Fréttablaðið - 28.01.2017, Side 38
Fjölskyldan
nýtur þess í
botn að dvelja
í sveitinni.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
„Það er dásamlegt að verja jólunum
í Borgarfirðinum og njóta náttúru-
fegurðarinnar, sjá norðurljósin og
slaka á.“ MYND/ERNIR
Kyrrð og friður einkennir jólin hjá Elsu Sif og fjölskyldu.
Sparistellið, jólamaturinn, jólaskrautið og pakkarnir eru teknir með í sveitina.
Við héldum jól í sumarbústað í fyrsta sinn árið 2009. Árið áður vorum við í útlöndum
á þessum tíma og fannst æðislegt
að vera ekki heima á jólunum.
Tengdaforeldrar mínir eiga sumar-
bústað sem við höfum aðgang að
og við ákváðum að prófa að dvelja
í honum yfir jólin. Það heppnaðist
svo vel að við höfum haldið því
áfram,“ segir Elsa Sif Guðmunds-
dóttir brosandi en hún er kennari
við Lindaskóla.
„Það árið fórum við af stað í
bústaðinn á Þorláksmessu og
tókum allt með okkur, svo sem
sparistellið, jólamatinn, jólaskraut-
ið, allar jólagjafirnar, sparifötin og
köttinn okkar. Þegar komið var
upp í Borgarfjörð fórum við út í
skóg og felldum grenitré sem síðan
var fallega skreytt. Í hádeginu á
aðfangadag fórum við í Baulu og
fengum þær fregnir að hefð væri
fyrir því að þar væri skötuveisla
á Þorláksmessu, sem við höfðum
misst af. Við vorum þá þegar búin
að ákveða að endurtaka leikinn að
ári og fannst því tilvalið að bæta
skötuveislu inn í dagskrána, sem
við og gerðum. Undanfarin ár
höfum við farið í kringum 20. des-
ember og ekki með alveg eins
mikið og við gerðum í fyrstu.“
Taka jólatréð með í bæinn
Jólamaturinn og jólagjafirnar eru
að sjálfsögðu alltaf með í för og
ávallt er farið út í skóg að höggva
jólatré. „Sú hefð hefur skapast að
við borðum grjónagraut í hádeg-
inu, dúllum okkur svo aðeins,
förum síðan í heita pottinn sem er
jólabaðið, klæðum okkur í spari-
fötin og borðum jólamatinn en við
erum alltaf með hreindýr í matinn.
Eftir matinn fara allir í náttfötin
og það er varla farið úr þeim fram
að heimför. Daginn fyrir gamlárs-
dag höldum við heim á ný og við
tökum jólatréð með okkur,“ segir
Elsa Sif og hlær þegar hún er spurð
hvort það sé ekki mikil fyrirhöfn.
„Nei, alls ekki. Það er lítið mál,“
segir hún.
Sparistellið og kisi
með í bústaðinn
Undanfarin ár hafa Elsa Sif Guðmundsdóttir og Birgir Bragason haldið jólin
hátíðleg í sumarbústað í Borgarfirðinum. Þau höggva sjálf grenitré úti í skógi,
fara í skötuveislu í Baulu og hafa það kósí með börnunum sínum.
Jólin eru frítími fjölskyldunnar
Á annan í jólum koma góðir gestir
í heimsókn en annars einkennast
jólin af rólegheitum. „Jólin eru
okkar frítími. Birgir er tónlistar-
maður og áður fyrr spilaði hann
alltaf í messu á aðfangadag og
jóladag en svo hætti hann því
þannig að það varð möguleiki að
fara að heiman. Ein jólin fórum
við ekki í bústað sökum anna hjá
honum í leikhúsinu. Það hefur líka
komið fyrir að hann hafi skotist í
bæinn að spila en við látum það
ekki trufla okkur. Það er dásamlegt
að verja jólunum í Borgarfirðinum
og njóta náttúrufegurðarinnar, sjá
norðurljósin og slaka á. Hjá okkur
er ekki til neitt sem heitir jóla-
stress,“ segir Elsa Sif.
Veldu milli sjö mismunandi karfa og bættu við
annarri matvöru, víni eða g jafavöru. Við sjáum
um pökkunina þér að kostnaðarlausu.
Frábær jólag jöf til viðskiptavina eða starfsmanna.
Kíktu á ms.is - einfalt og fljótlegt.
J Ó L A G J Ö F S Æ L K E R A N S
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Gómsætar jólagjafirGómsætar jólagjafir
2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7JÓL 201718
2
8
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
5
7
-8
5
8
C
1
E
5
7
-8
4
5
0
1
E
5
7
-8
3
1
4
1
E
5
7
-8
1
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
4
4
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K