Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 um hvað það ætlaði sér að gera í leiknum en það írska. Þetta hefur einkennt vináttulandsleiki Íslands síðustu árin. Þeir hafa verið nýttir einstaklega vel og markvisst. Hafa notað 44 leikmenn Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2017 hafa 48 leikmenn verið í A-landsliðshópi Íslands og 44 þeirra hafa spilað frá einum og upp í fjóra af þeim fimm leikjum sem Ísland hefur spilað á árinu. Samt hafa nokkrir af fastamönnum síðasta árs verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla en þeir verða væntanlega flestir klárir í slaginn í næsta leik sem er stóra við- ureignin gegn Króatíu á Laugardalsvellinum 11. júní. Þá, eins og ávallt, má búast við einhverjum for- föllum vegna meiðsla en Heimir og núverandi sam- starfsmaður hans, Helgi Kolviðsson, ættu ekki að vera í teljandi vandræðum með að fylla í þau skörð sem mögulega myndast. Skoðum að lokum hvaða leikmenn hafa spilað eða verið í hópi Íslands í ár, í hverri stöðu fyrir sig, og hvaða leikmenn Heimir og Helgi eiga enn til góða. Byrjunarliðsmenn og varamenn gegn Kósóvó fremstir í hverri stöðu, fjöldi leikja í svigum: Markverðir: Hannes Þór Halldórsson (2), Ögmundur Krist- insson (2), Frederik Schram (1), Ingvar Jónsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Anton Ari Einarsson.  Ekkert í ár: Haraldur Björnsson. Bakverðir: Birkir Már Sævarsson (4), Ari Freyr Skúlason (2), Viðar Ari Jónsson (3), Hörður Björgvin Magn- ússon (1), Kristinn Jónsson (3), Böðvar Böðvarsson (3), Adam Örn Arnarson (1), Daníel Leó Grétarsson.  Ekkert í ár: Haukur Heiðar Hauksson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Diego Jóhannesson. Miðverðir: Kári Árnason (3), Ragnar Sigurðsson (2), Sverrir Ingi Ingason (1), Hólmar Örn Eyjólfsson (1), Jón Guðni Fjóluson (2), Orri Sigurður Ómarsson (2), Hallgrímur Jónasson (1).  Ekkert í ár: Hjörtur Hermannsson, Sölvi Geir Ottesen. Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson (2), Gylfi Þór Sigurðsson (1), Ólafur Ingi Skúlason (1), Guðlaugur Victor Pálsson (2), Björn Daníel Sverrisson (2), Albert Guðmundsson (1), Oliver Sigurjónsson (1), Kristinn Freyr Sigurðsson (1), Davíð Þór Við- arsson (1).  Ekkert í ár: Rúnar Már Sigurjónsson, Guð- mundur Þórarinsson. Kantmenn: Emil Hallfreðsson (1), Arnór Ingvi Traustason (1), Rúrik Gíslason (2), Theódór Elmar Bjarnason (2), Aron Sigurðarson (4), Elías Már Ómarsson (3), Arnór Smárason (3), Sigurður Egill Lárusson (2), Aron Elís Þrándarson (1), Kristinn Steindórsson (1).  Ekkert í ár: Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson. Framherjar: Björn Bergmann Sigurðarson (3), Viðar Örn Kjartansson (1), Jón Daði Böðvarsson (2), Kjartan Henry Finnbogason (3), Óttar Magnús Karlsson (3), Kristján Flóki Finnbogason (1), Tryggvi Hrafn Haraldsson (1), Árni Vilhjálmsson (1).  Ekkert í ár: Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson, Matthías Vilhjálmsson, Garðar Gunn- laugsson. Ásgarður, undanúrslit karla, fyrsti leik- ur, föstudag 31. mars 2017. Gangur leiksins: 4:5, 9:9, 13:12, 18:18, 25:26, 28:31, 35:39, 37:45, 41:53, 45:65, 52:68, 58:73, 61:80, 72:83, 75:89, 78:96. Stjarnan: Anthony Odunsi 14/10 frá- köst, Tómas H. Tómasson 13, Justin Shouse 13/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 11, Hlynur Elías Bæringsson 10/14 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 9/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Ágúst Ang- antýsson 3, Marvin Valdimarsson 2. Fráköst: 25 í vörn, 21 í sókn. Grindavík: Lewis Clinch Jr. 29/6 frá- köst/6 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 26, Þorleifur Ólafsson 16/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Ingvi Þór Guðmundsson 2. Fráköst: 27 í vörn, 9 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson. Áhorfendur: 693  Staðan er 1:0 fyrir Grindavík. Stjarnan – Grindavík 78:96  Guðrún Ósk Maríasdóttir, lands- liðsmarkvörður í handknattleik, hefur skrifað undir áframhaldandi samning við Fram og mun þar með standa vakt- ina í marki Safamýrarliðsins hið minnsta út keppnistímabilið vorið 2018. Guðrún Ósk, sem er fædd árið 1989, kom upphaflega til liðs við Fram fyrir veturinn 2011-12 og lék með Fram tvo vetur. Eftir hlé frá handboltaiðkun og stutt stopp hjá FH kom hún til baka til Fram sumarið 2015.  Romelu Lukaku, sóknarmaður Everton, er leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Eddie Howe hjá Bournemouth er knattspyrnustjóri mánaðarins í deildinni. Lu- kaku skoraði fjögur mörk fyrir Everton í þremur leikjum í mars og Bournemouth fékk sjö stig í þremur leikj- um í mars og komst af mesta hættu- svæði úrvals- deildarinnar. Eitt ogannað 1. deild karla Mílan – Stjarnan U............................... 12:26 Akureyri U – KR .................................. 34:30 HK – Fjölnir ......................................... 34:22 Þróttur – ÍR .......................................... 26:34 Víkingur – Hamrarnir.......................... 30:28 Valur U – ÍBV U................................... 24:23 Staðan: Fjölnir 21 17 1 3 665:538 35 ÍR 21 14 3 4 623:521 31 Víkingur 21 14 0 7 547:519 28 HK 21 13 2 6 552:499 28 KR 21 13 1 7 596:541 27 Þróttur 21 11 4 6 575:540 26 Valur U 21 9 3 9 544:558 21 Stjarnan U 21 8 3 10 556:595 19 Akureyri U 21 8 2 11 543:598 18 ÍBV U 21 4 0 17 499:577 8 Hamrarnir 21 4 0 17 530:621 8 Mílan 21 1 1 19 474:597 3  Fjölnir leikur í úrvalsdeild 2017-18. Liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um eitt til tvö sæti þar. Einni umferð er ólokið. Þýskaland B-deild: Bietigheim – Essen.............................. 29:29  Aron Rafn Eðvarðsson ver mark Bietig- heim. Austurríki Alpla Hard – West Wien .................... 29:26  Hannes Jón Jónsson þjálfar West Wien. HANDBOLTI Dominos-deild karla Undanúrslit, fyrsti leikur: Stjarnan – Grindavík............................ 78:96  Staðan er 1:0 fyrir Grindavík og annar leikur er í Grindavík á þriðjudag. 1. deild kvenna Úrslit, oddaleikur: Þór Ak. – Breiðablik............................. 42:56  Breiðablik sigraði 2:1 og leikur í úrvals- deildinni 2017-2018. Frakkland B-deild: Nantes – Charleville ........................... 68:79  Martin Hermannsson skoraði 9 stig fyrir Charleville, tók 7 fráköst og átti 6 stoðsend- ingar. Spánn B-deild: Ourense – San Pablo ........................... 62:58  Ægir Þór Steinarsson skoraði 12 stig og gaf 4 stoðsendingar fyrir San Pablo. NBA-deildin Detroit – Brooklyn ............................... 90:89 Chicago – Cleveland............................. 99:93 Minnesota – LA Lakers................... 119:104 Phoenix – LA Clippers..................... 118:124 Portland – Houston .......................... 117:107 KÖRFUBOLTI Í GARÐABÆ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Grindavíkurliðið er komið með 1:0 for- ystu og heimavallarétt í undan- úrslitaeinvíginu sínu gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla í körfubolta, eftir gríðarlega sterkan og frekar óvæntan 96:78 sigur í Garðabænum í gær. Í ljósi þess að Grindavík þurfti fimm leikja seríu til að slá Þór frá Þorlákshöfn úr leik í 8 liða úrslitum, þar sem liðið tapaði báðum útileikjum sínum, og að Stjarnan vann ÍR, 3:0 í sinni 8 liða úr- slita seríu, bjuggust mun fleiri við sigri Stjörnunnar í gær. Grindvíkingum gat hins vegar ekki verið meira sama um það. Eftir jafnan 1. leikhluta, tóku gestirnir öll völd á vell- inum og náðu þeir mest 19 stiga forystu, áður en 18 stiga sigurinn varð stað- reynd. Grindavík getur helst þakkað sýningu fyrir utan þriggja stiga línuna, sem var gjörsamlega mögnuð á köflum. Lewis Clinch og Dagur Kár Jónsson léku aðalhlutverkið í sýningunni. „Það var engin pressa á okkur, því flestir spáðu Stjörnunni sigri og okkur leið eins og við hefðum engu að tapa. Þetta er hins vegar bara einn leikur og við verðum að halda okkur á jörðinni og vernda heimavöllinn á þriðjudaginn,“ sagði Clinch í samtali við Morgunblaðið eftir leik. Lykilmenn langt frá sínu besta Grindavík skoraði alls 14 þriggja stiga körfur í leiknum, gegn sex frá Stjörn- unni. Það sem gerir þá staðreynd ansi magnaða, er að Stjörnumenn reyndu töluvert fleiri þriggja stiga skot í leikn- um en Grindavíkingar. Dagur Kár og Clinch hittu hins vegar ótrúlega vel og þá sérstaklega í 2. og 3. leikhluta, þegar Grindavík lagði góðan grunn að sigr- inum. Þrátt fyrir smá áhlaup Stjörnunnar í 4. leikhluta virtist sigurinn aldrei nokk- urn tímann í hættu. Menn eins og Justin Shouse, Hlynur Bæringsson og Marvin Valdimarsson voru langt frá sínu besta og segir það ýmislegt að Anthony Od- unsi var stigahæstur með aðeins 14 stig. Lewis Clinch var með 29 stig fyrir Grindavík, Dagur Kár 26 og Þorleifur Ólafsson skoraði 16 stig. Á meðan Stjörnuna vantaði mann til að skara fram úr og taka af skarið voru Grindvík- ingar með tvo leikmenn sem hittu á gríðarlega góðan dag. Hrósa ber sókn- arleik Grindavíkur, en á sama tíma á varnarvinna Stjörnunnar skilið nei- kvæða gagnrýni. Hvað eftir annað bökk- uðu varnarmenn Stjörnunnar undan sjóðheitum skyttum Grindavíkur og endaði það að sjálfsögðu illa. Liðin mætast aftur á þriðjudaginn kemur og þá í Grindavík. Eins og áður hefur komið fram hefur Grindavík unnið heimaleiki sína í úrslitakeppninni fram að þessu. Stjörnumenn verða því að spila mun betur en þeir gerðu í gær, til að lenda ekki 2:0 undir og vera með bak- ið algjörlega uppi við vegg. Grindvíkingar verða hins vegar að halda sér niðri á jörðinni, því það verður að teljast ólíklegt að liðið bjóði upp á sýningu í líkingu við það sem sást í Garðabænum. „Við verðum að halda okkur á jörðinni“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Drjúgur Ólafur Ólafsson var baráttuglaður að vanda hjá Grindavík og tók 11 fráköst.  Gríðarlega sterkur útisigur Grindavíkur gegn Stjörnunni  Fjórtán þriggja stiga körfur Grindvíkinga  Dagur Kár og Lewis Clinch í aðalhlutverki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.