Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 ÍÞRÓTTIR Evrópukeppni Valur á góða möguleika á að komast í undanúrslit Áskorendabikars Evrópu. Er með þriggja marka forskot fyrir heimaleikinn gegn Sloga í dag. Sex íslensk lið hafa komist í undanúrslit Evrópumótanna. 4 Íþróttir mbl.is Á AKUREYRI Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Breiðablik tryggði sér sæti í Dom- inos-deild kvenna í körfubolta á næsta tímabili með miklum seiglu- sigri gegn Þór á Akureyri í gær- kvöld. Um hreinan úrslitaleik var að ræða þar sem hvort lið hafði unnið einn leik. Blikar héldu Þór í 42 stigum og unnu að lokum 56:42. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og á köflum líktist hann grísk-rómveskri glímu þar sem leikmenn kútveltust um gólfið í slagsmálum um boltann. Blikar byrjuðu leikinn mun bet- ur og komust í 13:5. Eftir það gekk ekkert hjá þeim að skora og engin stig komu í sjö mínútur. Þór skoraði fimmtán stig í röð og komst í 20:13. Þá tók við rúmlega fimm mínútna stigaþurrð hjá Þór og aftur fengu Blikar byr í seglin. Með Isabellu Ósk Sigurðardóttur og Sóllilju Bjarnadóttur í far- arbroddi sigu Blikarnir fram úr og þær grænklæddu leiddu í hálfleik 29:26. Blikar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhlutanum og komust mest í níu stiga forskot, 42:33. Eftir það var aldrei spurning um hvort liðið myndi vinna en sókn- arleikur Þórs var ekki burðugur og skotnýtingin afleit. Besti mað- ur vallarins var hin nítján ára gamla Isabella Ósk Sigurðardóttir en hún skoraði 21 stig og tók 18 fráköst. „Við vorum að spila frábæra vörn og lögðum áherslu á að loka á lykilleikmenn þeirra. Þetta gekk bara hjá okkur í dag og frábært að hafa náð þessu markmiði. Við erum allar á svipuðum aldri og flestar upp- aldir Blikar og hópurinn er góð- ur. Hildur þjálfari er líka frá- bær og er alltaf yfirveguð. Hún kennir okkur mikið. Ég hlakka bara til að fá loks að spila í efstu deild,“ sagði hin magnaða Isabella Ósk. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Úrvalsdeildarlið Leikmenn Breiðabliks stilla sér upp fyrir Morgunblaðið og fagna úrvalsdeildarsætinu eftir sigurinn á Akureyri í gærkvöld. Blikar upp í efstu deild  Breiðablik hafði betur í glímu við Þór á Akureyri  Isabella Ósk hlakkar til að fá loks að spila í efstu deild  Mikil barátta einkenndi oddaleik liðanna  Eftir góðar fyrri níu holur hrundi spilamennska Valdísar Þóru Jóns- dóttur, atvinnukylfings úr Golf- klúbbnum Leyni frá Akranesi á seinni níu í holunum á Terre Blanche-vellinum í Frakklandi á LET Access-mótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í Evrópu. Valdís Þóra lauk leik á sjö höggum yfir pari eftir að hafa verið á einu höggi yfir pari og í 23. sæti af 114 keppendum eft- ir fyrri hluta vallarins í dag. Er Val- dís því í 84. sæti en hún á einnig fullan keppnisrétt á LET-mótaröð- inni sem er sú sterkasta og alveg ljóst að Valdís á mikið inni. Valdís fékk fimm skolla, tvo fugla og einn þrefaldan skolla á vægast sagt sveiflukenndum seinni níu holum og aðeins eitt par. Leiknir eru þrír hringir á þremur dögum en skorið verður niður eftir hringinn í dag.  KR-ingar hafa bætt við sig enn einum dönskum knattspyrnumanni en framherjinn Tobias Thomsen er genginn til liðs við KR-inga og kem- ur frá B-deildarliðinu AB í Kaup- mannahöfn. Hann er 24 ára og lék áður með Næstved en hefur gert 27 mörk í 50 leikjum fyrir AB.  Skagamenn hafa fengið í sínar raðir enska knattspyrnumann, Ras- hid Yussuff, en hann kemur frá Arka Gdynia í Póllandi þar sem hann lék í tveimur efstu deildunum undanfarin tvö ár. Yussuff er 27 ára miðjumaður eða vinstri bakvörður, uppalinn hjá Charlton og lék lengst með Wimbledon á Englandi, og með yngri landsliðum Englendinga.  Knatt- spyrnumaðurinn Víðir Þorvarð- arson sem lék með Fylki í fyrra og áður með ÍBV og Stjörnunni, hefur samið við Þrótt úr Reykjavík til tveggja ára.  Srdjan Tufegdzic hefur framlengt samning sinn sem þjálfari knattspyrnuliðs KA til næstu tveggja ára. Hann var leik- maður KA 2006-2012 og tók við þjálfun liðsins á miðju sumri 2015 en það vann 1. deildina í fyrra undir hans stjórn. Eitt ogannað „Við munum láta það ráðast eftir því hvernig honum gengur að komast inn í hlutina og hvernig málin þróast. Hann mun ekki hoppa inn í risarullu strax og er hann sjálfur meðvitaður um það,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR í körfubolta, um komu landsliðsmannsins Krist- ófers Acox til landsins. Kristófer hefur leikið með Furman-háskólanum í Bandaríkj- unum síðustu fjögur árin. Hann er hins vegar alinn upp í KR og er fé- lagsbundinn KR. Þar sem banda- rísku háskólaíþróttirnar flokkast undir áhugamennsku þurfa Íslend- ingar ekki að hafa félagaskipti úr sínum liðum. Kristófer er því löglegur með KR þar sem ekki þarf að hafa fé- lagaskipti. „Hann mun reyna að hjálpa okkur með öðrum vinklum ef svo má að orði komast og aukinni breidd. Hann kemur með kraft inn á völlinn og á mikilvægum tíma.“ Heimkoma Kristófers, sem út- skrifast í byrjun maí, kemur á góð- um tíma fyrir KR. Einn af hávöxn- ustu mönnum liðsins, Snorri Hrafnkelsson, fékk höfuðhögg í fyrsta leiknum gegn Keflavík og er það annað höfuðhöggið á skömmum tíma. Finnur segir Snorra hafa verið greindan með vægan heilahristing, en farið var með hann á sjúkrahús á fimmtudagskvöldið. Auk þess glímdi Sigurður Þorvaldsson við meiðsli undir lok deildakeppninnar og Kristófer gæti því reynst hvalreki ef hann fellur vel inn í liðið enda mikill og kröftugur frákastari. Að gera breytingar á leikmanna- hópi sínum í miðri úrslitakeppninni getur þó verið áhætta ef hlutverka- skipan leikmanna verður óskýrari en áður. Hvað segir þjálfarinn um það? „Að sjálfsögðu fylgir þessu alltaf einhver áhætta enda getur það haft margvísleg áhrif þegar nýr maður kemur inn í lið. Liðið ætti að vera nægilega reynt og andlega sterkt til að láta þetta ganga upp. Ég held að allir í liðinu séu mjög jákvæðir gagn- vart þessu og ég tel að jákvæðu þættirnir trompi þær neikvæðu áhyggjur sem geta verið í kringum þetta. Ég tók þessa ákvörðun og stend með henni enda ber ég ábyrgð á liðinu,“ sagði Finnur Freyr við Morgunblaðið. kris@mbl.is „Hoppar ekki inn í risarullu“  Finnur tók ákvörðunina um Kristófer  Snorri með vægan heilahristing Kristófer Acox

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.