Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2017 Mér finnst umræðan um karlalið KR í körfuboltanum í vetur vera farin að minna á um- ræðuna um karlalið FH í fót- boltanum á sumrin. Ef mið er tekið af umræðunni eru þessi lið aldrei að spila nógu vel og eru aldrei nógu sannfærandi. Engu að síður vinna þau lang- flesta leiki sína. Þessi umræða hefur verið lífseig í vetur um að KR-ingar séu ekki sannfærandi og séu ekki að leika vel. Þeir unnu samt sem áður bikarkeppnina og urðu einnig efstir í deildinni. Gerðu það þrátt fyrir ýmis skakkaföll. Ekki ómerkari menn en Jón Arnór og Pavel voru ekki með um tíma auk þess sem liðsstyrkurinn frá Bandaríkj- unum var ekkert sérstakur. KR hefur hins vegar orðið Ís- landsmeistari þrjú ár í röð og er á góðri leið með að bæta fjórða árinu við. Rétt eins og árin á undan hefur KR iðulega spilað góða vörn í vetur. Þegar lið gera það eiga þau alltaf ágæta möguleika, ekki síst í til- felli KR þar sem liðið hefur ým- is vopn í hraðaupphlaupum. Pa- vel er mjög fljótur að sjá réttu sendingaleiðirnar, Þórir og Jón geta stungið af og Brynjar læt- ur vaða ef hann er óvaldaður. Þótt þetta flokkist ekki undir Harlem Globetrotters-takta er þetta engu að síður vel gert hjá liðinu og skilar sigrum. Síðasta sumar þótti FH vera heldur varnarsinnað lið á sinn mælikvarða. Ekki að ástæðulausu því liðið skoraði færri mörk en áður undir stjórn Heimis. En FH-ingar fengu ekki á sig nema 17 mörk í 22 leikj- um og töpuðu aðeins þremur leikjum. Unnu því Íslandsmótið býsna örugglega. En ekki vant- aði umræðuna um að FH-ingar væru ekki sannfærandi. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is EVRÓPUKEPPNI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Við förum í leikinn til þess að vinna hann, ekki til að verja þá stöðu sem við erum í eftir fyrri viðureignina. Okkar markmið er að vinna þá aftur og það eigum við að gera,“ sagði Sveinn Aron Sveinsson, leikmaður Vals, um síðari viðureignina við serb- neska liðið Sloga Pozega í 8 liða úr- slitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik sem fram fer í Vals- höllinni í dag. Flautað verður til leiks klukkan 18. Valsmenn hafa þriggja marka for- skot eftir sigur, 30:27, í fyrri viður- eign liðanna í Pozega fyrir viku. Valur á þar með góða möguleika á að verða fyrsta íslenska handknattleiksliðið í 13 ár til þess að komast í undanúrslit í einhverju af Evrópumótum fé- lagsliða. „Þar sem við unnum fyrri leikinn eigum við alveg eins að vinna leikinn á okkar heimavelli,“ sagði Sveinn Ar- on í gær í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að bæði lið hafi haft góðan tíma til þess að leita veikleika hvort hjá öðru. „Eflaust reyna leikmenn Pozega að breyta einhverju í sínum leik en miðað við það sem við fundum í fyrri leiknum erum við betri. Við verðum að halda okkar striki og leika eins og okkur hentar best.“ Sveinn Aron segir að það skipti miklu máli fyrir Valsliðið að stjórna hraða leiksins og reyna eftir megni að halda honum uppi. Hraður leikur henti leikmönnum Pozega illa, eins og reyndar fleiri liðum af þessum slóð- um Evrópu. „Það sást vel undir lokin í fyrri leiknum að þegar við jukum hraðann fengu þeir ekki neitt við ráð- ið. Ég tel engan vafa leika á að við er- um í betra formi til þess að leika hratt. Slíkur leikur hentar okkur vel,“ sagði Sveinn Aron og bætir við að mikil eftirvænting ríki í herbúðum Vals vegna leiksins í dag. „Ég var á báðum áttum þegar ákveðið var að taka þátt í keppninni. Þegar á hólminn er komið er mjög gaman að fást við nýtt verkefni og kljást við aðra mótherja en við erum að eiga við hér heima dag frá degi. Við höfum notið þess að taka þátt í keppninni. Það þarf ekki að pína okk- ur til þess að taka þátt í fleiri leikjum í keppninni,“ sagði hornamaðurinn fótfrái. Getur verið fljótt að fara „Við verðum að stjórna hrað- anum,“ sagði Óskar Bjarni Ósk- arsson, annar þjálfara Vals, í gær um Evrópuleikinn sem fram fer í dag. „Það verður fróðlegt að sjá hvaða tromp leikmenn og þjálfari Pozega eiga uppi í erminni þegar á hólminn veðrur komið. Kannski taka þeir einn úr umferð, leika með sjö í sókninni eða eitthvað annað. Það er nú einmitt eitt það skemmtilegasta við þessa leiki að búa sig undir hið óvænta frá mótherjanum. Velta fyrir sér og búa sig undir þá möguleika sem andstæð- ingurinn mögulega á,“ sagði Óskar Bjarni, sem hefur eins hinn þjálfari Vals, Guðlaugur Arnarsson, reynt að búa Valsliðið sem best undir leikinn í dag. „Þótt staða okkar sé vænleg eftir fyrri leikinn getur forskotið verið fljótt að renna okkur úr greipum ef við leikum óskynsamlega og erum ekki einbeittir og vel undirbúnir.“ Fastlega má búast við að Ýmir Örn Gíslason verði í leikmannahópi Vals í dag. Hann hefur verið fjarri góðu gamni síðustu vikur vegna meiðsla. „Ýmir er allur að koma til. Hann tek- ur kannski ekki mikið þátt í leiknum en verður vafalaust til taks,“ sagði Óskar, sem reiknar hins vegar ekki með að Ólafur Ægir Ólafsson verði í leikmannahópi Vals. Hann sneri sig á ökkla í viðureign við Selfoss á mið- vikudagskvöldið. Við förum í leikinn til þess að vinna þá aftur  Sveinn Aron segir að ekki þurfi að pína Valsmenn til að leika fleiri Evrópuleiki Ljósmynd/Aleksandar Djorovic Fjórtán Josip Juric Grcic í fyrri leiknum þar sem hann gerði 14 marka Vals. marki, 17:16. Valsmenn svöruðu fyrir sig með tveggja marka sigri í Laug- ardalshöllinni 3. febrúar 1980, 18:16. Í undanúrslitum dróst Valur gegn Atlético Madrid og var talið að Vals- liðið ætti ekki mikla möguleika. Vals- menn létu hrakspár ekki slá sig út af laginu. Leikurinn í Madríd tapaðist, en aðeins með þriggja marka mun, 24:21. Vel studdir af rúmlega 3.000 áhorfendum í Laugardalshöll 9. mars 1980 unnu Valsmenn ævintýralegan sigur, 18:15 Valur tapaði fyrir Grosswallstadt, 21:12, í úrslitaleik sem fram fór í München 29. mars 1980. Þróttur í Þrótti Eina skiptið sem Þróttur hefur tekið þátt í Evrópukeppni félagsliða var leiktíðina 1981 til 1982 eftir að lið- ið varð bikarmeistari. Þróttur lagði norska liðið Kristiansand í fyrstu um- ferð, Sittardia Sittard þar á eftir. Þróttur ruddi ítalska liðinu Tacca Pallamano burt í 8 liða úrslitum og dróst á móti Dukla Prag frá Tékkó- slóvakíu í undanúrslitum. Þróttur tapaði báðum leikjum, 21:17 og 23:19. FH-ingar unnu Kolbotn frá Noregi í fyrstu umferð Evrópukeppni meist- araliða leiktíðina 1984/1985 og gerðu sér svo lítið fyrir og lögðu eitt sterk- asta félagslið Evrópu á þeim tíma, EVRÓPUKEPPNI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Í gegnum tíðina hafa sex íslensk handknattleikslið komist í undan- úrslit á Evrópumótum félagsliða. Valur gerði gott betur og lék til úr- slita í Evrópukeppni meistaraliða ár- ið 1980. Auk Valsliðsins lánaðist Þrótti að fara alla leið í undanúrslit í Evrópu- keppni bikarhafa 1982. FH lék í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða árið 1985. Sama ár tókst Víkingum að ná inn í undanúrslit í Evrópukeppni bikarhafa. Haukar fóru í undanúrslit EHF-bikarsins 2002. Allt eru þetta karlalið. Eina kvennaliðið sem náð hefur í undan- úrslit er ÍBV, sem komst svo langt í Áskorendakeppninni fyrir 14 árum. Í dag ræðst hvort karlalið Vals bætist í hóp þeirra liða sem leikið hafa í undanúrslitum. Haustið 1979 hófu Valsmenn, undir stjórn Hilmars Björnssonar þjálfara, þátttöku í Evrópukeppni meist- araliða og unnu enska meistaraliðið Brentwood. Í næstu umferð lögðu Valsmenn sænska meistaraliðið Drott í tveimur æsilegum leikjum. Drott vann heimaleik sinn með einu Honved frá Ungverjalandi, í annarri umferð, samtals 53:51. Í átta liða úr- slitum lögðu FH-ingar hollenska liðið Hirschi/Vlug. Í undanúrslitum í lok mars 1985 mættu FH-ingar einu sterkasta fé- lagsliði allra tíma, Metaloplastika frá Sabac í Júgóslavíu. Skemmst er frá því að segja að FH-ingar voru teknir í kennslustund í fyrri leiknum í Laug- ardalshöll, 32:17. Hetjuleg barátta í síðari leiknum dugði FH-ingum skammt. Þeir töpuðu 30:21. Sama vetur og FH-ingar komust í undanúrslit náðu Víkingar einnig að komast á sama stað í Evrópukeppni bikarhafa. Víkingar lögðu Fjell- hammer í fyrstu umferð. Næst tóku við tveir sigurleikir á Coronas frá Tenerife. Júgóslavneska liðið Crvenka var næsta fórnarlamb hins sterka Víkingsliðs. Maðkur í mysunni í Barcelona Í undanúrslitum mætti Víkingur Barcelona, en það var óskamótherji Víkinga áður en dregið var. Víkingar sýndu allar sína bestu hliðar gegn Barcelona og unnu með sjö marka mun, 20:13, í Laugardalshöll. Í seinni leiknum ytra fór allt á versta veg fyrir Víkinga. Dómarar leiksins léku stórt hlutverk. Fljótlega þótti ljóst að maðkur væri í mysunni. Barcelona vann með tíu marka mun, 22:12.. Fimmtán ár liðu þangað til íslenskt félagslið komst á ný í undanúrslit í Evrópukeppni félagsliða. Haustið 2000 tóku Haukar þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þeir unnu belgískt lið í fyrstu umferð en ABC Braga í annarri umferð og voru þar með úr leik en fengu í staðinn sæti í 16 liða úrslitum EHF-bikarsins. Haukar höfðu þá naumlega betur í hörkuleikjum við Sandefjord frá Noregi. Haukar mættu Sporting Lissabon í átta liða úrslitum. Leiknum í Lissa- bon lyktaði með jafntefli, 21:21. Viku síðar mættust liðin á ný á Ásvöllum og eftir æsilega viðureign unnu Haukar nauman sigur, 32:31. Haukar fengu króatíska liðið Metkovic Jambo í undanúrslitum. Metkovic vann fyrri leikinn á Ásvöll- um, 22:20, og þann síðari ytra, 29:25. Keppnistímabilið 2003-4 komst kvennalið ÍBV undir stjórn Aðal- steins Eyjólfssonar í undanúrslit í Áskorendakeppninni. Búlgarskt lið var fyrsti andstæðingurinn. ÍBV vann það auðveldlega, 55:34, í tveim- ur leikjum. Í 16 liða úrslitum mætti ÍBV franska liðinu Havre og vann útileikinn með átta marka mun, 30:22, en liðin skildu jöfn í Eyjum, 27:27. ÍBV lék við Salonastit Vranjic í átta liða úrslitum og fóru báðar við- ureignir fram í fram í Eyjum 12. og 13. mars 2004 og voru mjög kafla- skiptar. ÍBV vann fyrri leikinn, 37:26, en tapaði þeim seinni, 32:23. Í undanúrslitum tapaði ÍBV fyrir Nürnberg, 38:22 og 36:25. Morgunblaðið/ÞÖK Sterkar Meistaralið ÍBV 2004 fóru í undanúrslit Áskoraendakeppninnar. Fimm karlalið og eitt kvennalið í undanúrslit Komist Valur í undanúrslit í Áskorendakeppni Evrópu í hand- knattleik karla getur það sett stórt strik í reikninginn í úr- slitakeppni Íslandsmótsins. Und- anúrslitaleikir Áskorendakeppn- innar fara annars vegar fram helgina 22. og 23. apríl og hins vegar 29. og 30. apríl. Til stendur að undanúrslit Íslandsmótsins hefjist miðvikudaginn 19. apríl og ljúki með fimmtu leikjum laug- ardaginn 29. apríl, en vinna þarf þrjá leiki í undanúrslitum til þess að komast alla leið í úrslit. Átta liða úrslit úrslitakeppn- innar verða leikin frá 9.-15. apríl og ættu ekki að raskast þótt Valsmenn komist í undanúrslit. Að þeirri umferð lokinni kemur einnig í ljós hvort Valur kemst áfram í undanúslit, en ef það ger- ist er ljóst að mótastjóra HSÍ bíð- ur talsverð vinna við að púsla saman úrslitakeppninni með tilliti til Valsliðsins. iben@mbl.is Undanúrslit myndu raska úrslitakeppninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.