Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Side 5

Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Side 5
Skátafélagið Faxi 60 ára á næsta ári Saga skátafélagsins Faxa er samofin sögu Vestmannaeyja og skátahreyfin- garinnar sem hefur verið eins og og ævintýri, bæði löng og heillandi. Ævintýrið hófst árið 1907 í Englandi. Maður að nafni Baden-Powell safnaði saman hóp drengja í fyrstu skátaúti- leguna á eyjunni Brownsea. Baden- Powell skipti drengjunum í smærri hópa, sem hann kallaði flokka. Hver flokkur fékk sitt tjaldbúðasvæði og sitt inerki. Hverjum flokki stjórnaði drengur sem var svolítið eldri en hinir. Flokkarnir fengu mörg verkefni sem þyngdust með hverjum deginum sem leið. Flest snerust um að geta bjargað sér við frumstæðar aðstæður. I Eyjum hófst ævintýrið þann 22. febrúar árið 1938 þegar 24 piltar á aldrinum 12-14 ára stofnuðu skátafélag- ið Faxa í leikfimissal Barnaskólans. Félagið starfaði fyrst í þremur flokkum með 8 drengi í hverjum flokki auk flokksforingja en þeir voru Feifur Eyjólfsson, Jón Oli og Sigurjón Kristjánsson, en félagsforingi var Friðrik Jesson. Starfandi skátar í félaginu eru nú um 150 talsins skipt niður í 4 sveitir og hefur starfið gengið vel á undanförnum árum. Skátaheimilið er rammi utan um vetrarstarfið og Skátastykkið á að vera ramminn utan um sumarstarfið og allt útilíf skáta hér í Eyjum. Það verða liðin 60 ár frá stofnun félagsins þann 22. febrúar á næsta ári, 1998. Sá dagur, sem ber upp á sunnu- dag, mun verður haldinn hátíðlegur á margan hátt. Dagurinn hefst í Skátaheimilinu við Faxastíg, þaðan verður gengið í fylktu liði til kirkju og mun Ólafur Ásgeirsson skátahöfðingi halda stólræðu á skátamessu. Síðar um daginn mun Skátastykkið verða form- lega tekið í notkun að viðstöddum öllum þeim sem það vilja. Margt annað verður á döfinni þennan dag svo og allt afmælisárið og í því sambandi hefur skátafélagið kosið sérstaka afmælisnefnd sem í sitja Viktor Ragnarsson, Vigdís Rafnsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir og Sigmar Hjartarson. Nefndin mun leggja fram tillögur sínar að dagskrá ársins síðar í þessum mánuði. Þegar er vitað að afmælismót mun verða haldið í Skátastykkinu um miðjan júlí og von er á mörgum gestum. Þá hefur verið rætt urn að eldri skáta og velunnarar stofni með sér Gildi-, sem er alþjóðlegur félagsskapur eldri skáta, sem bæði vilja uppfylla eigin Páll Zóphóníasson félagsforingi þarfir á góðu og heilbrigðu félagslífi með fyrri félögum og um leið stuðla að góðu skátastarfi. Stjórn Faxa l'iittmuS *Öskum öCCum CœjarCúum gCeðíCegrajóCa með pökkfyrír víðskíptín á árínu StarfsfóCk og eígencCur O SKATABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.