetta er sennilega einsdæmi um borg- ir af svipaðri stærð og þýðingu og Reykjavík er, eins og líka stjórn þessa bæjar er með eindæmum eins og fyrr var sagt. Bæjarmál og flokkspólitík eru sitt- hvað. Það er áreiðanlega óheppilegt, að þau séu jafn samtvinnuð og nú á sér stað í Reykjavík. Þetta hljóta1 jafnvel forystumenn flokkanna að játa, en ekki þykir sennilegt, að þeir taki hinum eðli- legu afleiðingum af þeirri viðurkenningu nema þeir verði til þess neyddir. Undirritkður óskar að ger- ast áskrifandi að ÚTSÝN. (nafn) (heimilisfang) Utanáskriftin er ,,E. K.“ Auglýsingaskrifstofa, Austur- stræti 12. Pósthólf 912. 14 ÚTSÝN

x

Útsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útsýn
https://timarit.is/publication/1267

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.