Skátablaðið Faxi - 01.03.1989, Qupperneq 3
Skátamót í Eyjum 1989
Ákveðið hefur verið að halda
skátamót í Vestmannaeyjum
dagana 9., 10. og 11. júní í
sumar. Ekki hefur staður verið
ákveðinn ennþá, en síðast þegar
skátamót var haldið hér, árið
1984, var það inni í Herjólfsdal.
Blaðnefnd tókst ekki að ná í
frásögn af mótinu, en við
fundum ávarp Páls Zóphonías-
sonar sem hann flutti við setn-
ingu þess. Það birtum við hér á
eftir.
Kæru skátar og aðrir gesti!
Það er mér mikil ánægja og um
leið heiður að fá að taka þátt í
þessari mótssetningu.
Ég vil fyrst af öllu bjóða ykkur
hjartanlega velkomin í Herjólfs-
dal og ég vona að dvöl ykkar hér
næstu daga megi verða hin
ánægjulegasta og að þið getið
notið allra þeirra möguleika sem
Eyjan hefur að bjóða upp á.
Ennfremur að þið snúið heim
með bjartar minningar héðan úr
Dalnum.
Skátamót eru eftirminnilegustu
tímar skátastarfsins, enda er það
á skátamótum sem reynir á
hversu vel allur undirbúningur
yfir veturinn hefur til tekist og
það er á slíkum mótum sem
þessum, sem hver einstaklingur
öðlast aukna reynslu, en það er
einmitt eitt af grundvallar-
markmiðum skátahreyfingar-
innar.
Skipulagt unglingastarf á í vök
að verjast og ekki síst skáta-
hreyfingin. Því er gott til þess að
vita, að unglingar hafi mögu-
leika á að taka þátt í móti sem
þessu og ég vona að það eigi eftir
að efla skátahreyfinguna.
Samstarf hinna ýmsu skáta-
félaga er ennfremur til þess
fallið að efla skátastarfið. Ég vil í
því sambandi óska hinu ný-
stofnaða Skátasambandi
Kjalarnessprófastsdæmis allra
heilla á ókomnum árum. Og ég
vil þakka þann heiður sem
okkur Eyjamönnum er sýndur
með því að halda fyrsta mót
sambandsins hér í Eyjum.
Það er mikið starf að undirbúa
skátamót eins og þetta, ég þekki
það af eigin reynslu. Allir hlutir
sem teljast sjálfsagðir af móts-
gestum, eru það ekki meðan á
undirbúningi stendur. Ég vil því
nota þetta tækifæri til þess að
þakka öllum sem staðið hafa að
undirbúningnum og aðstoðað
við hann, bæði mótsstjórn og
öðrum starfsmönnum, sjálf-
boðaliðum eins og ég heyrði þá
kallaða í gær. Hjálparsveitinni
hér í Eyjum (sem ég stundum
hef áminnt fyrir að taka ekki
nægjanlega mikinn þátt í hinu
almenna skátastarfi), hafið öll
þakkir fyrir.
Ég vil að lokum aðeins segja
þetta: Njótið þeirra stunda sem
þið eigið eftir að eiga saman hér
í Dalnum, en gleymið ekki að
þið eruð einstaklingar sem getið
haft áhrif á það, hvort mótið
tekst vel og með góða skapinu
og drengilegri framkomu, það er
að segja hinum rétta skátaanda,
tekst það.
Með þessum orðum segi ég
fyrsta Skátamót Skátasambands
Kjalarnessprófastsdæmis sett.
I
3
x > n O — ö > r- co > —l >.;* co