Fréttablaðið - 28.01.2017, Blaðsíða 98
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@365.is
Bjargey með aðventupítsu þar sem ristaðar hunangshnetur gera útslagið.
Hátíðapítsa Bjargeyjar með kalkún, döðlum, mascarpone-rjómaosti og sult-
uðum lauk er ómótstæðileg bragðupplifun. MYNDIR/ANTON BRINK
Ég er hrifin af því að gera hátíð-arútgáfur af venjulegum mat og það er svo margt við þessar
pítsur sem minnir mig á jólin,“ segir
Bjargey Ingólfsdóttir, sem gefur
lesendum uppskriftir að tveimur
ómótstæðilegum pítsum sem gott
er að njóta á aðventunni og um
hátíðarnar.
Bjargey er húsmóðir í Kópa-
vogi og þriggja barna móðir. Hún
hlakkar til að eiga jólafrí með
fjölskyldunni, vera saman á nátt-
fötunum, spila og gera eitthvað
skemmtilegt saman.
„Ég vil frekar slaka á með
börnunum, föndra og fá okkur
heitt kókó heldur en að standa
í stórhreingerningum eða jóla-
stressi í umferðinni og búðum.
Þetta er tími til að njóta og slaka
á með ástvinum. Við höldum í
ýmsar jólahefðir, eins og að skera út
laufabrauð með stórfjölskyldunni
og horfa á jólamyndina Christmas
Vacation áður en farið er í háttinn á
Þorláksmessu.“
Bjargey byrjar snemma að huga
að jólagjöfum og skreytingum,
enda heldur hún úti vinsælu bloggi
þar sem hún gefur lesendum sínum
hugmyndir og uppskriftir sem veita
innblástur í jólaundirbúninginn.
„Mínar bestu minningar eru úr
barnæskunni. Mamma gerði alltaf
svo mikið með okkur systkinunum
fyrir jólin og ég man hvað ég varð
glöð þegar ég mátti skreyta her-
bergið mitt og jólaljósin voru sett út
í glugga. Samverustundirnar standa
upp úr og þannig vil ég að mín
börn muni eftir sínum jólum; hvað
það var gaman að njóta hátíðanna
saman.“
Hægt er að fylgjast með jólaund-
irbúningi Bjargeyjar og fjölskyldu
á bjargeyogco.com og á Snapchat
undir bjargeyogco.
AÐVENTUPÍTSA
BJARGEYJAR & CO
Pítsabotn
Pítsasósa
Rifinn ostur
Hráskinka
Mozzarella-ostakúlur
Klettasalat
Ristaðar hunangshnetur
Bakið pítsabotn að eigin vali, heima-
gerðan eða beint úr búðinni. Setjið
pítsasósu á botninn og rifinn ost.
Bakið við 200°C í 10 mínútur. Takið
bakaða pítsuna úr ofninum og setjið
mozzarella-kúlur, klettasalat og
hráskinku yfir. Stráið að síðustu rist-
uðum hunangshnetum yfir en þær
gefa pítsunni dásamlegt jólabragð.
HÁTÍÐAPÍTSA BJARGEYJAR
& CO
Pítsabotn
Pítsasósa
Fullelduð kalkúnabringa
Rifinn ostur
Döðlur
Sultaður rauðlaukur
Mascarpone-rjómaostur
Klettasalat á toppinn
Magn af áleggi fer eftir smekk hvers
og eins, og er tilvalið að nota afganga
af hátíðarkalkún. Búið til sult-
aðan rauðlauk með því að steikja
rauðlauk upp úr íslensku smjöri
og púðursykri þar til laukurinn er
orðinn mjúkur og með karamellu-
áferð. Bakið pítsuna með kalkún,
osti, döðlum og mascarpone við
200°C í 10 mínútur eða þar til hún er
tilbúin. Setjið sultaðan rauðlauk og
klettasalat á toppinn og njótið vel!
Aðventupítsa fyrir
huggulegar stundir
Bjargey Ingólfsdóttir hefur í hávegum að aðventan er tími töfrandi samveru
og jólaundirbúnings, rétt eins og gleðileg jólahátíðin. Hún kann þá list að gera
hvern dag að ævintýri og klæðir hvunndagspítsur í freistandi aðventubúning.
Gullfallegt veisluborð Bjargeyjar setur alla matarupplifun í hátíðarbúning og ekki skemmir sælkeramatseldin fyrir.
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval
af gæðagleraugum fyrir krakka á góðu verði
– og þú færð frábæra þjónustu.
Allar Rock Star krakkaumgjarðir
kr. 11.900,-
JÓL 2017 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 778
2
8
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
5
8
-0
5
E
C
1
E
5
8
-0
4
B
0
1
E
5
8
-0
3
7
4
1
E
5
8
-0
2
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
4
4
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K