Fréttablaðið - 28.01.2017, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 28.01.2017, Blaðsíða 98
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is Bjargey með aðventupítsu þar sem ristaðar hunangshnetur gera útslagið. Hátíðapítsa Bjargeyjar með kalkún, döðlum, mascarpone-rjómaosti og sult- uðum lauk er ómótstæðileg bragðupplifun. MYNDIR/ANTON BRINK Ég er hrifin af því að gera hátíð-arútgáfur af venjulegum mat og það er svo margt við þessar pítsur sem minnir mig á jólin,“ segir Bjargey Ingólfsdóttir, sem gefur lesendum uppskriftir að tveimur ómótstæðilegum pítsum sem gott er að njóta á aðventunni og um hátíðarnar. Bjargey er húsmóðir í Kópa- vogi og þriggja barna móðir. Hún hlakkar til að eiga jólafrí með fjölskyldunni, vera saman á nátt- fötunum, spila og gera eitthvað skemmtilegt saman. „Ég vil frekar slaka á með börnunum, föndra og fá okkur heitt kókó heldur en að standa í stórhreingerningum eða jóla- stressi í umferðinni og búðum. Þetta er tími til að njóta og slaka á með ástvinum. Við höldum í ýmsar jólahefðir, eins og að skera út laufabrauð með stórfjölskyldunni og horfa á jólamyndina Christmas Vacation áður en farið er í háttinn á Þorláksmessu.“ Bjargey byrjar snemma að huga að jólagjöfum og skreytingum, enda heldur hún úti vinsælu bloggi þar sem hún gefur lesendum sínum hugmyndir og uppskriftir sem veita innblástur í jólaundirbúninginn. „Mínar bestu minningar eru úr barnæskunni. Mamma gerði alltaf svo mikið með okkur systkinunum fyrir jólin og ég man hvað ég varð glöð þegar ég mátti skreyta her- bergið mitt og jólaljósin voru sett út í glugga. Samverustundirnar standa upp úr og þannig vil ég að mín börn muni eftir sínum jólum; hvað það var gaman að njóta hátíðanna saman.“ Hægt er að fylgjast með jólaund- irbúningi Bjargeyjar og fjölskyldu á bjargeyogco.com og á Snapchat undir bjargeyogco. AÐVENTUPÍTSA BJARGEYJAR & CO Pítsabotn Pítsasósa Rifinn ostur Hráskinka Mozzarella-ostakúlur Klettasalat Ristaðar hunangshnetur Bakið pítsabotn að eigin vali, heima- gerðan eða beint úr búðinni. Setjið pítsasósu á botninn og rifinn ost. Bakið við 200°C í 10 mínútur. Takið bakaða pítsuna úr ofninum og setjið mozzarella-kúlur, klettasalat og hráskinku yfir. Stráið að síðustu rist- uðum hunangshnetum yfir en þær gefa pítsunni dásamlegt jólabragð. HÁTÍÐAPÍTSA BJARGEYJAR & CO Pítsabotn Pítsasósa Fullelduð kalkúnabringa Rifinn ostur Döðlur Sultaður rauðlaukur Mascarpone-rjómaostur Klettasalat á toppinn Magn af áleggi fer eftir smekk hvers og eins, og er tilvalið að nota afganga af hátíðarkalkún. Búið til sult- aðan rauðlauk með því að steikja rauðlauk upp úr íslensku smjöri og púðursykri þar til laukurinn er orðinn mjúkur og með karamellu- áferð. Bakið pítsuna með kalkún, osti, döðlum og mascarpone við 200°C í 10 mínútur eða þar til hún er tilbúin. Setjið sultaðan rauðlauk og klettasalat á toppinn og njótið vel! Aðventupítsa fyrir huggulegar stundir Bjargey Ingólfsdóttir hefur í hávegum að aðventan er tími töfrandi samveru og jólaundirbúnings, rétt eins og gleðileg jólahátíðin. Hún kann þá list að gera hvern dag að ævintýri og klæðir hvunndagspítsur í freistandi aðventubúning. Gullfallegt veisluborð Bjargeyjar setur alla matarupplifun í hátíðarbúning og ekki skemmir sælkeramatseldin fyrir. Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af gæðagleraugum fyrir krakka á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Allar Rock Star krakkaumgjarðir kr. 11.900,- JÓL 2017 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 778 2 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 4 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 8 -0 5 E C 1 E 5 8 -0 4 B 0 1 E 5 8 -0 3 7 4 1 E 5 8 -0 2 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 4 4 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.