Skátablaðið Faxi - 22.02.1969, Qupperneq 3

Skátablaðið Faxi - 22.02.1969, Qupperneq 3
L irci hvert ö 1 lum löndum hins . líðfr jálsa. heims saman, til að halda hátxðlegan fæðingaröag- Baden Pow- ell, stofnanda skáta-^ félagsskaparinns en X dag eru 112 ár lið- in síöan hessi merki æskulýðsleiðtogi fæddist árið 1857> í London. Hann andaðist 8. janúar 19^1 að landsetri sínu i Kenya í Austur Afríku 83 ára að a.ldri. L4rið 1912 kvæntist hann eftir lifandi eigin- konu sinni Lady Baden Powell sem hét áður Olivia Soams. Einnig í dag þann 22. feb. á Lady Baden Powell afmæli, en hún er fædd árið 1889. Hún er því áttræð í dag, konan sem fetað hefur í fótspor manns síns og hclgað skátastörf- um síðari ár sín. 1 bréfi frá henni i tilefni afmælisins segir hún meðal ann- ars: Hafið þið ætlað að senda mér kveðju, ætla ég þess í stað að biðja ykkur að gefa nér gjöf- gjöf sem é mun meta meira en nokkuð annað Gjöfin, sem ég myndi helzt kjósa mér og mig langar til að biðja ykkur að gefa mér er þessi: Ennþá einn ljósálf eöa ylfing, enn einn skáta. Enn einn drótt- skáta. Enn einn skátg foringja. Enn einn skátaflokk eða sveit; Enn eitt góðverk. Énn eina krónu í Thinking Day sjóðinn. Enn eina bæn allt eða eitthvað af þessu, til þess - að skátastarf megi vaxa, að bað megi. vaxa vegna bess að þú hefur lagt þitt af mörkum svo að árið 1969 verði samtökum okkar heillaríkt og árcingursríkt ár. Ef sérhvert ýíckar, hvert á sínu sviði, gæti gert þetta.yí viðbót við það, sem þið hafið nú þegar gert myndi afmælisdagúr minn vissulega verða mér hinn mesti hamingju- dagur. 22 febrúar er einnig afmælisdagur Skátafél- agsins Fakút, í starfi Faxa á þessura árurn hafa skipst á skin og skúrir. Húsnæðisvan- dræði hafa háð starfi fram að þessu, en á þessu ári, sem Skáta- félafið hefur verið til húsa í Æskulíðs- heimilinu hefur starf- ið aukist aö mun. En þaé sem skyggir á ánægju okkar er það hvað starf st. Georgs gildisins hér í Eyjum er lítið. Eg hef orðið var við, að sumir með- limir þess telja sig vita mikið um hvernig skátastarf eigi að vera, og það má vel vera. Ef við þá er rætt fara þeir oftast að ræða misfellurnar, sem þeir veröa varir við í starfinu núna. Vafa— laust má finna eitthvað að staríinu, það fer margt öðruvísi en ætlað er, og ekki sízt vegna þess að í Faxa eru foringjar yngri en æskilegt er og þekkist annars staðar á lánd- inu. 1 þau ár, sem ég hef starfað í Faxa, hefur oft verið leitað til eldri skáta og r.eynt aö fá þá til að hjálpa okkur í foring— ja vandræðum, en það hefur borið lítinn árangur. Eitt atriði er það, sem var ýtt undir, var stofnunn St. Gt-orgSi ildis hér í Eyjum og virðist það æ.tla að fara sömu leiðina. Kj örorðið Eitt sinn skáti, ávlat skí'.ti' kannast flestir skátar við" Með það og afmælisósk Lady Baden Powll í, huga, skulum við, skátar allir saman feta leiðina í átt til enn betra og meira skátastarfs. Með skátakveðju, Jón Ögmundsson. —2—

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.