Fréttablaðið - 28.01.2017, Blaðsíða 92
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Sylvia segist bókstaflega elska jólin og veit fátt skemmtilegra en að skreyta heimilið. MYNDIR/ERNIR
Hver gluggi er skreyttur hátt og lágt
og meira að segja staupin fá sína
skreytingu líka. Sylvía hefur átt aðventukransinn í mörg ár en hann er úr efni sem eldist vel.
Jóladúkur á borði og allt er fallega skreytt.
Sylvía málaði færeyska jólasveina á jóladiskana.
Heimili Sylvíu Lockey Gunnarstein vekur ávallt mikla athygli þegar jólin
nálgast því það er fagurlega skreytt
og breytist í sannkallaðan ævin-
týraheim. Hún er mikill fagurkeri
og velur skrautið af kostgæfni. „Ég
er alltaf búin að skreyta heima
hjá mér um miðjan nóvember en
ég kaupi jólaskraut í hinum og
þessum búðum yfir árið. Ég kaupi
alltaf jólaskraut af Oddfellow-
konum, bæði til að styrkja þær og
síðan er það líka svo fallegt. Sumt
skraut hef ég búið til sjálf en mér
finnst ægilega gaman að föndra. Ég
málaði t.d. færeysku jólasveinana
á jóladiskana mína. Ég bókstaflega
elska jólin,“ segir Sylvía Lockey
Gunnarstein og skellihlær.
Hún er frá Færeyjum en hefur
búið á Íslandi í meira en fimm
áratugi og vill hvergi annars staðar
vera. „Ég segi samt alltaf heim
þegar ég tala um Færeyjar. Ég bjó í
Danmörku í sjö ár þar sem ég lærði
að vera smurbrauðsjómfrú. Til
Íslands kom ég svo árið 1966 þegar
Hótel Loftleiðir tók til starfa og var
með þeim fyrstu sem unnu þar.
Síðar stofnaði ég mitt eigið fyrir-
tæki, Smurbrauðsstofu Sylvíu, sem
nú er í eigu tengdadóttur minnar,“
Tekur jólaskrautið niður í febrúar
Sylvía Lockey Gunnarstein veit fátt skemmtilegra en að skreyta heimili sitt hátt og lágt fyrir jólin. Hún kaupir jólaskraut allt árið um
kring og byrjar að skreyta um miðjan nóvember. Hún eignaðist sitt fyrsta jólaskraut fyrir fimmtíu árum og á hluta af því enn þá.
rifjar Sylvía upp og bætir við að
hún hafi ekki eignast jólaskraut
fyrr en hún flutti til Íslands.
Kynntist íslenskum jóla-
siðum á barnsaldri
Sylvía kynntist íslenskum jóla-
siðum strax á barnsaldri í gegnum
móður sína sem bjó hér á landi
sem ung kona. „Mamma bjó á
Akureyri og Grenivík í alls sex ár
og tók íslenska jólasiði með sér til
Færeyja. Við fengum jólamatinn
á aðfangadag en þann dag borða
flestir Færeyingar siginn fisk og
kartöflur en hátíðarmat á jóladag.
Þótt við ættum ekki mikið komu
samt alltaf jól,“ segir Sylvía, sem
hefur haldið í færeyska siði sem
eru henni kærir. „Synir mínir,
tengdadætur og barnabörn koma
til okkar hjónanna í jólaboð á
annan í jólum og þá býð ég bæði
upp á færeyskt skerpukjöt og
íslenskt hangikjöt. Skerpukjötið er
vindþurrkað og ég þurrka það sjálf
úti á svölum hjá mér. Á aðfangadag
hef ég hátíðakjúkling í matinn og
fylli hann af eplum og sveskjum,
því það gefur svo gott bragð. Með
honum hef ég brúnaðar kartöflur,
sósu og rauðkál.“
Heimilið fær að vera í jóla-
búningi langt fram yfir áramótin
og Sylvía skellir upp úr þegar
hún er spurð hvenær hún takið
jólaskrautið niður. „Ekki fyrr en
1. febrúar. Þá dunda ég mér við að
taka það niður og geng vel frá því
fyrir næstu jól.“
Nánari upplýsingar í síma 483 0300
eða á www.heilsustofnun.is
Berum ábyrgð á eigin heilsu
Gjafabréf með upphæð að eigin vali
Gjafabréfin er hægt að nýta sem
innborgun fyrir dvöl í læknisfræðilega
endurhæfingu, heilsudvöl, námskeið
eða stakar meðferðir.
Gjafabréf fyrir heilsudvöl
Hentar vel fyrir þá sem vilja gefa t.d.
heilsudvöl, helgardvöl, námskeið,
5 daga heilsudvöl og heilsuviku.
Gjafabréf á Heilsustofnun er góður kostur fyrir þá sem vilja
styðja við sína nánustu sem koma til dvalar á Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði til lengri eða skemmri tíma.
– heilsusamleg og góð gjöf
Gjafabréf á
Heilsustofnun
Bookseat
- hentar fyrir bæði hart og mjúkt undirlag
- kemur í ýmsum litum
- verð 4990.-
Síðumúla 6 | verslun.sibs.is
JÓL 2017 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 772
2
8
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
5
7
-E
3
5
C
1
E
5
7
-E
2
2
0
1
E
5
7
-E
0
E
4
1
E
5
7
-D
F
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
4
4
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K