Skátablaðið Faxi - 01.03.1989, Side 7
Palli að
gefa tóninn
Skátar að leik
1
I
vegalengd. En hins vegar gjör-
sigruðu Smyrlar eða Finnur og
Ármann skátaspurninga-
keppnina á móti tveimur
Arnarungum sem stóðu og
klóruðu sér í hausnum eftir
þetta stóra tap. Og síðan sigruðu
foringjar Smyrla Leiknir og
Siggi söngvakeppnina með
skemmtilegu, frumsömdu lagi.
Sungið var síðan alveg það sem
eftir var af kvöldvökunni nema
að það var tekið smá hlé í það að
fá sér kakó og kex.
Eftir það var farið aftur upp í
skála en fyrst var næturleikur en
eftir hann héldum við aðra
kvöldvöku en á henni voru
sungin róleg skátalög rétt fyrir
svefninn. Og að sjálfsögðu var
draugasaga í Iokin, en þá samdi
Palli sveitarforingi Arnarunga
— alveg frábæra draugasögu —
á staðnum. En þá var þessu slitið
og við fórum að tínast heim.
S UNN UDA GURINN
8. JANÚAR:
Farið var í sund kl. 10:00 um
morguninn, en það fóru ekki
allir því að þeir réðu því hvort
þeir færu í sund eða fengu
plástur til þess að hindra sjó-
veiki. En þeir sem fengu plástur
máttu ekki fara í sund, því fór
bara hluti af Arnarungum í
sund.
í sundinu var verið að stökkva á
brettinu, verið í rennibrautinni,
synt og slappað af í heitu pott-
unum og nuddp'ottunum.
Eftir þessa sundferð var farið
upp í skála að taka til eftir þessa
útileguogum kl. 13:00 varfarið
út. En þá kom Marinó og náði í
farangurinn sem strákarnir voru
með og fór með hann út á
Herjólfsbryggju. Og lagði
Herjólfur af stað frá Vest-
mannaeyjum kl. 14:00.
Skátaflokkurinn Smyrill skipu-
lagði dagskránna fyrir þessa
útilegu og stóð sig mjög vel. í
Smyrlum eru: Leiknir, Siggi G.,
Gunnar Geir, Frosti, Ármann,
Siggi I., Finnur og Dengsi.
Leiknir Ágústsson
S
K
Á
T
A
B
L
A
Ð
I
Ð
F
A
X
I
7