Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 SKÍÐI Kristján Jónsson Pétur Hreinsson Freydís Halla Einarsdóttir varð í gær Íslandsmeistari í stórsvigi kvenna eftir tvísýna keppni við Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur í Hlíðarfjalli í Eyja- firði. Freydís fékk aðeins betri tíma en Helga í báðum ferðum og sigraði sam- anlagt á 1:56,17 mínútu en Helga María fékk tímann 1:56,91 mínútu. „Þetta gekk vel og ég er ánægð með daginn. Veðrið var geggjað í fjallinu og gaman að vera komin heim að keppa. Mæt- ingin var ágæt og manni finnst alltaf sérstök stemning fylgja því að keppa fyrir framan alla sem maður þekkir. Fólk sem maður hefur nánast alist upp með á skíðunum er að fylgjast með og það er mjög skemmtilegt. Ég held að allt hafi verið gott við daginn,“ sagði Freydís þegar Morgunblaðið spjallaði við hana í gær. Voru þær Helga María í nokkrum sérflokki og sagðist Freydís hafa búist við því fyrirfram. Þriðja varð Andrea Björk Birkisdóttir á samanlagt 1:59,30 mínútu en alls voru tuttugu og tveir keppendur í kvennaflokknum „Við vorum mjög svipaðar og þá sér- staklega í seinni ferðinni. Auðvitað er það mjög algengt í skíðamótum að sek- úndubrot skilji að í hverri ferð. Ég bjóst alveg við því að baráttan um sigurinn yrði á milli okkar. Við erum með mjög svipaða punktastöðu á heimslista, erum báðar í A-landsliðinu og höfum verið með þeim bestu hérlendis. Ég bjóst al- veg eins við því að við yrðum aðeins á undan hinum,“ sagði Freydís og hún sagði færið hafa verið ágætt í brautinni. „Færið var ágætt en það var svolítið um lausan og mjúkan snjó í kringum brautina. Það getur reynst erfitt. Í fyrri ferðinni var ég svolítið sein í einni beygjunni og dróst þá aðeins út í lausa og mjúka snjóinn. En á heildina litið voru aðstæður ágætar, sérstaklega ef miðað er við hversu heitt var,“ sagði Freydís. Skíðamót Íslands heldur áfram í dag og Freydís er eðlilega hvergi bangin eftir að hafa landað gulli í gær. „Mér líst bara vel á morgundaginn (daginn í dag). Við keppum í sama svæði og færið ætti því að vera ágætt. Mér hefur geng- ið ágætlega í svigi og vonast eftir því að skíða eins og ég get best. Svo verður bara að koma í ljós hverju það skilar,“ sagði Íslandsmeistarinn Freydís Halla Einarsdóttir ennfremur. Öruggt hjá Sturlu Sturla Snær Snorrason vann mjög öruggan sigur í stórsvigi karla. Sturla var með besta tímann í báðum ferðum og fékk samanlagðan tíma 1:53,78 mín- úta en hann varð hálfri þriðju sekúndu á undan næsta manni, Jóni Gunnari Guðmundssyni, sem fékk samanlagðan tíma 1:56,24 mínútu. Þriðji varð síðan Sigurður Hauksson á 1:56,38 mínútu samanlagt. Keppendur í stórsvigi karla voru tuttugu og fjórir og af þeim luku tuttugu keppni. Sigur Sturlu kemur líklega ekki á óvart enda stórbætti hann punktastöðu sína í stórsvigi í forkeppni heimsmeist- aramótsins í vetur. Er hann auk þess í hörkukeppnisformi eftir að hafa keppt á nokkrum mótum í Kanada nýlega eins og fram kom hefur komið hér í blaðinu. Spenna hjá körlunum Elsa Guðrún Jónsdóttir vann skíða- göngu kvenna með frjálsri aðferð með miklum yfirburðum en öllu meiri spenna var í karlaflokknum sem endaði með ótrúlega naumum sigri Isak Sti- ansson Pedersen á Alberti Jónssyni en einungis munaði 30/100 úr sekúndu á köppunum tveimur. Hópræst var í göngurnar en kon- urnar gengur 5 kílómetra á meðan karl- arnir fóru 10 kílómetra. Elsa Guðrún vann á tímanum 13:37,9 mínútum á meðan Veronika Lagun í 2. sætinu kom næst á 14:22,8 mínútum. Önnur gull- verðlaun Elsu á Skíðamótinu eru komin í hús í þetta árið en hún var einnig fyrst í sprettgöngunni á fimmtudagskvöldið. Meiri spenna var um 2. sætið hjá konunum en þar var það Veronika Lag- un sem hafði betur gegn Sólveigu Mar- íu Aspelund. Um miðja göngu hjá körlunum voru átta karlar saman fyrstir en þegar kom- ið var á lokakaflann voru þeir orðnir fimm í baráttunni. Í dag verður keppt í svigi og göngu með hefðbundinni aðferð hjá báðum kynjum í báðum tilfellum. Freydís hafði betur gegn Helgu Ljósmynd/Þórir Tryggvason Stórsvig kvenna Helga María Vilhjálmsdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir og Andrea Björk Birkisdóttir á verðlaunapallinum í gær.  Annað gull til Elsu í göngunni  Sturla Snær í hörkuformi Skíðaganga kvenna Elsa Guðrún Jónsdóttir er sigursæl í göngunni. Stórsvig karla Sturla Snær Snorrason sigurreifur á Akureyri í gær. Lengjubikar karla A-deild, riðill 4: Breiðablik – Leiknir F ........................ 6:0 Hrvoje Tokic 30., 54., Martin Lund 35., Aron Bjarnason 65., Sólon Leifsson 71., Davíð Ólafsson 82.  Staðan: Breiðablik 11, Grindavík 11, Stjarnan 11, Þróttur R. 3, Fram 1, Leiknir F. 1. Breiðablik og Grindavík fara í átta liða úrslitin. Breiðablik leikur við FH og Grindavík mætir Val. B-deild, riðill 1: Afturelding – KFG ............................... 1:2 KH – Kári ............................................. 3:3  Staðan: Þróttur V. 9, Víðir 9, KFG 7, Kári 5, Afturelding 3, KH 1. B-deild, riðill 2: KFR – Vestri ........................................ 0:3  Staðan: Vestri 12, Vængir Júpíters 9, Sindri 3, Ægir 3, Reynir S. 3, KFR 0. Lengjubikar kvenna B-deild: Fylkir – Keflavík .................................. 1:1 Haukar – Selfoss .................................. 1:2  Staðan: ÍA 10, KR 9, Fylkir 8, Keflavík 7, Grindavík 4, Haukar 3, Selfoss 3. Danmörk Úrslitakeppni um meistaratitilinn: Nordsjælland – Lyngby ...................... 2:0  Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Nordsjælland.  Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í vörn Lyngby.  Staðan: FC Köbenhavn 64, Bröndby 52, Lyngby 39, SönderjyskE 39, Midt- jylland 38, Nordsjælland 38. Keppni um að vera áfram í efstu deild: Horsens – OB ....................................... 0:0  Kjartan Henry Finnbogason kom inn á hjá Horsens á 68. mínútu en Elfar Freyr Helgason sat á bekknum allan tímann.  Staðan í riðli 1: Randers 33, Horsens 30, OB 29, Esbjerg 24. Þýskaland Hertha Berlín – Hoffenheim ............... 1:3 B-deild: Nürnberg – Karlsruher ...................... 2:1  Rúrik Gíslason var ekki í leikmanna- hópi Nürnberg. Holland B-deild: De Graafschap – Jong PSV ............... 2:1  Albert Guðmundsson lék allan leikinn með Jong PSV. England B-deild: Derby – QPR ........................................ 1:0 Spánn Espanyol – Real Betis ......................... 2:1 Staða efstu liða: Real Madrid 27 20 5 2 71:28 65 Barcelona 28 19 6 3 81:25 63 Sevilla 28 17 6 5 52:34 57 Atlético M. 28 16 7 5 52:23 55 Villarreal 28 13 9 6 39:20 48 Real Sociedad 28 15 3 10 42:39 48 Athletic Bilbao 28 13 5 10 35:32 44 Espanyol 29 11 10 8 42:40 43 Eibar 28 11 8 9 44:39 41 KNATTSPYRNA BREIDDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hversu mikið vægi hafa vináttulandsleikir í jan- úarmánuði? Leikir þar sem nær engir af fastamönn- um karlalandsliðsins í knattspyrnu koma við sögu? Ísland hefur á undanförnum þremur árum leikið alls átta slíka landsleiki í janúarmánuði (raunar einn snemma í febrúar) og í þeim hefur fjöldi leikmanna fengið sín fyrstu tækifæri með landsliðinu. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, og hans fyrrverandi samverkamaður Lars Lagerbäck, hafa oft ítrekað mikilvægi þessara leikja. Þar hafa þeir náð að breikka þann hóp leikmanna sem fá að kynn- ast verklaginu í kringum landsliðið og leikaðferð þess, og þar með verið tilbúnir í slaginn þegar þeir hafa komið inn í alvöru verkefni liðsins. Eitt besta dæmið um leikmann sem hefur komið inní landsliðið á þennan hátt er Arnór Ingvi Traustason, sem hafði ekki leikið A-landsleik þegar undankeppni EM lauk seint á árinu 2015 en skilaði ómetanlegu hlutverki sem varamaður í leikjum Ís- lands í Frakklandi síðasta sumar og skoraði m.a. sigurmarkið fræga gegn Austurríki. Nú síðast virðist Aron Sigurðarson hafa tekið stór skref í átt að frekari frama með landsliðinu eft- ir frammistöðu sína í leiknum gegn Írum í Dublin á þriðjudaginn. Umfjöllun Irish Times um leikinn í Dublin var á athyglisverðum nótum en Írunum þótti stór- merkilegt að 300 þúsund manna þjóð gæti teflt fram jafn sterku liði í þeim leik og raunin var þrátt fyrir að flesta bestu leikmennina vantaði. Þeir furðuðu sig á breiddinni. Írarnir tóku eftir því að leikskipulag Íslands var annað og betra en hjá þeirra manni, Martin O’Neill, og sögðu að munurinn á liðunum hefði verið sá að ís- lenska liðið hefði verið með miklu skýrari hugmynd Gildi vináttuleikjanna Viðhorf á laugardegi AFP Landslið Arnór Ingvi Traustason nýtti sér vel tækifærin sem hann fékk í vináttulandsleikjum. HANDKNATTLEIKUR Áskorendabikar ka., 8 liða, seinni leikur: Valshöllin: Valur – Sloga Pozega .......... L18 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram – Selfoss ................. L13.30 TM-höllin: Stjarnan – Valur ............. L13.30 Hertz-höllin: Grótta – Fylkir............ L13.30 Schenker-höllin: Haukar – ÍBV ....... L13.30 1. deild kvenna: Dalhús: Fjölnir – Víkingur .................... L16 KA-heimilið: KA/Þór – HK.................... L16 Kaplakriki: FH – ÍR............................... L16 Varmá: Afturelding – Valur U .............. L16 KÖRFUKNATTLEIKUR Undanúrslit kvenna, annar leikur: Ásgarður: Stjarnan – Snæfell (0:1) .. L16.30 Borgarnes: Skallag. – Keflavík (1:0) S19.15 Umspil karla, annar úrslitaleikur: Hveragerði: Hamar – Valur.............. S19.30 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: KR-völlur: KR – Leiknir R.................... L13 Hertz-völlurinn: ÍR – Þór ...................... L17 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Leiknir F S14 Lengjubikar kvenna, undanúrslit: Fífan: Breiðablik – ÍBV ......................... L14 Valsvöllur: Valur – Þór/KA.................... L15 SKÍÐI Skíðamót Íslands heldur áfram á Akureyri í dag með svigi kvenna og karla kl. 10 og 13 og göngu karla og kvenna, pilta og stúlkna með hefðbundinni aðferð kl. 13. Mótinu lýk- ur á morgun með samhliðasvigi kl. 10 og boðgöngu kl. 11. GLÍMA Íslandsglíman fer fram í dag kl. 13 í Iðu á Selfossi. Fimm karlar glíma um Grettis- beltið og níu konur um Freyjumenið. UM HELGINA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.