Morgunblaðið - 06.05.2017, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2017
SAMSKIPTASVIÐ
Hefurðu áhuga
á flug-vélum?
Stór hluti starfsins er samskipti við erlenda
birgja og utanumhald varahlutalagers,
svo öguð vinnubrögð og útsjónarsemi
ásamt góðri tölvukunnáttu eru æskileg.
Umsækjandi þar að hafa gott vald á
talaðri og ritaðri ensku.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist til
Björns S Eggertssonar bjorn@ernir.is.
Umsóknarfrestur er til 23. maí.
Við leitum að útsjónarsömum og
enskumælandi einstaklingi til að
sjá um pantanir og utanumhald
varahluta.
562 4200
ernir@ernir.is
ernir.is
Heimsferðir leita að drífandi einstaklingi meðmikla færni í mannlegum samskiptum
í starf þjónustustjóra.
Markmið Heimsferða er að veita áreiðanlega og framúrskarandi þjónustu ásamt því að stuðla
að jákvæðri upplifun farþega sem ferðast með fyrirtækinu. Heimsferðir voru stofnaðar árið 1992
og fagna því 25 ára afmæli á árinu. Heimsferðir eru stærsta ferðaskrifstofa landins með um
30 starfsmenn, bæði á Íslandi og á áfangastöðum fyrirtækisins erlendis.
Áhugasamir eru beðnir um að senda umsókn á starf@heimsferdir.is
Umsóknarfrestur er til og með 19. maí 2017. Farið verður með allar umsóknir
sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað.
Hæfniskröfur
• Starfsreynsla eða menntun á sviði ferðamála
• Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund
• Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
• Hæfni til að vinna undir álagi og áreiti
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
Helstu verkefni
• Dagleg umsjón með sölusal
• Upplýsinga- og endurgjöf til viðskiptavina
• Umsjón með bókunarkerfum
• Gerð verkferla og eftirfylgni
• Umsjón með vörulýsingum
• Samskipti við flugfélög og fararstjóra
• Þátttaka í mótun og framkvæmd þjónustustefnu
ÞJÓNUSTUSTJÓRI
Kennari í raftónlist
MÍT (Menntaskóli í tónlist) auglýsir eftir kennara
í raftónlist. Hlutverk viðkomandi yrði að stýra
uppbyggingu náms á þessu sviði innan skólans,
þ.m.t koma að tækjakaupum og mótun aðstöðu.
Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun sem
nýtist í starfi og fjölþætta reynslu af heimi raftón-
listar; annarsvegar á sviði rytmískrar tónlistar
(Ableton Live o.fl.) og hinsvegar á sviði klassískra
tónsmíða (Max o.fl.). Starfshlutfall samkvæmt
samkomulagi og launakjör skv. samningum tón-
listarkennara.
Kórstjóri
MÍT (Menntaskóli í tónlist) auglýsir eftir kórstjóra.
Hlutverk viðkomandi verður að stýra kór skólans
og byggja upp kórstarf innan skólans.
Viðkomandi þarf að hafa menntun og reynslu í
kórstjórn og æskilegt er að hann/hún hafi reynslu
og þekkingu á bæði klassískri tónlist og rytmískri.
Starfshlutfall samkvæmt samkomulagi og launa-
kjör skv. samningum tónlistarkennara.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans
Skipholti 33, 105 Reykjavík
eigi síðar en 19. maí 2017.
Deildarstjóri fræðslu,
frístunda- og menningarmála
Fjallabyggð óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan
einstakling til starfa.
Megin viðfangsefnið er fræðslu, frístunda- og menningarmál,
stefnumörkun í kynningar- og markaðsmálum, upplýsinga og
almannatengslum sem og á sviði ferða- og atvinnumála.
Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Reynsla og góð kunnátta í stjórnsýslulegri meðferð mála er
æskileg.
Lögð er áhersla á að viðkomandi búi yfir þekkingu og hæfni
í stefnumótun og þróun, fjármálum og áætlanagerð, stjórnun
starfsmanna og umsjón með verkefnum.
Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, leiðtogahæfileikar og hæfni í
mannlegum samskiptum eru nauðsynlegir kostir.
Næsti yfirmaður deildarstjóra er bæjarstjóri.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknir skulu hafa borist bæjarskrifstofum Fjallabyggðar að
Gránugötu 24, Siglufirði 580, eigi síðar en miðvikudaginn
24. maí 2017.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Gunnar I. Birgisson,
bæjarstjóri, netfang; gunnarb@fjallabyggd.is eða
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála,
netfang; gudrun@fjallabyggd.is, sími 464 9100.
Starfsemi landsnefndar UN
Women á Íslandi hefur vax-
ið ört á undanförnum árum.
Síðasta ár var engin und-
antekning og jukust framlög
landsnefndarinnar um 41%
á milli áranna 2015 og 2016.
Um helmingur af heildar-
framlagi landsnefndarinnar
rann til verkefna sem miða
að því bæta lífsgæði og ör-
yggi kvenna á flótta. Þá
hafa aldrei fleiri styrkt
samtökin með mánaðarlegu
framlagi og aldrei áður hafa
jafnmargir karlmenn til-
heyrt þeim hópi.
Ný stjórn samtakanna
var kjörin á aðalfundi fé-
lagsins 24. apríl. Arna
Grímsdóttir, framkvæmda-
stjóri lögfræðisviðs Reita
hf., var kosin formaður
samtakanna og tekur við
formennsku Guðrúnar Ög-
mundsdóttur, hagfræðings í
fjármálaráðuneytinu, sem
gegnt hefur formennsku
undanfarin fjögur ár.
Tvær nýjar
stjórnarkonur
Tvær nýjar stjórnarkonur
voru kjörnar í stjórn sam-
takanna: Þórey Vilhjálms-
dóttir og Kristín Ögmunds-
dóttir. Ólafur Stephensen
framkvæmdastjóri lét af
sæti eftir sex ára stjórn-
arsetu auk Kristjönu Sig-
urbjörnsdóttur verkefn-
isstjóra sem setið hefur
undanfarin fjögur ár í
stjórn samtakanna. Í stjórn
sitja sem fyrr Magnús Orri
Schram ráðgjafi, Karen Ás-
laug Vignisdóttir hagfræð-
ingur, Elín Hrefna Ólafs-
dóttir lögfræðingur, Örn
Úlfar Sævarsson textasmið-
ur, Soffía Sigurgeirsdóttir
alþjóðastjórnmálafræðingur
og Fanney Karlsdóttir for-
stöðumaður.
Forysta Nýja stjórnin sem var kjörin í lok apríl sl.
Arna nýr formaður
UN Women á Íslandi Bæta
öryggi kvenna sem eru á flótta
Framkvæmdastjórn Íþrótta-
og ólympíusambands Íslands
hefur samþykkt einróma að
sæma fyrrverandi forseta
lýðveldisins og verndara
íþróttahreyfingarinnar, hr.
Ólaf Ragnar Grímsson, heið-
urskrossi ÍSÍ, æðstu heið-
ursviðurkenningu sambands-
ins. Viðkenning þessi var
afhent honum við setningu
Íþróttaþings í gær.
Í tilkynningu frá ÍSÍ segir
að í embætti sínu sem for-
seti Íslands hafi Ólafur
Ragnar verið óþreytandi að
sækja viðburði íþróttahreyf-
ingarinnar, bæði hér heima
og erlendis, styðja við starf
hreyfingarinnar og hvetja til
dáða. Hafi verið viðstaddur
mörg helstu íþróttaafrek
okkar Íslendinga og mörg-
um glæstustu sigrunum hafi
verið fagnað á Bessastöðum
þar sem hreyfingin hefur
notið gestrisni Ólafs Ragn-
ars og Dorritar.
Dýrmætur stuðningur
„Ólafur Ragnar hafði
frumkvæði að forvarnadeg-
inum í samstarfi við ÍSÍ og
fleiri félagasamtök, verkefni
sem hefur m.a. vakið athygli
á mikilvægi íþróttaiðkunar
hjá börnum og ungmennum.
Það hefur verið okkur dýr-
mætt að njóta stuðnings
Ólafs Ragnars í forsetatíð
hans og því er það okkur
mikil ánægja að sæma hann
heiðurskrossi ÍSÍ,“ segir
ÍSÍ.
Viðurkenning Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ,
Ólafur Ragnar Grímsson og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ.
Ólafur Ragnar fékk
heiðursviðurkenningu
Hvatti til dáða Íþróttasigr-
um var fagnað á Bessastöðum
Í nýlegri tilkynningu lýsir Alþýðusamband Íslands yfir mikl-
um áhyggjum af þeirri óvissu sem uppi er um orlofsuppbót al-
mannatrygginga til lífeyrisþega. Þar segir að venjan sé sú að
ráðherra gefi út reglugerð um áramót um orlofs- og desem-
beruppbót á komandi ári. Reglugerðin fyrir árið 2017 hafi
enn ekki verið undirrituð. „Þessi óvissa fyrir eldri borgara og
öryrkja er algjörlega óþolandi og ráðherra verður að kippa
þessu í liðinn strax,“ segir ASÍ.
Vilja reglugerð um lífeyrisuppbót