Skátablaðið Faxi - 11.04.1993, Qupperneq 3
Erlingur Guðbjörnsson
Landsmót 1993
Þá er landsmót framundan og verður
það haldió að þessu sinni í Kjarnaskógi
á Akureyri 25. júlí til 1. ágúst 1993.
Mottó þessa móts verður „Ut í veröld
bjarta."
Tjaldbúðunum verður skipt í minni
einingar það er að segja í þorp. í hverju
þorpi verða síðan nokkur félög eða hluti
félaga. Þorpunum hefur verió gefið
ákveðið nafn, einkennismerki og litur.
Sem dæmi má nefna Þorp sólarinnar
sem hefur hring sem tákn og gulan
einkennislit. Þorp skýjanna með skýi
úr mótsmerkinu og grábláan einkennis-
lit o.s.frv. Öll félög fá svo að sjálfsögðu
trönur til að byggja hlió. Þá hefur
sérstök fígúra verið búin til en foað er
grænn kall sem kallaður er Laufi og á
hann eftir að birtast í ýmsum myndum.
Tjaldbúóaskoóun verður eitthvað meó
öðru sniði en venjulega en reglurnar í
henni verða útskýrðar á landsmótinu
sjálfu. Öll almenn þjónusta verður á
mótssvæóinu og einnig veróa reist
vatnssalerni. Sérstakar tjaldbúðir verða
fyrir eldri skáta, foreldra og hjálp-
arsveitir skáta.
Dagskrá mótsins miðast vió þátttöku
flokka. Á hverjum degi gefst flokkunum
kostur á að velja sér verkefni. -eftir
sérstöku kerfi. Einnig verða dagskrár-
liðir sem byggjast á einstaklings-
þátttöku og fyrir fjölskyldurnar verða
sérstök dagskrá. Á kvöldin veróa
kvölddagskrár sem miðast að mestu við
þátttöku sveita og félaga.
í tengslum við dagskrá mótins verður
síðan félagakeppni og landskeppni í
skátaíþróttum. Keppnisgreinar geta til
dæmis oróið: a) gera eldstæði, baka
hikebrauð og ganga frá eldstæði, b)
reisa 5-6 metra fánastöng, halda
fánaathöfn og brjóta fána, c) reisa tjald
og turn, d) skyndihjálp, e) áttaviti og
kort. Til aó undirbúa dvöl á Akureyri
hefur verið sett af stað svokallað
flokkaspil þar sem á hverjum fundi er
leyst eitt verkefni sem tengt er Akureyri
á einn eða annan hátt. Sérstök verkefni
verða svo inn á milli sem tengjast
skátastarfinu og hafa flokkar þegar
byrjað í spilinu. Sérstök félagakeppni
verður fyrir mót og byggist hún á
hvernig félögin standa sig í
undirbúningi landmótsins og á mótinu
sjálfu.
í Kjarnaskógi verður sett upp sólúr
sem veróur myndað úr 40 útskornum
trédrumbum og einum stórum tré-
drumbi í miðjunni sem sem stæói sem
minnisvarði eftir mótið í skóginum.
Veró á landsmótið 1993 er 14,700 kr.
Annað systkini greiðir 80% af gjaldinu
og það þriðja 60%. Allur matur er inni-
falinn í gjaldinu.
Landsmót er sannkölluð þjóðhátíð
skáta þar sem skátar alls staðar af
landinu og jafnvel erlendis frá safnast
saman í eina viku vió útiveru, söng og
þrautir. Vil ég hvetja alla skáta og for-
eldra þeirra til að taka nú bakpokann og
söngbókina fram og drífa sig á
landsmót.
E.G.
Frosti - Ásdís - Auðbjörg á skíðum. Úr skíðaferðalagi 26. mars sl.
Ábyrgðarmaður
Marinó Sigursteinsson
Ritstjórar
Erlingur Guðbjörnsson
Erna Guólaugsdóttir
Auglýsingar
Viktor Ragnarsson
Ljósmyndir
Jóhanna Reynisdóttir
Útgefandi
Skátafélagið Faxi
Prentvinna
Eyjaprent hf.
SKATABLAÐIÐ FAXI
3