Skátablaðið Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 4
FRIÐARVIKAN
22. FEBRÚAR— 29. FEBRÚAR1989
Skátahreyfingin er stærsta
friðarhreyfing heims, með um
24.000.000 manna innan sinna
vébanda. Skátahreyfingin hefur
margoft verið tilnefnd til
friðarverðlauna Nóbels fyrir
störf sín í þágu friðar og mann-
réttinda. Eins og allir skátar vita
er 22. febrúar fæðingardagur
Baden-Powells, stofnanda
skátahreyfingarinnar. Einnig er
22. febrúar fæðingardagur
eiginkonu Baden-Powells,
Olave Baden-Powell, sem var
fyrsti alheimsskátahöfðingi
kvenskáta. Nú eru liðin 100 ár
frá fæðingu hennar. Því hafa
Alheimssamtök drengjaskáta
(WOSM) og Alheimssamtök
kvenskáta (WAGGGS) nú tekið
höndum saman og ákveðið að
Olave, Lady Baden-Powell
helga vikuna 22.-29. febrúar,
friði.
Af því tilefni fóru 120 skátar í
Faxa í friðargöngu inn í Dal
þann 22. febrúar síðast liðinn.
Farið var í skrúðgöngu með
sveitar- og flokksfána í broddi
fylkingar, við birtu frá stórum
kyndlum. Þegar inn í Dal var
komið kveikti hver skáti á sínu
kerti, sem logaði á meðan dag-
skráin fór fram. Við þetta
tækifæri var minnst á stofnanda
Skátahreyfingarinnar, Baden-
Powell og konu hans, starf
þeirra í þágu friðar og friðar-
daginn.
Þrátt fyrir að B-P hafi verið í
Breska hernum í ein 30 ár og
þjónað honum í mörgurn
Iöndum, var hann friðarsinni. Já
líklega vegna þess að hann hafði
gegnt herþjónustu á ófriðar-
tímum, tekið þátt í stríði, og séð
hinar hræðilegu afleiðingar
styrjalda og tilgangsleysi þeirra.
Fyrir síðustu heimsstyrjöld,
hvatti B-P aðila til að halda
friðinn og gerði ítrekaðar til-
raunir til þess. Það var honum
mikil vonbrigði þegar stríðið
skall á og hann hvatti skáta til
þess að starfa í anda skáta-
laganna og reyna að gera það
sem í þeirra valdi stæði til að
linna þrautir og þjáningar þeirra
sem lentu í stríðsrekstrinum.
Það fer vel á því að birta hér
niðurlag síðasta bréfs Baden-
Powell til félaganna, skátanna,
drengjanna sinna:
„Kæri skáti.
Ég hef lifað mjög hamingjusömu
lífi, og ég vil líka að sérhver
ykkar lífi eins hamingjusömu lífi
og ég.
Ég trúi því, að Guð hafi sent
okkur í þennan heim til þess að
njóta lífsins og verða hamingju-
söm.
Hamingjan er ekki fólgin í því að
vera ríkur, né í því eingöngu að
þér gangi vel eða eftirlátssemi
við sjálfan þig.
Baden-Powell
Eitt skref í áttina til ham-
ingjunnar er að gera þig heil-
brigðan á meðan þú ert ungur,
svo að þú getir orðið þarfur
nraður og þannig notið lífsins.
Með því að athuga náttúruna,
muntu sjá, hve undursamlega
Guð hefur gjört heiminn fyrir
Þig-
Vertu ánægður með það sem þú
hefur, og gerðu þitt besta úr því.
Líttu ávallt á björtu hlið málsins.
En hamingjuna er aðeins hægt
að höndla á einn veg, og það er
með því að gjöra aðra hamingju-
sama.
Reyndu að kveðja þennan heim
ofurlítið betri og fegri en hann
var, þegar þú komst í hann. Þá
veistu, að þú hefur ekki lifað til
einskis.
„Vertu viðbúinn" að lifa
hamingjusamur á þennan hátt.
Haltu ávallt skátaheitið, jafnvel
eftir að þú hættir að vera ungur
drengur. Og Guð hjálpi þér til
þess. ..
Þinn vinur,
Baden-PoweH".
4
—Páll Zóphoníasson