Fréttablaðið - 28.01.2017, Qupperneq 2
Það er loftræstikerfi
í húsinu en það er
spurning hvort þetta sé rétt
tengt.
Charin Thaiprasert,
eigandi Noodle
Station
Veður
Áfram norðlæg átt í dag og kalt í
veðri með dálitlum éljum norðan-
lands, en bjart syðra. Þykknar upp
vestan til og hlýnar heldur þar.
sjá síðu 18
Það var kalt en fallegt í Vatnsmýrinni í gær. Það má reikna með að áfram verði kalt. Búist er við hægri, austlægri átt í dag og frosti á bilinu 3 til 8
gráður í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að á morgun verði hitinn víða kominn upp fyrir frostmark og svo verði fram að helgi. Fréttablaðið/Eyþór
Rafvirkjar
Kerfisloftalampar
www.olafsson.is
Endursöluaðilar um land allt
Snjöll lýsing!
OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið
að þínum þörfum með Appi
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
olafsson.is
samfélag „Vandamálið er lyktin. Þó
mér finnist núðlur mjög góðar er ég
ekki viss um að kúnnar sem borga
fullt af peningum fyrir að koma til
Íslands séu hrifnir af að hafa þessa
lykt yfir sér,“ segir Jón Fannar Karls-
son Taylor, eigandi Caze Reykja-
vík Central Luxury Apartments, á
Laugavegi 103. Hann segir afgerandi
lykt sem leggur frá taílenska veitinga-
staðnum Noodle Station á jarðhæð
hússins koma niður á gistiþjónust-
unni sem rekin er í íbúðunum fyrir
ofan. Viðskiptavinir hans kvarti yfir
þessu og það komi niður á einkunna-
gjöf á netinu. Eigandi Noodle Station
telur að loftræstikerfi hússins virki
ekki sem skyldi.
Jón Fannar er með íbúðir til
útleigu á annarri hæð hússins, þar af
eina beint fyrir ofan Noodle Station,
og segir að lyktin valdi gestum óþæg-
indum.
„Í logni og kulda eins og nú er,
þá er eins og maður sé staddur inni
á veitingastaðnum og þetta hefur
veruleg áhrif á gesti mína. Ég hef
fengið töluvert af kvörtunum yfir því
hversu sterk lyktin er, bæði á stiga-
ganginum og í íbúðunum.“
Jón Fannar segir að hvorki opnun
staðarins né uppsetning á skilti veit-
ingastaðarins utan á húsið hafi verið
borin undir húsfélagið og kvartanir
eigenda hafi engu skilað.
Að sögn Jóns Fannars eru fimm-
tán íbúðir í húsinu fyrir ofan veit-
ingastaðinn og nær allar í útleigu til
ferðamanna.
„Þetta hefur áhrif á alla. Við erum
til dæmis skráð á booking.com og
þetta hefur áhrif á einkunnirnar
sem við fáum og þá viðskipti okkar
í framtíðinni.“
Charin Thaiprasert, eigandi
Noodle Station, segir að grunur leiki
á að loftræstingin í byggingunni virki
ekki sem skyldi.
„Ég er búinn að tala við Reykja-
víkurborg um að fá teikningar af hús-
inu til að sjá hvar þessar lagnir eru og
hvort loftræstikerfið sé að virka eins
og það á að gera. Það er loftræstikerfi
í húsinu en það er spurning hvort
þetta sé rétt tengt.“
Charin segir að á Noodle Station
finnist einnig matarlykt frá öðrum
eldhúsum í byggingunni. „Við finn-
um lyktina í hádeginu frá hótelinu
yfir til okkar, við viljum það ekki
heldur. Þetta er bara eitthvað sem
þarf að skoða.“ mikael@frettabladid.is
Nágrannar ósáttir við
afgerandi núðlulykt
Nágrannar Noodle Station við Laugaveg 103 eru ósáttir við lyktarmengun frá
veitingastaðnum. Íbúðir fyrir ofan staðinn eru leigðar út til ferðamanna sem
kvarta. Eiganda Noodle Station grunar að loftræstikerfið virki ekki sem skyldi.
Noodle Station var opnað á laugavegi 103 fyrir um ári. Eigendur íbúðanna
fyrir ofan eru ósáttir við sterka lykt frá staðnum. Fréttablaðið/StEFáN
Tækni Facebook tilkynnti í gær um
nýja gervigreindartækni sem ætlað
er að skanna innlegg á miðlinum og
greina hvort sá sem heldur um penna
sé í sjálfsvígshugleiðingum. Tæknin
byggir á því að skynja mynstur eða
myndbönd þar sem slíkt kemur fram.
Í tilkynningunni segir að ummæli
á borð við „Er allt í lagi?“ eða „Get ég
hjálpað?“ sem sett eru við innlegg
gætu bent til þess að innleggsritari sé
í sjálfsvígshugleiðingum.
Tæknin hefur nú þegar verið prufu-
keyrð í Bandaríkjunum. Til stendur
að opna á þessa tækni fyrir notendur
Facebook í öðrum ríkjum. Ef gervi-
greindin verður vör við sjálfsvígs-
hugleiðingar er sérþjálfuðum starfs-
mönnum Facebook gert viðvart. Þeir
hringja svo mögulega í yfirvöld þar
sem notandi býr til þess að gera þeim
viðvart. – þea
Facebook vill
fyrirbyggja
sjálfsmorð
Kuldaboli í Reykjavík
umhverfismál Stefnt er að því
að fækka árlegum ótímabærum
dauðsföllum af völdum loftmeng-
unar á Íslandi í fyrstu almennu
áætluninni um loftgæði, sem gefin
hefur verið út. Áætlunin ber heitið
Hreint loft til framtíðar.
Að auki er stefnt á að fækka
árlega þeim dögum þar sem svifryk
fer yfir skilgreind heilsufarsmörk
af völdum umferðar úr 7 til 20
niður í engan fyrir árslok 2029 og
að ársmeðaltal brennisteinsvetnis
verði áfram undir skilgreindum
mörkum.
Síðast í gær gaf Heilbrigðiseftir-
lit Reykjavíkur út viðvörun um að
loftgæði í Reykjavík væru slæm í
nágrenni við umferðargötur. – jhh
Fyrsta áætlunin
um loftgæði
Stefnt er á að fækka þeim
dögum þar sem svifryk fer
yfir skilgreind heilsufars-
mörk úr 7 til 20 niður í 0.
slys Maðurinn sem lést í umferðar-
slysi á Miklubraut í Reykjavík á
laugardagsmorgun hét Sebastian
Dariusz Bieniek. Hann var 24 ára
og pólskur ríkisborgari. Slysið varð
þegar bíllinn lenti utan í vegriði.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
og rannsóknarnefnd samgönguslysa
rannsaka tildrög slyssins.
Lögreglan biður þá sem kunna að
hafa orðið vitni að slysinu að hafa
samband í síma 444 1000, en einnig
má senda upplýsingar í tölvupósti
á netfangið gudmundur.pall@lrh.is
eða í einkaskilaboðum á Facebook-
síðu Lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu.
Fréttastofa RÚV greindi frá því í
gær að Vegagerðin ætlar að fjarlægja
teinagirðingar sem eru meðfram
götum á höfuðborgarsvæðinu eftir
slysið. – jhh
Lést í slysi á
Miklubraut
2 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
2
8
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
4
4
s
_
P
1
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
5
7
-6
C
D
C
1
E
5
7
-6
B
A
0
1
E
5
7
-6
A
6
4
1
E
5
7
-6
9
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
4
4
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K