Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
Vík í
Mýrdal
Fjölskylduvænt
samfélag í fallegu
umhverfi
Mýrdalshreppur er um 570
manna sveitarfélag. Í Vík er
öll almenn þjónusta svo sem
leik-, grunn-, og tónskóli,
heilsugæsla, dvalar- og
hjúkrunarheimili og
frábær aðstaða til allrar
almennrar íþróttaiðkunar.
Náttúrufegurð er rómuð í Vík
og nágrenni og samgöngur
greiðar allt árið. Ferðaþjón-
usta er öflug og vaxandi í
sveitarfélaginu og fjölbreyttir
möguleikar á því sviði fyrir
fólk með ferskar hugmyndir.
Lausar stöður í Vík í Mýrdal:
• Kennari á yngsta- og miðstigi
• List- og verkgreinakennari
• Íþróttakennari
Þrjár stöður kennara, á yngsta- og miðstigi, list- og verkgreinakennara og
íþróttakennara við Grunnskóla Mýrdalshrepps eru eru lausar til umsóknar
frá og með næsta skólaári.
Leitað er að hæfileikaríkum og metnaðarfullum kennurum í þessar stöður.
Varðandi stöðu kennara á yngsta og miðstigi þá þarf viðkomandi að hafa
gott vald á lestrar- og skriftarkennslu.
Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og
Kennarasambands Íslands.
Nánari upplýsingar veitir Þorkell Ingimarsson skólastjóri í síma 865-2258.
Umsóknir skal senda til skólastjóra á netfangið skolastjori@vik.is eða
Sunnubraut 5, 870 Vík. Umsóknarfrestur er til 31. maí nk.
Mýrdalshreppur - Austurvegi 17 - 870 Vík
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Gluggar og Garðhús hf. óskar eftir að ráða
vana smiði eða starfsmenn sem eru vanir
iðnframleiðslu í fullt starf við smíðar.
Einnig óskum við eftir vönum starfsmanni
í bókhald 2 daga í viku frá kl. 9-12.
Laus störf
Vinsamlega sendið inn umsókn á
gluggar@solskalar.is fyrir
10. maí 2017.
Sérfræðingur
á stjórnsýslusviði
Ríkisendurskoðun auglýsir laust til umsóknar starf sér-
fræðings á stjórnsýslusviði stofnunarinnar. Á sviðinu starfar
fólk með margvíslega menntun. Meginviðfangsefni þess
eru stjórnsýsluúttektir, þ.e. að meta frammistöðu þeirra
aðila sem ríkisendurskoðandi hefur eftirlit með. Einkum
er horft til þess hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í
rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins og hvort fram-
lög ríkisins skili þeim árangri sem að er stefnt. Um er að
ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Leitað er að metnaðar-
fullum einstaklingi sem hefur reynslu af úttektarvinnu og
skýrslugerð, er mjög vel ritfær, vandvirkur og með góða
greiningar- og ályktunarhæfni.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starf sérfræðings felst í úttektavinnu og skýrslugerð auk
almennrar þátttöku í innra starfi sviðsins. Hann starfar
sjálfstætt að verkefnum sínum í samræmi við gæðakröfur
stjórnsýslusviðs og starfsáætlanir og þarf að geta leitt þau
til lykta í samvinnu við sviðsstjóra / deildarstjóra.
Hæfnikröfur
• Háskólamenntun (meistarapróf) sem nýtist í starfi
• Reynsla af vinnu við úttektir / skýrslugerð
• Þekking á ríkisrekstri og opinberri stjórnsýslu
• Samviskusemi, frumkvæði, metnaður og
sjálfstæði í starfi
• Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
• Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun
• Færni í greiningu, úrvinnslu og miðlun tölulegra gagna
• Mjög góð kunnátta í íslensku og geta til að skrifa hnit-
miðaðan,vandaðan og læsilegan texta
• Gott vald á Word og Excel og hæfileiki til að tileinka sér
ný tölvukerfi
• Góð enskukunnátta er nauðsynleg og kunnátta í einu
Norðurlandamáli æskileg
Frekari upplýsingar
Sótt skal um starfið í gegnum Starfatorg.is, þar sem
nánari upplýsingar er að finna. Öllum umsóknum verður
svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.
Umsókn getur gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá, kynningarbréf, staðfest
prófskírteini og upplýsingar um umsagnaraðila. Miðað er
við að viðkomandi hefji störf í ágúst 2017. Konur jafnt sem
karlar eru hvött til að sækja um starfið. Um launakjör fer
samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Ríkisendur-
skoðunar.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 15.05.2017
Nánari upplýsingar veitir Þórir Óskarsson
- thorir@rikisend.is
Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun sem starfar á
vegum Alþingis. Stofnunin endurskoðar ríkisreikning og
reikninga ríkisaðila, hefur eftirlit með og stuðlar að um-
bótum á fjármálastjórn ríkisins og nýtingu almannafjár.
Hún gerir grein fyrir niðurstöðum endurskoðunar og
úttekta í skýrslum sem sendar eru Alþingi og birtar opin-
berlega. Ríkisendurskoðandi ræður starfsfólk stofnunar-
innar. Ríkisendurskoðun er til húsa í Bríetartúni 7,
105 Reykjavík. Starfsmenn eru samtals 48.
Sjá nánar: www.rikisendurskodun.is
Tæknilager Flugfélags Íslands hefur umsjón með innkaupum á öllum íhlutum í flugvélar félagsins.
Umsóknarfrestur er til 14. maí 2017
Umsókn, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi, óskast fyllt út á vef félagsins www.flugfelag.is/umsokn
Starfið
• Almenn lagerstörf
• Skráning í tölvukerfi
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
• Góð tölvu- og enskukunnátta
• Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
• Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Samskiptahæfni, árvekni og reglusemi
• Hreint sakavottorð
FLUGFÉLAG ÍSLANDS ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA STARFSMANN Á LAGER TÆKNIDEILDAR
STARFSMAÐUR Á TÆKNILAGER
ÍS
LE
N
SK
A
SÍ
A
/
FL
U
84
33
8
05
/1
7
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á