Fréttablaðið - 13.11.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.11.2017, Blaðsíða 2
Veður Suðvestan 8-15 og skúrir á morgun, en él annað kvöld. Hægari vindur og bjartviðri norð- austan- og austanlands. sjá síðu 18 Rafvirkjar LED rakaþétt ljós www.olafsson.is Endursöluaðilar um land allt Snjöll lýsing! OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið að þínum þörfum með Appi Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 olafsson.is Bólstaðarhlíðarmenn sungu fyrir fjórar milljónir Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps er kór Íslands árið 2017. Kórinn stóð uppi sem sigurvegari eftir símakosningu í gærkvöld í úrslitaþætti skemmti- þáttarins sem var á dagskrá Stöðvar 2. Kórinn úr Bólstaðarhlíð fékk fjórar milljónir króna að launum fyrir sigurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÞÓR samgöngur Mikil gleði ríkti í Fjarðabyggð um helgina þar sem ný göng milli Norðfjarðar og Eskifjarð- ar voru opnuð formlega á laugardag. Íbúar og gestir fjölmenntu til að vera viðstaddir opnunina þar sem Jón Gunnarsson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri klipptu á borða Eskifjarðar- megin við göngin með aðstoð Önnu Hallgrímsdóttur sem er eitt hundr- að ára og Stefáns Þorleifssonar sem er 101 árs og var fyrstur til að aka í gegn. – gar Óblandin ánægja með nýju göngin Anna Hallgrímsdóttir og Stefán Þorleifsson fremst í flokki. MyND/G. PÉTuR KÓPaVOgur Hjón í Kópavogi eru þreytt á hávaða sem berst inn til þeirra frá umferðaræð í bænum. Samskipti við bæinn hafa litlu skilað. „Við fluttum hérna inn síðasta sumar og höfum staðið í þessu stappi síðan þá,“ segir Sandra Árna- dóttir, íbúi í Vallhólma í Kópavogi. Hún og Jónas, maðurinn hennar, fluttu í húsið úr póstnúmeri 203 ásamt tveimur ungum sonum sínum, fjögurra og sex ára. Íbúðin á nýja staðnum hefur hins vegar ekki reynst jafn skemmtileg og þau vonuðust til. Við garð þeirra liggur Nýbýlavegur en talsverð umferð er um götuna á degi hverj- um. Hjónin segja að mikill hávaði berist í húsið þeirra frá götunni og hafa kallað eftir því að lokið yrði við gerð hljóðmanar við garð þeirra. „Skömmu eftir að við fluttum fór ég á fund á skrifstofu bæjarins. Eftir það kom hingað maður og mældi háv ðann frá götunni og komst að því að hér væri allt í lagi. Mælingin var hins vegar gerð á neðri hæðinni hjá okkur, sem er aðeins notuð sem bílskúr og sjónvarpsherbergi, en ekki af þeirri efri þar sem við höf- umst við,“ segir Sandra. Í kjölfarið hafi þau sent bæjar- yfirvöldum ítrekuð bréf. Þegar þeim hefur verið svarað hefur svarið verið á þá leið að ekki standi til að gera neitt í málinu. „Nágrannar okkar hér í næstu húsum sögðu okkur bara að sleppa þessu. Þetta væri ekki til neins. Þau hafi reynt í fjölmörg ár að fá bæinn til að gera eitthvað í málinu,“ segir Sandra. Sandra segir málið ekki aðeins snúast um hljóðvist í húsi sínu heldur einnig öryggi sona sinna. Hún geti ekki leyft þeim að leika sér í garðinum hjá sér meðan aðbún- aður sé eins og hann er nema undir stöðugu eftirlit. Þeir geti auðveld- lega komist út á Nýbýlaveg meðan ástandið sé eins og það er. „Það eru ekki aðeins við sem erum hætt að nota garðinn. Nágrannar okkar gera það varla enda varla líft hérna þegar umferðin er sem mest,“ segir Sandra. „Það er búið að hækka hljóðmönina hérna í kringum flest hús nema okkar og nokkur hér við hlið okkar. Okkur líður eins og annars flokks íbúum.“ johannoli@frettabladid.is Eins og annars flokks í hávaða frá Nýbýlavegi Íbúi í götu við Nýbýlaveg leggur ekki í að leyfa sonunum að leika sér úti í garði vegna hættu á að þeir komist út á götuna. Hávaði frá götunni er einnig að æra þau. Nágrannar nota ekki garða sína af sömu sökum. Bærinn hyggst ekkert gera. Hjónin Sandra og Jónas eru úrkula vonar um að bærinn grípi til ráðstafana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN íraK Minnst sex létust í smábæ í Íran þegar jarðskjálfti, rúmir 7,2 að styrk, reið yfir á landamærum Írans og Íraks í gærkvöld. Upptök skjálft- ans voru nærri Penjwin, rúma 350 kílómetra norður af Bagdad, höfuð- borg Íraks. Samkvæmt fyrstu fregnum týndi enginn lífi í Írak eftir skjálftann. Hús í minnst átta bæjum og þorpum í Írak skemmdust hins vegar. Þar létust sex og fjöldi slasaðist. Skjálftinn fannst vel í Bagdad og nærliggjandi borgum og bæjum. Almannavarnir landsins hafa ráð- lagt fólki að nota ekki lyftur og reyna að halda sig fjarri byggingum sé þess kostur. Óttast er að eftir- skjálftar geti riðið yfir. Þá fannst skjálftinn einnig í Teheran, höfuðborg Íran, og eru sams konar viðvaranir í gildi þar í landi. – jóe Jarðskjálfti skók Íraka og Írani Nágrannar okkar hér í næstu húsum sögðu okkur bara að sleppa þessu. Þetta væri ekki til neins. Þau hafi reynt í fjölmörg ár að fá bæinn til að gera eitthvað í málinu. Sandra Árnadóttir, íbúí við Vallhólma 1 3 . n Ó V e m b e r 2 0 1 7 m á n u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 1 3 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 2 -3 3 7 C 1 E 3 2 -3 2 4 0 1 E 3 2 -3 1 0 4 1 E 3 2 -2 F C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.