Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Blaðsíða 10
Vikublað 14.–16. mars 201710 Fréttir Rukkaður um þrefalt hærri tryggingu hjá TM n Bifreiðartrygging kostaði tæplega hálfa milljón n TM segir fötlun engin áhrif hafa á iðgjöld Þ að greiðir enginn svona hátt gjald. Ég er þess alveg fullviss,“ segir Eggert Þór Sveinbjörnsson í samtali við DV. Iðgjald fyrir bíla- tryggingu og kaskó hjá trygginga- félaginu TM reyndist þrefalt hærra en hjá samkeppnisaðila samkvæmt tryggingarskírteini sem DV hefur undir höndum. Sonur Eggerts, Svein- björn Benedikt, hefur að sögn tryggt hjá TM undanfarin ár en hætti í við- skiptum síðastliðið haust vegna svimandi hás iðgjalds. Sveinbjörn, sem er 23 ára, er spastískur, flogaveikur og fjölfatlað- ur. Hann á bíl sem hann notast við til að komast á milli staða en Mos- fellsbær annast akstur- inn, enda hefur Svein- björn ekki ökuréttindi. Bifreiðin er sérútbúin til að mæta þörfum Svein- björns sem notast við rafmagnshjólastól. TM hafnar því alfarið að fötl- un viðskiptavina hafi áhrif á fjárhæð iðgjalda. Hefur þröng fjárráð Eggert segir að þar sem Sveinbjörn sé öryrki hafi hann mjög þröng fjár- ráð. Hann geti engan veginn staðið undir bifreiðatryggingu fyr- ir tæplega hálfa milljón króna. Eggert segir við DV að sonur hans hafi fengið bifreiðina afhenta skömmu fyrir síðustu verslunar- mannahelgi. Vátryggingartímabilið í vátryggingarskírteini TM kveður á um að tryggingartímabilið sé frá 22. júlí 2016 til 30. júní 2017. Hann tek- ur fram að hann hafi ekki fylgst með gangi þess máls fyrr en forstöðu- maður sambýlisins, sem Svein- björn býr á, hafði samband við hann. Þá hafði komið í ljós að tryggingin var fallin úr gildi vegna gjaldfallins reiknings. Eggert segir að hann hafi brugð- ist við með því að greiða 100 þúsund krónur inn á trygginguna þannig að hún tæki gildi. „Ég borgaði þeim 100 þúsund krónur því þeir ætluðu að laga hana til,“ segir hann. Skömmu síðar hafi hann fengið símtal frá for- stöðumanninum vegna reiknings í heimabanka Sveinbjörns, upp á um 40 þúsund krónur. Sú upphæð hafi verið greidd og taldi Eggert að um lokagreiðslu væri að ræða. Nokkru síðar hafi annar reikningur borist og með hafi fylgt greiðsluyfirlit fyrir tryggingarárið. Þá hafi hann ákveðið að grípa í taumana. Segist engar skýringar fá Hann segir að þrátt fyrir kröftug mótmæli hafi TM ekki talið sig geta lækkað gjaldið, sem hann segir að sé fjarstæðukennt. Hann fái engar haldbærar skýringar á þessari háu fjárhæð og sýnir blaðamanni stað- festingu frá TM um að sonur hans sé tjónlaus á þeim tíma sem hann hafi tryggt hjá TM, undanfarin þrjú ár. Eggert sagði að sögn upp tryggingunni hjá TM í lok septem- ber og óskaði eftir tilboðum í bíla- tryggingu, fyrir hönd sonar síns, frá VÍS og Sjóvá. Hann gekk að tilboði VÍS sem hljóðaði upp á um 143 þús- und krónur fyrir ábyrgðartryggingu, framrúðu- og kaskótryggingu. Tilboð frá Sjóvá hljóðaði upp á 191 þúsund krónur með tryggingu sem kallast fjölskylduvernd. Hann fór þess á leit við TM að fá hluta þeirrar upphæðar sem greidd hafi verið endurgreidda, miðað við dæmigert iðgjald. „Ég talaði við þá í nóvember og vildi að strákurinn fengi mismuninn greidd- an til baka – ekki miðað við svona gjald sem er algjörlega út úr korti.“ Hann segir að honum hafi ekki orðið ágengt í þeim efnum. Eggert segir að gjaldið fyrir tryggingu á fyrri bíl Sveinbjörns hafi verið eðlilegt – ekkert í líkingu við þetta – og hann segist ekki skilja þessa verðlagningu. Hann tekur fram að flestir þeir sem hann hafi rætt við hjá TM hafi verið ákaflega viðræðu- góðir. Þar á meðal Kjartan fram- kvæmdastjóri. En engu að síður skilji hann ekki hvernig á þessu standi. „Sonur minn er sakleysingi sem hefur aldrei gert nokkrum manni nokkurn skapaðan hlut. Hann er flekklaus á allan hátt og með allt sitt á hreinu. Mér finnst þetta algjörlega ólíðandi.“ Hann bætir við að tryggingin hjá TM hafi vissulega markað ákveðin tíma- mót, eins og fyrirtækið auglýsi, þó á annan hátt en þeir leggi upp með. Eggert segist verða að kyngja því ef þetta sé gjald sem þeir leggja al- mennt á ungt fólk, en hann trúi því ekki að óreyndu. „Ég get ekki annað en varað fólk við að skipta við TM ef þetta er svona. Ég næ þessu ekki.“ Aldur og áhætta Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóri TM, segir við DV að félaginu sé mjög þröngur stakkur sniðinn þegar komi að umræðu um einstök mál, við aðra en þá sem þar eiga í hlut. Það má taka fram að Sveinbjörn er sjálfráða. „Hins vegar er það þannig að afsláttar kjör og áhættumat félags- ins er háð ýmsum forsendum á borð við aldur, fjölskyldusamsetningu, umfang viðskipta, viðskiptalengd, skilvísi, verðmæti hins vátryggða og tjónasögu. Almennt er það því sam- spil þessara þátta sem stýrir iðgjöld- um í báðar áttir, hvort heldur til hækkunar eða lækkunar.“ Hann segir að ekki sé lagt sérstakt álag á iðgjöld ungmenna hjá TM. „Það er hins vegar stefna félagsins að viðskiptavinir greiði iðgjöld í samræmi við áhættu og þegar kemur að ökutækjum er mjög sterk fylgni milli aldurs og tjónatíðni. Af þeim sökum eru iðgjöld yngri ökumanna í mörgum tilfellum hærri en þeirra sem reyndari eru.“ Þá áréttar hann að fötlun einstaklinga hafi engin áhrif á fjárhæð iðgjalda. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Sonur minn er sak- leysingi sem hefur aldrei gert nokkrum manni nokkurn skapaðan hlut. Þarfur þjónn Sveinbjörn notast við rafmagnshjólastól og bíllinn er lykillinn að ferðafrelsi hans. Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af íþróttagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Sportgleraugu Red Bull sólgleraugu kr. 14.950,- Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.