Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.04.2017, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.04.2017, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.4. 2017 VETTVANGUR Atlantshafabandalagið, Nató,var stofnað árið 1949 og ereinu ári yngra en ég. Sitthvað hefur drifið á dagana síðan hjá okkur báðum, mér og hernaðarbandalaginu, enda lítur heimurinn allt öðru vísi út núna en hann gerði fyrir 68 árum. Þá stóðu austurheimurinn og vesturheimurinn andspænis hvor öðrum og voru báðir gráir fyrir járnum. Árás á eitt aðildarríki okk- ar jafngildir árás á okkur öll sagði Nató-blokkin þar sem okkur Ís- lendingum var skipað á bekk. Svo leið Sovétkommúnisminn undir lok, Varsjárbandalagið leyst- ist upp en Nató var áfram við lýði. Og eins og títt er með stofnanir, ríki og bandalög, þá langaði Nató til að fá að lifa áfram. Nýjar áherslur voru fundnar og mát- aðar inn í nýja veröld. Undir aldamót- in hafði áhersl- unum verið breytt. Í stað árásar var nú tal- að um ógn. Væri einu aðildarríki Nató ógnað væri öllum ógnað. Og ógnirnar var víða að finna. Sérstaklega var þeim ógnað sem vildu ráðskast með aðra og ásæld- ust eigur þeirra, hráefni og auðlind- ir. Og ógnirnar voru ekki lengur staðbundnar. Herveldunum innan Nató, sem aldrei höfðu losnað við þankagang nýlendutímans, var nú ógnað í öllum heimsins hornum. Þess vegna var nú lögð áhersla á það innan Nató að bandalagið hefði hreyfanlegan herstyrk – vopnabún- að og heri sem flytja mætti á ör- skotsstundu heimshorna á milli. En hver var tilgangurinn með Nató? Hafði hann breyst? Var hann ekki sá að skapa aðildarríkjunum öryggi? Þá er að spyrja hvort við séum sannfærð um að vera okkar í Nató færi okkur öryggi og öryggiskennd. Í nýju Nató, sem hefur allan heiminn undir, skiptir jafnvel meira máli en fyrr á tíð, hverjir sitja við stjórnvölinn í öflugustu herveldum bandalagsins. Ef stýrimenn eru friðsamir og lýðræðislega þenkj- andi erum við rólegri en þegar okk- ur sýnist þeir vera leiðitamir hags- munabröskurum og hernaðar- haukum. Duttlungar og árásargirni í bland við skort á yfirvegaðri hugs- un er sennilega hættulegasti kokteillinn. Já, það er rétt til getið. Auðvitað er ég að hugsa um Donald Trump. Sem yfirmaður Bandaríkjahers gat hann prívat og persónulega fyrir- skipað eldflaugaárás á herflugvöll undir stjórn Assads Sýrlands- forseta. Sonur Trumps segir hann hafa gefið fyrirskipun um árás að áeggjan systur sinnar eftir fréttir af eitur- efnaárás Assads. Hvað rétt er í þessu veit ég ekki. Hitt veit ég að sem fréttamaður erlendra frétta, sem ég var fyrr á tíð, hefði ég aldr- ei trúað fullyrðingum um efnavop- naárásina sem nýju neti, fremur en ýmsu sem spunnið er upp í stríðs- átökum, þótt ekki beri ég brigður á að þarna voru eiturvopn, sem ollu ómældum hörmungum. Og nú á að klára Norður-Kóreu. „Ætla Kínverjar að vera með?“ spyr Trump – á twitter. En mergurinn máls er þessi: Þegar óyfirvegað fólk heldur um gikkinn á öflugustu stríðsvél heims- ins er hætta á ferðum, ekki bara fyrir þá sem vopnunum er beint að, heldur einnig fyrir byssumennina sjálfa og ekki síður alla samferða- menn þeirra. Ekki síst þá sem hafa skuldbundið sig að gömlum sið, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Með nýja hugsun Nató í fartesk- inu og Donald Trump við stýrið vaknar ágeng spurning úr kunnum auglýsingatexta. Er Nató öruggur staður að vera á? Varla. Nató, Donald Trump og öryggi Íslands ’Þegar óyfirvegaðfólk heldur umgikkinn á öflugustustríðsvél heimsins er hætta á ferðum, ekki bara fyrir þá sem vopnunum er beint að, heldur einnig fyrir byssumennina sjálfa og ekki síður alla sam- ferðamenn þeirra. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur @althingi.is AFP jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Sem frægt er fá sparkendur á Eng- landi sjaldan frí á stórhátíðum og páskarnir í ár eru þar engin undan- tekning. Heil umferð er í úrvals- deildinni um helgina, þar af tveir leikir í dag, páskadag. Stórleikurinn fer vitaskuld fram í sjálfu Leikhúsi draumanna, Old Trafford, þar sem Manchester United tekur á móti meistaraefnunum í Chelsea kl. 15. José Mourinho, stjóri United, brennur örugglega í skinninu að lækka rostann í sínum gömlu læri- sveinum og komast hjá enn einu jafnteflinu. Hann hefur í þrígang gert Chelsea að Englandsmeistara en bíður enn eftir sínum fyrsta meistaratitli með Manchester Unit- ed. Klukkan 12.30 fer Jürgen Klopp með „Rauða herinn“ sinn á The Hawthorns, þar sem Tony Pulis og hreystimenni hans í West Bromwich Albion taka á móti þeim. Liverpool er í harðri baráttu um sæti í Meist- aradeild Evrópu næsta vetur en fær ekkert gefins hjá refnum Pulis sem ann glímunni við stórliðin. Diego Costa, miðherji Chelsea, glímir við leikmenn Manchester United. AFP Háskaleikir á páskum Stórleikir fara sem endranær fram í ensku knattspyrnunni um páskahátíðina

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.