Morgunblaðið - 03.03.2017, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.03.2017, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Félagsleg og efnahags- leg glæpastarfsemi“  Stéttarfélag í Hollandi kærir Samskip  Samskip benda á undirverktaka Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hollenska stéttarfélagið FNV hefur lagt fram kæru til lögreglu í Hollandi vegna illrar meðferðar Samskipa á vörubílstjórum frá Austur-Evrópu. Þetta kom fram í hollenska frétta- skýringaþættinum EenVandaag í vikunni. Í þættinum er viðtal við rúmenskan vörubílstjóra sem starfar hjá undirverktaka Samskipa en hann segist vera með 35 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði. Hollenskir vörubílstjórar eru með rúmlega 236 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði og telur FNV þetta vera mismunun. Vörubílstjórarnir hafa ekki gistiað- stöðu þegar þeir ferðast milli landa og verða margir að láta duga að sofa í gámum fyrirtækisins meðan beðið er eftir næstu verkefnum. Edwin Ak- tema frá FNV kallaði þetta fé- lagslega og efnahagslega glæpa- starfsemi í þættinum. Skorast ekki undan ábyrgð Fyrirtækið sem vörubílstjórarnir starfa hjá er undirverktaki Samskipa og segir Pálmar Óli Magnússon, for- stjóri Samskipa, að þeir muni rifta samningi við verktakann ef satt reynist. „Það er alveg klárt að við er- um ekki að skorast undan því að við berum ábyrgð á að þeir sem vinna fyrir okkur fari eftir lögum og reglum. Þegar við ráðum til okkar undirverktaka þá óskum við eftir upplýsingum frá þeim um það að þeir geti staðfest að þeir fari eftir lögum og reglum. Ef menn brjóta lög þá segjum við upp samningum við slíka aðila,“ segir Pálmar. Samskip sögðu upp samningi við tvo undirverktaka í fyrra sökum þess að þeir höfðu ekki farið eftir reglum. Alþjóðlegar flutningareglur „Við erum að flytja 900.000 gáma- einingar á ári innan Evrópu og erum með 26 starfsstöðvar í 16 Evrópu- löndum þannig að varan á uppruna sinn víða. Þegar gámar koma frá Austur-Evrópu og enda inni í Hol- landi koma þeir auðvitað með bíl- stjórum frá þeim upprunalöndum,“ segir Pálmar. Lög og reglur þess lands þar sem ráðningarsambandið er gilda um vörubílstjórana. Í Cabo- tage, samevrópsku reglunum um flutning vara innan Evrópska efna- hagssvæðisins, má vörubílstjóri starfa í ákveðnum verkefnum í því landi sem vörum er skilað. Sem dæmi er vörubílstjóra frá Rúmeníu heimilt eftir flutning til Hollands að taka að sér verkefni innanlands. Það er háð ákveðnum skilyrðum en hann má ekki hafa viðveru í landinu of lengi svo hann gangi ekki í störf hol- lenskra vörubílstjóra. „Þessi um- ræða ber keim af nokkru sem er vel þekkt í Evrópu um frjálst flæði vinnuafls og frjáls viðskipti milli landa. Það blasir við að kaupmáttur og velmegun í Evrópulöndunum er mismunandi. Þannig er auðvitað launamunur milli fyrirtækja og bíl- stjóra eftir löndum. Þetta er eitt af því sem Evrópusambandið þarf að glíma við á pólitískum forsendum. Það virðist við fyrstu sýn að þessar athugasemdir FNV séu þannig að þeir eru að reyna að verja störf hol- lenskra bílstjóra en það er þeirra að svara því,“ segir Pálmar. Þá segir Pálmar að þeir hafi ekki séð kæruna frá FNV. „Við höfum engar upplýsingar um að það hafi verið lögð fram kæra nema það sem kom fram í þessum fréttaþætti. Ef það reynist rétt og lögreglan ákveður að skoða það nánar verður haft samband við okkur. Við munum auðvitað skoða þessi mál hjá fyrir- tækinu, sem er nefnt í hollensku fréttinni, og hefur verið að starfa hjá okkur. Ef það reynist rétt að þeir hafi ekki verið að fara eftir lögum þá segjum við upp samningnum við þá.“ Skjáskot úr fréttaþættinum EenVandaag Aðstaðan Vörubílstjórar hjá undirverktökum Samskipa hita sér vatn. Biðin Skjáskot úr fréttaþættinum í Hollandi þar sem vörubílstjórar bíða í gámi Samskipa eftir næsta verkefni. Í hnotskurn » Vörubílstjórar sem starfa í Hollandi eru á töxtum frá heimalöndum sínum » Vörubílstjóri frá Rúmeníu hjá undirverktaka Samskipa er með 35 þúsund krónur á mán- uði í grunnlaun. » Hollenskir vörubílstjórar eru með 236 þúsund í grunnlaun á mánuði. » Ekki er séð fyrir gistingu eft- ir akstur milli landa og því sofa þeir í bílum sínum. » Hafa komið sér upp mat- araðstöðu í tómum gámum Samskipa. „Við þurfum að nýta okkur þessar niðurstöður til þess að búa okkur til áætlun um það til hvaða verkefna við ætlum að ganga, hvernig við ætlum að vinna, allir þeir aðilar sem hafa komið að þessu,“ segir Kristján Þór Júlíusson mennta- málaráðherra. Í gær voru kynntar niðurstöður úttektar Evrópumið- stöðvar um menntun án aðgrein- ingar á Íslandi. Aðgerðaáætlun með vorinu Af því tilefni skrifuðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar, sveitarfélaga, kennara, skólastjórnenda og for- eldra undir samstarfsyfirlýsingu um að fylgja eftir markmiði úttektarinnar. Næstu skref eru að stofna stýrihóp samstarfsaðilanna til að vinna aðgerðaáætlun sem af- hent verði ráðherra með vorinu. Í byrjun júní verði haldið málþing til samtals og samráðs um það hvernig best verði unnið með tillögur í út- tektinni og þær tillögur sem gerðar verða í aðgerðaáætluninni. Skerpt á áætlunum Í úttektinni kemur fram að skil- greina þurfi hugtakið skóli án að- greiningar betur og einnig hvernig standa beri að framkvæmd mennt- unar án aðgreiningar. Þörf er talin á skýrari leiðsögn fyrir kennara um það hvernig eigi að standa að inn- leiðingunni og skerpa á áætlunum innan skólakerfisins. Gefa þurfi kennurum og öðru starfsliði skólans tækifæri til að ígrunda störf sín. helgi@mbl.is Nýta niðurstöðurnar til að gera áætlun um úrbætur  Kennarar þurfa betri leiðsögn um menntun án aðgreiningar Morgunblaðið/Golli Samstarf Stjórnvöld og hagsmuna- samtök taka höndum saman. Hæstiréttur stað- festi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Trygg- ingamiðstöðin eigi að greiða Eiríki Inga Jóhannssyni rúmar 12,7 millj- ónir króna í skaðabætur vegna sjóslyss sem hann lenti í undan ströndum Noregs árið 2012. Eiríkur hafði ráðið sig sem vélstjóra á fiskiskipið Hall- grím SI sem selt hafði verið til Nor- egs. Var verkefni hans ásamt þremur öðrum skipverjum að sigla skipinu til Noregs. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Eiríkur hefði hlotið varanlegt líkamstjón vegna slyssins. Ágreiningur var um viðmiðunarlaun við greiðslu bóta. Hæstiréttur mat það svo að Eiríkur hefði verið kominn nægjanlega nálægt námslokum til fullra vélstjóraréttinda til að miða bæri við meðallaun skip- og vél- stjórnarmanna. Afdrifaríkt atvik Skip Eiríks var statt út af strönd Noregs 25. janúar 2012 þegar óveður skall á og gekk gríðarmikið brot yfir skipið. Eiríkur komst einn í flotgalla en aðrir skipverjar fórust með skip- inu. Skipið sökk á innan við fimm mínútum. Eiríkur var í sjónum í um fjórar klukkustundir áður en norska strandgæslan kom auga á hann úr þyrlu og bjargaði honum. Fær 12,7 milljónir í bætur Eiríkur Ingi Jóhannsson  Eiríkur hafði betur í Hæstarétti Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða Birnu Brjánsdóttur hefur viðurkennt að hafa ætlað að smygla ríflega 20 kíló- um af hassi til Grænlands með togaranum Polar Nanoq. Hann neit- ar hins vegar sem fyrr að hafa valdið dauða Birnu. Þetta hafði Ríkisút- varpið eftir Jóni H. B. Snorrasyni, aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Lög- reglan telur sig hafa undir höndum lífsýni sem tengi manninn við Birnu. Héraðsdómur Reykjaness fram- lengdi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum um fjórar vikur. Játar á sig hasssmygl Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkurborgar hefur samþykkt að auka þjónustu Strætó. Ekið verði lengur á kvöldin og tekinn upp akst- ur á nóttunni um helgar. Strætisvagnar hætta almennt akstri á bilinu hálf tólf til hálf eitt virka daga. Hentar það illa fólki sem sækir skemmtanir til miðnættis og fólki sem vinnur vaktavinnu. Hafði borginni meðal annars borist beiðni frá Landspítalanum um að Strætó æki lengur á kvöldin. Samþykktin felur í sér að ekið verði til klukkan eitt frá og með ágúst nk. Samkvæmt upplýsingum Strætó kostar það 120 til 130 milljónir kr. aukalega. Er það um 2% aukning á rekstrarkostnaði fyrirtækisins. Ráðið samþykkti að sérfræð- ingum Strætó yrði falið að útfæra tillögur um næturakstur með 30 mínútna tíðni, meðal annars um far- gjöld á þeim tíma. Áætlað er að næt- urakstur frá hálf tvö til fjögur að- faranótt laugardags og sunnudags kosti að minnsta kosti 60 milljónir kr. aukalega. Svarar það til um 1% aukningar á rekstrarkostnaði Strætó. Í minnisblaði Strætó sem lá fyrir fundinum er því velt upp hvort ann- að strætógjald eigi að gilda á nótt- unni og hvort skipuleggja ætti sér- stakar akstursleiðir úr miðbænum með fáum stoppistöðvum þar. Þá þurfi að huga að öryggismálum. Tillagan fer til borgarráðs. Strætó hefur kvöld- og næturakstur  Kostnaður áætlaður 250 milljónir kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.