Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2017, Side 30
Vikublað 14.–16. mars 201726 Fólk Svala flaug í Eurovision n Sigraði með yfirburðum í Söngvakeppni sjónvarpsins n Daði Freyr heillaði S vala Björgvinsdóttir kom, sá og sigraði í úrslitum Söngva- keppni sjónvarpsins, sem fram fór í Laugardalshöll á laugardagskvöldið. Svala bar sigur úr býtum með nokkrum yfir- burðum en hún hlaut 63 prósent at- kvæða í úrslitaeinvíginu sem stóð á milli hennar og Daða Freys Péturs- sonar og Gagnamagnsins. Svala verður því fulltrúi Íslands í Eurovision þetta árið en lag hennar, Paper, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Myndböndin af flutningi lagsins hafa verið spiluð tugþúsunda sinnum á Youtube. n Daði og gagnamagnið Daði Freyr Pétursson, sá hávaxni, heillaði þjóðina með látlausri framkomu en hann fór alla leið í tveggja laga úrslit á laugdardag. Fer í Eurovision Svala Björgvinsdóttir var sigurvegari kvöldsins. StjörnufanS á frumSýningu n Húsið sett upp í fyrsta sinn n Einvala lið leikara á Stóra sviðinu H úsið, leikverk eftir Guðmund Steinsson, var frumsýnt á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á föstudag. Um er að ræða frumupp- færslu verksins sem fjallar um vel stæð hjón, Pál og Ingu, sem flytja inn í nýtt og glæsilegt einbýlis hús. „Hjónin njóta þess að sýna vin- um sínum nýja heimilið, en smám saman kemur í ljós að í húsinu stóra ráða ókennileg öfl sem þau mega sín lítils gegn. Fjarlægðin milli foreldranna og barnanna eykst, óboðnir gestir gera vart við sig og heimilið virðist vera varnar- laust,“ segir lýsingu á vef Þjóðleik- hússins. Það er Benedikt Erlingsson sem leikstýrir Húsinu en á meðal leikara eru Guðjón Davíð Karlsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Kristbjörg Keld, Stefán Hallur Stefánsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Á frumsýningar- kvöldinu var margt góðra gesta, eins og sjá má á myndunum. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Hjón Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur.Fjögur frækin Vigdís Finnbogadóttir, Sveinn Einarsson, Gísli Alfreðsson og Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Brosmild á frumsýningu Nína Dögg Filippusdóttir, Ari Matthíasson og Harpa Arnardóttir. Falleg fjölskylda Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Stefán Karl Stefánsson ásamt dætr- um sínum og föður Steinunnar, Þorsteini Þorsteinssyni.Sæl saman Karl Ágúst Úlfsson og Ágústa Skúladóttir. Í heimsins besta starfi? Mikið mæðir á Felix Bergssyni þessa dagana í kringum Eurovision-fárið. Hann var á sínum stað í beinni útsendingu RÚV á laugar- daginn þar sem hann fræddi áhorfendur um keppinautana sem Svala Björgvinsdóttir, fulltrúi Ís- lands, þarf að berjast við með pappírinn að vopni. Klukkan 6.20 að morgni sunnudags hélt Felix síðan út til Kiev, höfuðborgar Úkraínu, þar sem úrslitakeppnin fer fram dagana 9.–13. maí. Þar var Felix viðstaddur undirbún- ingsfund fararstjóra þátttöku- þjóðanna enda í mörg horn að líta. „Ef þú ert ekki í besta starfi í heimi,“ sagði vinkona kappans á Facebook-síðu hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.