Skátablaðið Faxi - 01.04.1996, Qupperneq 2

Skátablaðið Faxi - 01.04.1996, Qupperneq 2
SKÁTABLAÐIÐ FAXI AVARP FORSETA ÍSLANDS ,ís. Bernskuminningar fylgja sérhverjwn manni alla œvi og góðar minningar eru sem áburður vaxandi Jljljl gróðri til þroska þegar fram líða stundir Vigdís Finnbogadóttir. Fátt er börnum dýrmætara en traust og heilbrið samskipti við fullorðið fólk og eins og allt sem vex þurfa börn alúð og ræktun. Með slíkt vegarnesti veita þau landi og þjóð þann styrk sem við öll óskum að þau beri lán til að gefa framtíðinni. Eg óska skátahreyfingunni á Islandi til hamingju með það framtak að virkja sem flesta fullorðna til samveru með börnum - þannig verður æskan best örvuð í leik og starfi. Vigdís Finnbogadóttir Forseti Islands. Jörðin skiptir um búning Nú er jörðin að breyta um búning, það er birta um engi og tún. Enn er myndríkur möttulinn grœni, það er morgunn um lieiðar og brún. Allt er risið úr vetrarins viðjum, það er vorið sem fjötrana sleit. Fyllir sál mína ylur og angan þvíhún elskar hvern blómgaðan reit. Nú er lóan að kveða sín kvœði, það er kvakað og sungið í mó. Hún er byrjuð að byggja sér hreiður þar sem býðst lienni friður og ró. Hugrún FAXI 369.405 Ská 1996 14(1) Átthagi Skátablaðið Faxi. Átthagadeild 14205123 Bókasafn Vestmannaeyja Útgefið í apríl 1996. Útgefendur: Skátafélagið Faxi. Abyrgðarmaður: Páll Arnar Georgsson. Ritstjóri: Einar Örn Arnarsson. Auglýsingar: Páll Amar Georgsson. Prófarkarlestur: Halla Júlía Andersen. Ritnefnd: Ármann Höskuldsson, formaður, Einar Örn Arnarsson, Heiðrún Björk Sigmarsdóttir, Páll Arnar Georgsson, Guðmundur Vigfússon, og Rósa Guðmundsdóttir (Rósa mamma). Prentun: Eyjaprent/Fréttir hf.

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.