Skátablaðið Faxi - 01.04.1996, Síða 5
SKATABLAÐIÐ FAXI
5
BAKPOKINN!
Bakpokinn er ómissandi hluti
af útilegubúnaðinum. Maður verður
fljótt þreyttur á að bera ferðatöskur og
poka en aftur á móti er hægt að bera
útbúnað sinn á þægilegan hátt með
góðum bakpoka.
Hann verður að vera hæfilega
stór fyrir þaðnn sem á að bera hann og
fyrir það sem á að bera í honum.
Pokinn má ekki vera of lítill en heldur
ekki svo stór að hann hæfi ekki
viðkomandi. Þá ræður hann heldur
ekki við að bera það sem pokinn getur
tekið.
Það er ekki gott að kaupa poka
sem maður á að “stækka” með. Það
getur skemmt ánægjuna af ferðunum
og valdið bakmeiðslum. Mörgum
fullorðnum finnst poki, sem tekur 50
lítra, vera nægilega stór í flestum
tilfellum.
Bakpokar í dag eru framleiddir
í tveimur stöðluðum gerðum: Pokar
með grind utan á og pokar með grind
að innan eða grindarlausir, svonefndir
baklaga bakpokar.
Grindarbakpokinn er þeim
kosti gæddur að það loftar um bakið.
Han hentar best til að bera mikinn
þunga á langferðum. Baklaga pokinn
veitir betra jafnvægi þar sem þyngdin
leggst þétt að líkamanum. Það er
sérstaklega heppilegt í skíða- og
fjallaferðum.
Best er að fá sér poka, sem
hægt er að binda svefnpoka eða tjald
utan á, og á honum þurfa að vera
hliðarpokar fyrir smáhluti. Forðast
skal of marga rennilása. Þeir eru
veikleikamerki.
A pokanum á að vera traust
burðarbelti sem situr vel um
mjaðmirnar þannig að hluti
þyngdarinnar flyst af öxlunum.
Axlapúðarnir eiga að vera vel
bólstraðir og mjög gott er að hafa litla
brjóstreim til að halda þeim á réttum
stað, þannig að handarkrikarnir verði
ekki fyrir hnjaski.
Tekið úr skátahandbókinni
Þyngdpunktur lágt = Þungur bakpoki.
Þyngdarpunktur hátt = léttur bakpoki
P Ö K K U N
Aðalreglan við að pakka er að það,
sem léttast er, á að vera neðst og það
þyngsta efst og næst líkamanum. Hlutir
sem þarf að vera hægt að ná fljótt í eiga að
vera á aðgengilegum stað undir likinu eða
í hliðarpokum.
Bakpokinn er “poki pokanna”.
Jafnvel í “vatnsþéttum” bakpoka getur
vatn lekið inn þegar hann er opnaður, eða
við rennilása og sauma. Pakkið þess
vegna öllum hlutum inn í piastpoka. Það
raðast betur niður. Innihaldið helst þurrt -
og það er auðvelt að taka poka upp og
pakka honum niður aftur án þess að það
verði mikil röskun. Utvegið ykkur
nokkrar aukaólar til að spenna svefnpoka
og dýnu föst.
Hafið að auki lítinn boka með
klemmum og spennum á bakpokann. Þær
geta bilað þegar verst stendur á.
Tekið úr skátahandbókinni.