Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Qupperneq 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Qupperneq 4
Gilwell 97 Sif og Einar Örn segja frá för sinni á Gilwell 97 Síðustu vikuna í ágúst á þessu ári var haldið Gilwell-námskeið á Ulfljótsvatni. Fórum við tvö héðan frá Eyjum á námskeiðið. Gilwell er æðsta foringjanámskeið innan skátahreyfingarinnar. Það ber nafn sitt af því að Baden-Powell var lávarður af Gilwell (lord Baden-Powell of Gilwell). Gilwell-skátar eru allir í Gilwell-sveitinni sem er alþjóðleg. Er sveitinni skipt í fimm flokka, þeir eru: Uglur, Gaukar, Dúfur, Hrafnar og Spætur. Hér á Islandi er Gilwellskóli, hann hefur aðsetur í Gilwellskálanum á Ulfljótsvatni, og er skólastjóri hans Sigurður J. Grétarsson. Gilwellnámskeiðin eru sett þannig upp að skipt er í flokka, þá er fólki skipað í þá flokka sem það verður í að eilífu. Er grunnþemað í öllu nám- skeiðinu fyrirmyndarútilegan. Eiga flokkarnir að reisa tjaldbúð, sitja fyrir- lestra, fara í leiki, búa til skemmtiatriði fyrir kvöldvökur og annað sem gert er í útilegum. A hverjum morgni er fánaathöfn, tjaldbúðarskoðun og skála- skoðun, flokkarnir skiptast á að vera þjónustuflokkar sem sjá um sameiginle- ga aðstöðu í skálanum og á hverju kvöl- di er kvöldvaka. Þetta árið voru fjórir flokkar á Gilwell, Uglur, Gaukar, Dúfur og Spætur. Varð Sif Gaukur en Einar Örn Dúfa. Þrátt fyrir mikla samkeppni og smávegis ríg var mjög góður andi meðal þeirra sem voru á námskeiðinu. Það sem kom okkur mest á óvart var hvernig náðist ótrúleg samheldni innan flokkan- na miðað við hversu ólíkir einstaklingar voru í þeim, á öllum aldri og frá mis- jöfnum bakgrunni. Auk þeirra sem voru með okkur á námskeiðinu kynntust við mörgu fólki. Stendur þó framúr, að öðrum ólös- tuðum, Björgvin Magnússon D.C.C., fyrrverandi skólsstjóri Gilwellskólans, en hann er vafalítið einhver mesti stuðbolti landsins og þótt víða væri leitað. Síðan var þarna annar eldri maður, sá sem við kölluðum Hermann Uglu, hann er í Uglu-flokknum, var hann áhaldavörður og er mjög sérstakur og skemmtilegur kall. Voru þarna líka mjög litríkir persónuleikar t.d. læknirinn sem kenndi skyndihjálp, minnti okkur hryllilega á Dr. Saxa. Síðast en þó ekki síst vorum við þess heiðurs aðnjótandi að hafa með okkur þarna á námskeiðinu Jónas B, þann sem hóf landnám skáta á Ulfljótsvatni. Vildi það reyndar svo vel til að við gróðursettum tré við hvítasun- nulautina, en þar var Jónas B. ásamt öðrum skátum í heilt sumar og lifðu af landsins gæðum. Var það sannarlega mikil upplifun að heyra Jónas sjálfan segja frá því. Einar Örn Arnarsson, Dúfa Sif Hjaltdal Pálsdóttir, Gaukur Sif og gaukarnir hennar Dúfurnar hans Einars Arnar SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.