Fréttablaðið - 28.01.2017, Blaðsíða 18
Síðan ég flutti til Asíu fyrir fimm árum hefur allt sem kallast jólahefðir farið út
í veður og vind, enda erfitt að
komast í jólagírinn í 30 stiga hita
og sólskini. Á meðan ég horfi upp
á vinkonur mínar á Íslandi standa
sveittar á aðventunni við að baka
13 sortir af smákökum, þeytast á
milli jólatónleika og fleiri við-
burða tel ég mig góða ef ég hef mig
í að baka piparkökur með dóttur
minni, sem eru síðan yfirleitt ekki
borðaðar fyrr en í mars, og fara
á hinn árlega jólabasar í dönsku
kirkjunni í Singapúr,“ segir Kristín
Þorsteinsdóttir kankvíslega.
Kampavín í fordrykk
og hangikjöt í aðalrétt
Kristín er fædd og uppalin í
Hrútafirðinum en bjó um árabil í
Frakklandi áður en leið hennar lá til
Singapúr og sambýlismaður hennar
er franskur. „Hann er alinn upp við
að gjafirnar séu opnaðar á jóladag
en hann hefur náttúrulega uppgötv-
að hentugleika þess að halda upp á
jólin á aðfangadagskvöld. Mér hefur
einhvern veginn tekist að komast
yfir hangikjöt fyrir næstum hver
jól, nema eitt árið þegar ég borðaði
fisk á gistiheimili í Sri Lanka. Þótt
Frakkland sé vagga matargerðar-
listar í heiminum er framlag þess
til jólaborðhaldsins á mínu heimili
takmarkað við gæsalifrarkæfu í for-
rétt og kampavín í fordrykk,“ segir
Kristín og bætir við að jólin séu
ekki stærsta hátíð ársins í Singapúr
heldur hið kínverska nýár sem ber
upp í janúar eða febrúar.
Innfluttar jólahefðir
„Jólin í Singapúr eru fyrst og fremst
neysluhátíð og er byrjað að skreyta
og blasta jólalögunum í útvarpinu
í október eða um leið og hrekkja-
vökuskrautið er tekið niður í versl-
Jólahefðir Singa-
púra eru innfluttar
en miklu meira er gert úr
kínverska nýárinu og
fjölmargar hefðir og siðir
tengd þeim árstíma.
Kristín Þorsteinsdóttir
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Saknar íslenska
jólabrjálæðisins
Kristín Þorsteinsdóttir býr í Singapúr en finnst ómissandi
að fá íslenskt hangikjöt á jólunum. Þar í landi er byrjað að
skreyta og spila jólalög í október, eða um leið og hrekkja-
vökuskrautið er tekið niður í verslunarmiðstöðvunum.
Kristín (í miðjunni) fékk systur sínar í jólaheimsókn til Singapúr í fyrra..
Salóme, dóttir Kristínar, í jólaskapi í 30 stiga hita.
Salóme þekkir ekkert annað en jól í Asíu en í ár verður breyting þar á.
unarmiðstöðvum borgarinar. Jóla-
hefðir Singapúra eru að mestu leyti
innfluttar en miklu meira er gert
úr kínverska nýárinu og fjölmargar
hefðir og siðir tengd þeim árstíma.
Þó nokkur hluti Singapúra er krist-
innar trúar og fara margir í mið-
næturmessu á aðfangadagskvöld.
Það eru margir söfnuðir og kirkjur
af ýmsum stærðum og gerðum, allt
eftir fjárhagsstöðu safnaðarins, eða
allt frá látlausu plássi í skrifstofu-
byggingu upp í nýtískulegar hallir
eftir stjörnuarkítekta,“ upplýsir
Kristín.
Fékk skemmtilega
jólasendingu
„Það sem ég sakna mest við jólin á
Íslandi er þetta alltumlykjandi jóla-
brjálæði sem heltekur landið upp
úr miðjum nóvember þar sem flest
sem maður gerir og hugsar hefur til-
gang tengdan jólunum. Þess vegna
fannst mér fyrstu jólin sem ég eyddi
í útlöndum frekar þunnur þrettándi.
Jú, það eru ljós og skraut en flestir
halda bara áfram með sína rútínu,
meira að segja á Þorláksmessu. Svo á
annan í jólum heldur bara allt áfram
sinn vanagang. Það er hins vegar
mjög gaman að ferðast í Asíu um
jól, sem og á öðrum tímum ársins.
Síðustu jól fékk ég skemmtilega
sendingu þar sem systur mínar og
mágur einn lögðu land undir fót og
héldu jól og áramót í Singapúr og
Taílandi. Þar komumst við aldeilis
í feitt því þau höfðu náttúrlega
með sér flest það matarkyns sem
viðkemur íslenskum jólum,“ segir
Kristín sem mun verja jólunum að
þessu sinni á Íslandi í fyrsta inn í
sex ár.
Viðkomum með
jólin til þín!
SÍÐUSTU FOR
VÖÐ!
EKKI HÆGT A
Ð
BÆTA VIÐ FLE
IRI
TÓNLEIKUM
Uppselt á þrenna tónleika · þökkum ótrúlegar viðtökur
AUKATÓNLEIKAR 12. DESEMBER
FÁIR MIÐAR EFTIR !
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . N Óv e m B e R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
8
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
4
4
s
_
P
1
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
5
7
-7
B
A
C
1
E
5
7
-7
A
7
0
1
E
5
7
-7
9
3
4
1
E
5
7
-7
7
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
4
4
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K