Skátablaðið Faxi - 01.04.1996, Síða 6

Skátablaðið Faxi - 01.04.1996, Síða 6
SKÁTABLAÐIÐ FAXI 6 Starfsrammi Landsmóts skáta 1996 hefur verið ákveðinn, “A VÍKINGASLÓД eins og víða hefur komið fram. Yfirbragð mótsins mótast af þessum ramma. Líf og lífshættirá víkingaöld heilla skáta nútímans. Víkingarnir ræktuðu með sér hæfni til að lifa af í ert'iðu umhverfi. Þeir urðu að kunna tökin í lífsbaráttunni, afla sér og sínum lífsviðurværis. Vfkingarnir auðguðu einnig andann og skópu eigin menningu, m.a. í skáldskap, handverki og trúar-brögðum. Þeir voru umhverfissinnar, sem elskuðu land og haf. Þeir voru glöggir, greindir og framsæknir. Þeir voru útivistarmenn og ferðamenn. Þeir voru skátar. Manvna Rósa á landsmóti. Úlfljótsvatni hefur verið byggð frá Á Landsmótinu 1996 á Úlfljóts- landnámsöld og kirkja frá upphafi kristni vatni munu skátar hittast og upplifa á Islandi. þennan anda víkingana. Við munum Ungir eyjapeyjar á landsmóti víkingaferðir og leiðangra. Úlfljótsvatn liggur vel við nútímasamgöngum og er stutt í allar áttir, t.d. um Suðurlandið. Þá er góð sundlaug í næsta nágrenni. Heppilegri stað fyrir landsmót sem þetta, er því vart hægt að hugsa sér. Dagskráin verður allt í senn; fjölbreytt. vönduð. spennandi og gefandi. Hún krefst um leið virkrar þátttöku skátanna og skapar skilyrði sköpunargleði þeirra. Áhersla verður lögð á flokkadagskrá, en jafnframt geta einstaklingar og sveitir tekið þátt í sérstökum dagskrárliðum. Dagskrá skáta 11 - 14 ára miðast við 5-8 manna flokka, en dagskrá 15 - 20 ára miðast við 2 - 8 manna flokka. Erlendir skátar munu að öllu jöfnu taka þátt í dagskrá eldri skáta þar sem þeir eru almennt 14 ára og eldri. hverfa aftur á víkingaöld, lifa eins og víkingar, - gerast víkingar. Úlfljótsvatn, á landamærum landnáms Ingólfs Arnarsonar er söguríkur staður frá víkingaöld, kenndur við víkinginn Úlfljót, fyrsta lögsögumanninn, en svo voru forsetar Alþingis þess tíma kallaðir. Úlfljótur, sem var talin af ætt Ingólfs Arnarsonar, átti ríkastan þátt í mótun laga á þjóðveldistímanum. Á Við Úlfljótsvatn hafa fundist ein merkustu kuml frá heiðni á íslandi og eru þar víða náttúruvættir. Staðurinn, með Þingvöll í nágrenninu var einskonar miðstöð þjóðveldisins og í þjóðleið, t.d. til Skálholts. Undralandið Úlfljótsvatn þekkja flestir íslenskir skátar. Góð staðsetning, saga staðarins, náttúrufegurð, lendur, fjöll, vatnið sjálft, hellar í nágrenninu, nálægðin við Þingvelli og Þingvallavatn gera staðinn tilvalinn fyrir allskonar Jafnframt verður boðin sérstök dagskrá við hæfi yngstu skátanna (ylfinga 9 og 10 ára og ljósálfa 7 og 8 ára) meðan þeir heimsækja mótið. Einnig er dagskrá fyrir hjálparsveitarfólk, og fyrir þátttakendur í fjölskyldubúðum. I fyrsta sinn á Landsmóti verður í boði sérstök dagskrá fyrir eldri skáta 15 - 20 ára. Dagskrá þeirra verður að suntu leyti svipuð og fyrir yngri skátana, en dagskrárliðirnir verða meira ögrandi og gera meiri kröfur til skátanna.

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.