Fréttablaðið - 13.11.2017, Blaðsíða 36
Ástkær faðir minn,
sonur okkar, bróðir og mágur,
Ágúst Freyr Martin
lést 27.október. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey. Ástvinir þakka auðsýnda
samúð og vinarhug. Þeim sem vilja
minnast Ágústar er bent á styrktarreikning
fyrir dóttur hans. Klara Líf Martin 515-14-350748,
IBAN-númer IS250515143507480102556009.
Klara Líf Martin
Maria Irena Martin Stefán Víðir Martin
Atli Jarl Martin
Áslaug Dögg Martin Pétur Hreiðar Sigurjónsson
Agnes Helga Martin
og aðrir vandamenn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Margrét Snorradóttir
Þykkvabæ 14,
lést laugardaginn 4. nóvember 2017.
Útför hennar fer fram í dag, mánudag, frá
Árbæjarkirkju klukkan 15.
Jón Magngeirsson
Reynir Jónsson Þorgerður Ernudóttir
Birgir Jónsson Elsa Óskarsdóttir
Birna Jónsdóttir Sigfús Ásgeir Kárason
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Steinarr Guðjónsson
bókaútgefandi,
Hvassaleiti 56,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
í Reykjavík laugardaginn 4. nóvember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á góðgerðarfélög.
Elsa Pétursdóttir
Björg Steinarsdóttir Gísli Viðar Guðlaugsson
Rakel Steinarsdóttir
Bryndís Steinarsdóttir Hermann Hermannsson
Sigurbjörn Magnússon
barnabörn og barnabarnabarn.
1742 Det Konglige Danske Videnskabernes Selskab, eða
hið Konungalega danska vísindafélag er stofnað.
1939 Þýska flutningaskipið Parana sekkur úti fyrir strönd-
um Patreksfjarðar.
1947 Þróun AK-47 hríðskotariffilsins lýkur í Sovétríkjunum.
1973 Lausn næst í landhelgisdeilunni við Bretland.
1994 Meirihluti Svía kýs með inngöngu í Evrópusambandið
í þjóðaratkvæðagreiðslu.
2013 Skýjakljúfurinn One WTC opnar dyr sínar á staðnum
þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York. Turninn er 72
hæðir.
2015 Ódæðismenn myrða 130 manns og særa hátt í 400 í
hryðjuverkaárásum í París, þar á meðal á tónleikastaðnum
Bataclan.
Merkisatburðir
Ég ætla bara að vera heima og vonast til þess að fjölskyldan líti aðeins við. Ég ætla ekkert að gera úr þessu afmæli. Ég er búin að halda upp á sex-tugsafmælið og sjötugsaf-
mælið,“ segir Sigurlína Davíðsdóttir,
prófessor emerita, við Háskóla Íslands.
Hún er 75 ára í dag
Sigurlína á gríðarlega stóra fjölskyldu.
Börnin eru fimm og svo eru það barna-
börnin og barnabarnabörnin. Stórfjöl-
skyldan er líka fjölmenn. Þannig að ekki
er ólíklegt að það verði gestagangur á
heimili hennar í dag.
Sigurlína segir að það hafi verið mjög
gaman að halda upp á sextugsafmælið
og líka sjötugsafmælið. „Ég hélt veislu
og bauð öllu samstarfsfólki og fjölskyld-
unni og vinunum og öllu.“
Sigurlína byrjaði að kenna við félags-
vísindadeild árið 1995 og árið 2008 færði
hún sig yfir á menntavísindasvið við
sameiningu Háskóla Íslands og Kenn-
araháskólans.
„Ég á góðar minningar úr háskólanum.
Mér fannst gaman að vinna þar. Ég vann
með óskaplega góðu fólki og mér finnst
skemmtilegt kenna og sinna ungu fólki,“
segir Sigurlína sem kveður sér ekki lítast
á það hvernig búið er að skólakerfinu.
„Það þarf að gera byltingu þar. Það
þarf virkilega að gera betur. Ég þekki
best háskólastigið og það er algjör-
lega sorglegt hvernig búið er að því. En
auðvitað er það ekki betra á neðri stig-
unum,“ segir Sigurlína.
Sigurlína hætti að starfa við Háskóla
Íslands þegar hún varð sjötug árið 2012.
„En ég hef enn þá puttana í ýmsum
verkefnum. Ég hef enn einhverja starfs-
orku til þess að gera það sem mér þykir
skemmtilegt. Ég sérhæfði mig í mats-
fræðum, að meta ýmiss konar þjónustu
og það er enn þá þörf fyrir það,“ segir
Sigurlína Davíðsdóttir
jonhakon@frettabladid.is
Skemmtilegt að vinna
með ungu fólki í háskóla
Sigurlína Davíðsdóttir prófessor emerita er 75 ára í dag. Kenndi háskólafólki í sautján ár.
Á góðar minningar frá háskólanum. Sigurlína segir að gera verði miklu meiri til að bæta
aðstöðuna í skólanum. Hún vonast eftir fjölskyldan líti í heimsókn á afmælisdaginn.
Sigurlína Davíðsdóttir segir að það hafi verið óskaplega gaman að kenna í háskólanum með ungu fólki. FréttaBLaðið/Ernir
En ég hef enn þá putt-
ana í ýmsum verk-
efnum. Ég hef enn þá einhverja
starfsorku til þess að gera það
sem mér þykir skemmtilegt.
Sigurlína Davíðsdóttir, prófessor emerita
Aðfaranótt 13. nóvember fyrir 47 árum
gekk fellibylurinn Bhola yfir austurhluta
Pakistans og vesturhluta Indlands. Í dag
er svæðið kennt við Bangladess.
Bhola er einn öflugasti fellibylur
sögunnar. Vindhraði hans mældist á
köflum 240 kílómetrar á klukkustund
en honum fylgdu jafnframt gríðarleg
sjávarflóð sem léku Ganges-óseyrarnar
grátt.
Fellibylurinn skildi eftir sig slóð
eyðileggingar. Samgöngur fóru víða úr
skorðum og í fyrstu var algjörlega óljóst
hversu margir hefðu fallið í hörmung-
unum. Nú liggur fyrir að um 500 þúsund
manns fórust.
Bhola-fellibylurinn og afleiðingar
hans vöktu heimsathygli og neyðar-
gögn streymdu til Pakistans. Á meðal
þeirra sem tóku þátt í hjálparstarfinu
var Indland en þarlend yfirvöld ákváðu
að senda nauðsynjar til Pakistans
í stórum stíl, þrátt fyrir að það hafi
andað köldu milli landanna á þessum
tíma.
Til að koma í veg fyrir að slíkt gerðist
aftur voru innviðir stórefldir í Pakistan.
Liðsmenn Rauða krossins fengu sér-
staka þjálfun í að takast á við hamfarir
sem þessar og yfir 200 neyðarskýli
voru reist. Jafnframt voru veðurathug-
unarkerfi betrumbætt.
Árið 1991 gekk annar öflugur felli-
bylur yfir Pakistan. Rúmlega hundrað
þúsund fórust í veðurofsanum. – khn
Þ Etta g E r ð i St : 1 3 . n óv E M B E r 1 9 7 0
Bhola-fellibylurinn gengur yfir Pakistan
1 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
tímamót
1
3
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
3
2
-3
8
6
C
1
E
3
2
-3
7
3
0
1
E
3
2
-3
5
F
4
1
E
3
2
-3
4
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K