Fréttablaðið - 28.01.2017, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 28.01.2017, Qupperneq 2
Það er loftræstikerfi í húsinu en það er spurning hvort þetta sé rétt tengt. Charin Thaiprasert, eigandi Noodle Station Veður Áfram norðlæg átt í dag og kalt í veðri með dálitlum éljum norðan- lands, en bjart syðra. Þykknar upp vestan til og hlýnar heldur þar. sjá síðu 18 Það var kalt en fallegt í Vatnsmýrinni í gær. Það má reikna með að áfram verði kalt. Búist er við hægri, austlægri átt í dag og frosti á bilinu 3 til 8 gráður í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að á morgun verði hitinn víða kominn upp fyrir frostmark og svo verði fram að helgi. Fréttablaðið/Eyþór Rafvirkjar Kerfisloftalampar www.olafsson.is Endursöluaðilar um land allt Snjöll lýsing! OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið að þínum þörfum með Appi Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 olafsson.is samfélag „Vandamálið er lyktin. Þó mér finnist núðlur mjög góðar er ég ekki viss um að kúnnar sem borga fullt af peningum fyrir að koma til Íslands séu hrifnir af að hafa þessa lykt yfir sér,“ segir Jón Fannar Karls- son Taylor, eigandi Caze Reykja- vík Central Luxury Apartments, á Laugavegi 103. Hann segir afgerandi lykt sem leggur frá taílenska veitinga- staðnum Noodle Station á jarðhæð hússins koma niður á gistiþjónust- unni sem rekin er í íbúðunum fyrir ofan. Viðskiptavinir hans kvarti yfir þessu og það komi niður á einkunna- gjöf á netinu. Eigandi Noodle Station telur að loftræstikerfi hússins virki ekki sem skyldi. Jón Fannar er með íbúðir til útleigu á annarri hæð hússins, þar af eina beint fyrir ofan Noodle Station, og segir að lyktin valdi gestum óþæg- indum. „Í logni og kulda eins og nú er, þá er eins og maður sé staddur inni á veitingastaðnum og þetta hefur veruleg áhrif á gesti mína. Ég hef fengið töluvert af kvörtunum yfir því hversu sterk lyktin er, bæði á stiga- ganginum og í íbúðunum.“ Jón Fannar segir að hvorki opnun staðarins né uppsetning á skilti veit- ingastaðarins utan á húsið hafi verið borin undir húsfélagið og kvartanir eigenda hafi engu skilað. Að sögn Jóns Fannars eru fimm- tán íbúðir í húsinu fyrir ofan veit- ingastaðinn og nær allar í útleigu til ferðamanna. „Þetta hefur áhrif á alla. Við erum til dæmis skráð á booking.com og þetta hefur áhrif á einkunnirnar sem við fáum og þá viðskipti okkar í framtíðinni.“ Charin Thaiprasert, eigandi Noodle Station, segir að grunur leiki á að loftræstingin í byggingunni virki ekki sem skyldi. „Ég er búinn að tala við Reykja- víkurborg um að fá teikningar af hús- inu til að sjá hvar þessar lagnir eru og hvort loftræstikerfið sé að virka eins og það á að gera. Það er loftræstikerfi í húsinu en það er spurning hvort þetta sé rétt tengt.“ Charin segir að á Noodle Station finnist einnig matarlykt frá öðrum eldhúsum í byggingunni. „Við finn- um lyktina í hádeginu frá hótelinu yfir til okkar, við viljum það ekki heldur. Þetta er bara eitthvað sem þarf að skoða.“ mikael@frettabladid.is Nágrannar ósáttir við afgerandi núðlulykt Nágrannar Noodle Station við Laugaveg 103 eru ósáttir við lyktarmengun frá veitingastaðnum. Íbúðir fyrir ofan staðinn eru leigðar út til ferðamanna sem kvarta. Eiganda Noodle Station grunar að loftræstikerfið virki ekki sem skyldi. Noodle Station var opnað á laugavegi 103 fyrir um ári. Eigendur íbúðanna fyrir ofan eru ósáttir við sterka lykt frá staðnum. Fréttablaðið/StEFáN Tækni Facebook tilkynnti í gær um nýja gervigreindartækni sem ætlað er að skanna innlegg á miðlinum og greina hvort sá sem heldur um penna sé í sjálfsvígshugleiðingum. Tæknin byggir á því að skynja mynstur eða myndbönd þar sem slíkt kemur fram. Í tilkynningunni segir að ummæli á borð við „Er allt í lagi?“ eða „Get ég hjálpað?“ sem sett eru við innlegg gætu bent til þess að innleggsritari sé í sjálfsvígshugleiðingum. Tæknin hefur nú þegar verið prufu- keyrð í Bandaríkjunum. Til stendur að opna á þessa tækni fyrir notendur Facebook í öðrum ríkjum. Ef gervi- greindin verður vör við sjálfsvígs- hugleiðingar er sérþjálfuðum starfs- mönnum Facebook gert viðvart. Þeir hringja svo mögulega í yfirvöld þar sem notandi býr til þess að gera þeim viðvart. – þea Facebook vill fyrirbyggja sjálfsmorð Kuldaboli í Reykjavík umhverfismál Stefnt er að því að fækka árlegum ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmeng- unar á Íslandi í fyrstu almennu áætluninni um loftgæði, sem gefin hefur verið út. Áætlunin ber heitið Hreint loft til framtíðar. Að auki er stefnt á að fækka árlega þeim dögum þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7 til 20 niður í engan fyrir árslok 2029 og að ársmeðaltal brennisteinsvetnis verði áfram undir skilgreindum mörkum. Síðast í gær gaf Heilbrigðiseftir- lit Reykjavíkur út viðvörun um að loftgæði í Reykjavík væru slæm í nágrenni við umferðargötur. – jhh Fyrsta áætlunin um loftgæði Stefnt er á að fækka þeim dögum þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufars- mörk úr 7 til 20 niður í 0. slys Maðurinn sem lést í umferðar- slysi á Miklubraut í Reykjavík á laugardagsmorgun hét Sebastian Dariusz Bieniek. Hann var 24 ára og pólskur ríkisborgari. Slysið varð þegar bíllinn lenti utan í vegriði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Facebook- síðu Lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Fréttastofa RÚV greindi frá því í gær að Vegagerðin ætlar að fjarlægja teinagirðingar sem eru meðfram götum á höfuðborgarsvæðinu eftir slysið. – jhh Lést í slysi á Miklubraut 2 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 4 4 s _ P 1 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 7 -6 C D C 1 E 5 7 -6 B A 0 1 E 5 7 -6 A 6 4 1 E 5 7 -6 9 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.