Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Blaðsíða 2
Vikublað 14.–16. mars 20172 Fréttir Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 gæða SmurþjónuSta Leitin engan árangur borið Leit að Arturi Jarmoszko, sem saknað hefur verið frá því um síðustu mánaðamót, hefur enn engan árangur borið. Unnið er að málinu hjá Lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu af fullum krafti. Í því felst meðal annars að afla gagna og yfirfara þau. Áherslan hefur verið á að kortleggja ferðir Arturs en björgunarsveitarmenn gengu fjörur á mánudag. Málið er rannsakað sem mannshvarf og ekki er grunur um refsiverða háttsemi í tengsl- um við hvarf hans. Þá er ekki talið að hann hafi farið úr landi. Fjöl- skylda Arturs hefur sagt frá því í fjölmiðlum að hana gruni að eitthvað refsivert hafi átt sér stað í tengslum við hvarf hans en lög- reglan segir þær áhyggjur ekki eiga við rök að styðjast. Fjörur voru í gær gengnar við Fossvog, Kársnes og út að Álftanesi en síðustu upplýsingar úr síma Arturs – áður en slokkn- aði á honum – komu úr sendi í Kópavogi. Það var aðfaranótt 1. mars síðastliðinn. Sími Arturs hefur ekki fundist. Þá segir Guð- mundur Páll Jónsson lögreglu- fulltrúi að rannsókn á tölvu hans sé þegar hafin. Fólk er beðið um að svipast um í sínu nærumhverfi, til dæm- is í vinnuskúrum, geymslum og útihúsum. Artur, sem er 25 ára, grann- vaxinn, dökkhærður með stutt hár, 186 sentimetrar á hæð og með græn augu, er pólskur, en hefur búið á Íslandi um all- nokkurt skeið. Talið er að hann sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, bláar gallabuxur og hvíta strigaskó. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Arturs, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lög- regluna í síma 444-1000. n Lögmaður Guðmundar Spartakusar Ómarssonar segir skjólstæðing sinn viðskiptamann í Suður-Ameríku G uðmundur Spartakus Ómarsson, sem lögreglan leitaði að vegna hvarfs Frið- riks Kristjánssonar en gaf sig loksins fram við hana þrem- ur árum eftir hvarfið, rekur kalkverk- smiðju í Suður-Ameríku þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. Þetta kom fram við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður rekur mál fyrir hönd Guðmundar Spartakusar gegn fjölmiðlamannin- um Sigmundi Erni Rúnarssyni. Sig- mundur Ernir fjallaði um fréttir sem birtust í suðuramerískum fjölmiðl- um og og drógu upp óhugnanlega mynd af Guðmundi Spartakusi. DV reyndi að ræða við Vilhjálm eftir aðalmeðferðina á fimmtudag, til að spyrja nánar um kalkverk- smiðju Guðmundar, en Vilhjálmur vildi ekki svara spurningum blaða- manns. Tilraun til að þagga niður málið? Þess má geta að Friðrik Kristjánsson hefur verið saknað frá árinu 2013. Nú eru því liðin tæp fjögur ár síðan síðast heyrðist frá honum. Þá var hann staddur í Brasilíu á leið yfir landamærin til Paragvæ. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmað- ur Sigmundar Ernis, sagði við að- almeðferð málsins að Guðmundur Sparta kus hafi ekki gert annað en að forðast lögreglu, aldrei tjáð sig opin- berlega um málið eða haft samband á einhverjum tímapunkti við lög- regluna meðan á leitinni að Friðriki stóð, þrátt fyrir að augljóst væri að lögreglan væri að reyna að ná tali af honum vegna hvarfsins. Það eina sem komið hafi frá Guð- mundi Spartakusi væru hótanir um stefnur sem beint væri gegn íslensk- um fjölmiðlamönnum og væru ekk- ert annað en tilraun til þess að þagga málið niður í fjölmiðlum, bæði um mannshvarfið og kalkverksmiðju hans í Suður-Ameríku. Segir engan hafa reynt að tala við Guðmund Vilhjálmur sagði það ekki rétt að Guðmundar Spartakusar hefði verið leitað, þrátt fyrir að um það hafi ver- ið skrifaðar fréttir, og hélt því fram við aðalmeðferð málsins að enginn hafi reynt að ná tali af honum vegna hvarfs Friðriks Kristjánssonar og enginn hafi reynt að ná í fjölskyldu hans til þess að koma áfram skila- boðum. Þá sé Guðmundur Spar- takus með Facebook-síðu og sömu sögu sé að segja af henni. Það þótti lögmanni Sigmund- ar Ernis mjög óvenjulegt þar sem skrifað hafi verið um hvarf Frið- riks allt frá árinu 2013. Í tæp fjög- ur ár hafi skjólstæðingur Vilhjálms ekki gefið sig fram en þess í stað ákveðið að ráðast á íslenska fjöl- miðla þar sem þeir væru auðveld skotmörk. Þá greindi lögmaður Sig- mundar Ernis einnig frá því að ekki væri verið að höfða neitt dómsmál í Suður-Ameríku gegn miðlinum ABC Color en hann er fyrsti mið- illinn sem birti fréttir þess efnis að Guðmundur Spartakus væri valda- mikill eiturlyfja smyglari þar í landi. Vilhjálmur vildi þó meina að slík málshöfðun væri í undirbúningi. Vildi fá fram lögregluskýrslur Þetta er ekki fyrsta og ekki síðasta dómsmálið sem rekið verður hér á landi í nafni Guðmundar Spar- takusar Ómarssonar. Hann hefur stefnt nokkrum fjölda blaðamanna og farið fram á peningagreiðslur og afsökunarbeiðnir. Fram hefur komið að fyrstu sam- skipti Guðmundar Spartakusar við íslenskt lögregluyfirvöld, vegna hvarfs Friðriks, hafi verið tæpum fjórum árum eftir hvarf hans. Gunn- ar Ingi hvatti Vilhjálm fyrir dómi á fimmtudag, til að leggja fram þær lögregluskýrslur, fyrir hönd Guð- mundar Spartakusar, sem til væru um málið en þeirri beiðni var hafn- að. Dómur verður kveðinn upp í málinu innan fjögurra vikna. n SpartakuS Sagður reka kalkverk- Smiðju í paragvæ: FriðrikS enn leitað Guðmundur Spartakus Rekur að sögn verksmiðju í Suður-Ameríku. Atli Már Gylfason atli@dv.is Týndur Friðriks hefur verið saknað frá árinu 2013. Lögmaður Vilhjálmur Vilhjálmsson er verjandi Guðmundar. Greiddi 667 þúsund í tryggingu Í slenskur karlmaður á fertugs- aldri, fyrrverandi forstjóri og þekktur maður í heimi viðskipta á Íslandi, var á fimmtudag hand- tekinn af lögreglunni Austin í Texas, fyrir að beita fjölskyldumeðlim of- beldi. Lögregla handtók manninn um miðja nótt, klukkan 02.15 að staðar- tíma. Var hann færður á lögreglu- stöð og skoðaður þar af heilbrigðis- starfsmanni. Meint brot hans voru færð til bókar klukkan 03.32, sam- kvæmt upplýsingum sem DV bárust frá lögreglunni í Austin. Maðurinn var handtekinn fyrir líkamsárás og fluttur í Travis County Jail í Texas og var í haldi þar til klukkan 16.47 á föstudag. Honum var gert að greiða sex þúsund dollara í tryggingarfé, eða um 667 þúsund krónur, en sætir að líkindum farbanni. Hann getur þó óskað eftir leyfi til að ferðast. Maðurinn hefur ekki hlotið refsi- dóm, svo DV sé kunnugt um. n Handtekinn í Texas vegna heimilisofbeldis Fangamynd Maðurinn er 39 ára gamall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.