Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.04.2017, Blaðsíða 24
Vísindarannsóknir staðfesta að regluleg hreyf-ing hefur fjölþættan ávinning fyrir heilsuna.Þeir sem hreyfa sig reglulega minnka meðal
annars líkurnar á að fá kransæðasjúkdóma, heilablóð-
fall, sykursýki af tegund 2, sumar tegundir krabba-
meina, stoðkerfisvandamál og geðröskun, eins og
fram kemur í bæklingnum Ráðleggingar um hreyf-
ingu, sem er að finna á vef Embættis landlæknis,
landlaeknir.is. Þar kemur líka fram að kyrrseta geti
haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu og fjárhag fólks
og það sé ekki síður mikið í húfi fyrir samfélagið í
heild.
Margar þjóðir hafa áætlað kostnað samfélagsins
vegna kyrrsetu landsmanna, meðal annars beinan
kostnað vegna meðferðar á lífsstílstengdum sjúkdóm-
um, og óbeinan kostnað vegna veikindafjarvista.
Byggt á niðurstöðum slíkra rannsókna áætlar Evr-
ópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
að kyrrseta geti kostað Evrópuþjóðir sem svarar um
15.000-30.000 krónum á hvern íbúa á ári.
Bresku hjartasamtökin hafa varað við því að 20
milljón sófakartöflur þar í landi séu í aukinni hættu á
ótímabæru andláti. Vandamálið er að fólk tekur ekki
slíkar aðvaranir til sín. Tölurnar eru háar en samt vill
enginn vera hluti af þessum hópi. Hér verða tekin
saman nokkur góð ráð fyrir sófakartöflur sem vilja
hreyfa sig meira.
Algeng atriði sem fólk nefnir að komi í veg fyrir
daglega hreyfingu eru tímaskortur, þreyta, áhuga-
leysi og óöryggi. Eftirfarandi ráð geta vegið á móti
þessu.
Það er nauðsyn-
legt að standa upp
úr sófanum endr-
um og sinnum.
Mynd/Thinkstock-Getty Images
5 góð ráð fyrir sófakartöflur
Öll hreyfing skiptir máli og hér
verða talin upp nokkur góð ráð
til þess að standa upp úr sóf-
anum og efla heilsuna.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
HEILSA Vigtin er takmarkaður mælikvarði á heilbrigði. Þeir sem eru svipaðir í útliti getaverið misþungir þar sem niðurstöðutalan á vigtinni segir aðeins til um heild-arþyngd líkamans. Vigtin segir lítið til um aðra þætti sem skipta ekki síður máli
þegar heilbrigði er annars vegar. Leggjum frekar áherslu á heilbrigðar venjur.
Venjur umfram vigt
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.4. 2017
Thinkstock
5Margar rannsóknir hafa sýnt að það hjálpi að bæði verðlauna sigog setja sér markmið. Það er best að setja sér markmið um dag-lega hreyfingu, 30 mínútur fyrir fullorðið fólk og 60 mínútur fyrirbörn, að því er fram kemur í hreyfiráðleggingunum.
Það gæti verið hvetjandi að gera samning við vin eða jafnvel keppa við
einhvern. Líka er hægt að stinga 100 krónum í krukku fyrir hvert skipti
sem fólk stundar líkamsrækt og leyfa peningunum að safnast upp og
verðlauna sig með heilsusamlegum hætti við tækifæri.
Að minnsta kosti er ljóst að með daglegri hreyfingu er unnt að við-
halda og bæta líkamshreysti, svo sem afköst lungna, hjarta og æðakerfis,
og efla vöðvastyrk. Allt þetta stuðlar að því að fólk hefur meiri orku til
að takast á við verkefni dagsins og gera það sem því finnst skemmtilegt.
Settu
þér
markmiðalvöru grillaður kjúklingur
Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585
Opið alla daga kl. 11-22