Fréttablaðið - 13.11.2017, Blaðsíða 6
Reykjavík „Það er forgangsmál hjá
okkur að bæta vinnuumhverfið í
leikskólaumhverfinu. Við teljum að
það eigi að vera í algjörum forgangi
og öll önnur stefnumótun þurfi að
taka mið af því markmiði að við
viljum minnka álag, bæta vinnu-
skilyrði starfsfólks og bæta liðs-
andann. Við teljum að sameiningar
séu ekki gott innlegg inn í það við
þessar aðstæður. Þess vegna viljum
við taka allt slíkt af dagskrá,“ segir
Skúli Helgason, formaður skóla- og
fræðsluráðs Reykjavíkurborgar.
Áformum um sameiningar leik-
skóla í Rimahverfi í Grafarvogi
hefur verið slegið á frest. Tillaga var
samþykkt á fundi skóla- og fræðslu-
ráðs um að ráðast ekki í sameining-
ar við núverandi aðstæður.
Kjartan Magnússon, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, lagði til
að fundinum að horfið yrði alfarið
frá fyrirliggjandi tillögum um sam-
einingu leikskóla i Reykjavík. Þess
í stað verði reynsla metin af þeim
leikskólasameiningum sem hafa átt
sér stað í borginni frá árinu 2011.
Sjálfstæðismenn vilja að úttekt
verði gerð á málinu og metið hvaða
áhrif sameiningarnar hafa haft á
faglegt starf og starfsmannahald í
þeim skólum sem þær náðu til.
Tillaga Kjartans var ekki afgreidd
og við það er hann afar ósáttur.
„Ég held að það sé bara verið
að fresta þessu við núverandi
aðstæður af því að það eru að koma
kosningar. Ég held að þau hafi
fullan hug á að gera þetta en vilji
bara bíða fram yfir kosningar með
það,“ segir Kjartan við Fréttablaðið.
Hann segir að eðlilegra hefði verið
að sín tillaga hefði verið tekin fyrir
fyrst þar sem hún gekk lengra.
„Almenn fundarsköp fela í sér að
sú tillaga sem gengur lengst sé tekin
fyrir fyrst, þannig að ef hún er felld
geti sá sem þá tillögu flytur stutt þá
tillögu sem gengur skemur,“ segir
Kjartan.
Hjá Reykjavíkurborg hefur verið
unnið eftir því verklagi að þegar
leikskólastjóri lætur af störfum,
yfirleitt út af aldri, þá hafi menn
skoðað möguleika á sameiningu
leikskóla. Hins vegar hefur engin
pólitísk stefna verið mótuð varð-
andi þetta.
„Við vildum draga hreina línu í
sandinn og hafa alveg á hreinu að
sameiningarmálin eru til skemmri
tíma ekki hjálpleg til að draga úr
álagi, heldur þvert á móti. Það
fylgir því alltaf álag að gera skipu-
lagsbreytingar. Stundum er þetta
eitthvað sem menn verða að gera
til að hagræða en sem betur fer er
fjárhagur borgarinnar það góður að
það er ekki knýjandi þörf á svona
aðgerðum,“ segir Skúli.
jonhakon@frettabladid.is
Við teljum að það
eigi að vera í al-
gjörum forgangi og öll önnur
stefnumótun þurfi að taka
mið af því markmiði að við
viljum minnka álag, bæta
vinnuskilyrði starfsfólks og
bæta liðsandann
Skúli Helgason,
formaður skóla-
og fræðsluráðs
Reykjavíkur
ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU!
Bólgueyðandi og verkjastillandi
munnsogstafla við særindum í hálsi
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta
leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Strefen-5x10-apotekarinn.indd 1 14/09/2017 09:46
Sameiningaráform á ís vegna manneklu
Áformum um sameiningu leikskóla í Reykjavík er slegið á frest. Meirihluti skóla- og fræðsluráðs vill leggja sitt af mörkum til að draga úr
álagi á leikskólum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óttast að meirihlutinn sé einungis að fresta málinu fram yfir kosningar næsta vor.
Fögnuðu með óeirðum
Karlalandslið Marokkó í knattspyrnu tryggði sér um helgina farseðil á heimsmeistaramótið sem fram fer í Rússlandi á næsta ári. Tuttugu ár eru
liðin síðan landið komst síðast í lokakeppnina. Marokkómenn um heim allan fögnuðu mjög og full mikið jafnvel að mati sumra. Til átaka kom milli
lögreglu í Brussel og Marokkómanna þegar þeir síðarnefndu vildu ekki róa sig. Kveikt var í bílum og 22 slösuðust í ólátunum. NORDIC PHOTOS/GETTY
umhveRfismál Umhverfis- og náttúr-
verndarnefnd Skaftárhrepps vísar til
ákvæðis í náttúrverndarlögum um
að Skaftáreldahraun skuli verndað
sem hraun frá nútíma í umsögn til
Skipulagsstofnunar vegna virkjunar
í Hverfisfljóti.
„Einnig njóta sérstakrar verndar
fossar og nánasta umhverfi þeirra að
því leyti að sýn að þeim spillist ekki,“
er vitnað í lögin. Mæltist nefndin til
þess að „á áhrifasvæði virkjunarfram-
kvæmda verði forðast að spilla ofan-
greindum náttúrufyrirbærum eins og
kostur er“.
Einn nefndarmanna sat hjá. „Áin
rennur við stærstu hraunbreiðu sem
runnið hefur á sögulegum tíma sem
er merkileg bæði vegna stærðarinnar,
þess að gosið hafði gríðarleg áhrif
á veðurfar á öllu norðurhveli jarðar
og þeirra merku samtímaheimilda
sem til eru um framgang gossins,“
bókaði Jóna Björk Jónsdóttir. „Virkj-
unin hefur mikil neikvæð áhrif á ein-
stakt svæði og jarðminjar sem njóta
verndar náttúruverndarlaga auk þess
sem hún skerðir stór svæði víðernis
með óafturkræfum hætti.“
Umhverfisráðuneytið hefur hnekkt
ákvörðun Skipulagsstofnunar um að
virkjunin í Hverfisfljóti þurfi ekki í
mat á umhverfisáhrifum. – gar
Sýni gát við
Hverfisfljót
9,3
megavatta virkjun er
áformuð í Hverfisfljót
1 3 . n ó v e m b e R 2 0 1 7 m á n u D a G u R6 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð
1
3
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
2
-5
A
F
C
1
E
3
2
-5
9
C
0
1
E
3
2
-5
8
8
4
1
E
3
2
-5
7
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K