Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Page 16

Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Page 16
D.S. Vestmenn Síðasta vor var ákveðið að reyna að endurvekja dróttskátasveitina Vestmenn. Akveðið var að tveir elstu flokkarnir hjá skátafélaginu myndu ganga í sveitina nú í haust. Gekk það allt eftir og voru Fálkar og Inkar settir í sveitina. Eg var settur sveitarforingi. Starfið fór strax af stað og fór sveitin saman í útilegu sennipart septembermá- naðar. Var margt skemmtilegt gert í úti- legunni, farið í göngu, næturleik og þessháttar. Fóru Inkar með í ævinýraferð þar sem gist var á hálendis- skálanum Dalakoti. Inkar voru með úti- legu niðri í dal 28. nóv. Síðan var haldið matarkvöld 29. nóv. Sömu helgi sváfu Fálkar undir berum himni tvær nætur, l'yrst suður í Skátastykki í austan 7 vind- stigum og síðan niðri í Herjólfsdal í logni en rigningu, einungis tveir sváfu úti alla nóttina. Báðir flokkar hafa verið með vídeókvöld og voru Fálkar síðasl þegar fréttist að taka kvikmynd. Mikið og gott starf hefur verið hjá sveitinni það sem af er og vil ég þakka það að skátarnir í sveitinni hafa verið mjög jákvæðir fyrir öllu því sem hefur verið boðið uppá og líka mjög fram- takssamir og duglegir að finna sér eitt- hvað að gera. Því hefur verið haft lítið fyrir þeim og að halda starfseminni gan- gandi. Flestir krakkarnir í sveitinni eru Ilokksforingjar og hafa staðið sig vel það sem af er. Framundan er skíða- ferðalag, ferð í Arnarsetur og svo auð- vitað útilegur hér heima ásamt fullt af fjölbreyttu starfi. Einar Örn Arnarsson Sveitarforingi Vestmanna Sendum öllum bœjarbúum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsœlt komandi ár Þökkum ykkur góð viðskipti á árinu sem er að líða. BÆJARVEITUR VESTMANNAEYJA HITAVEITA • RAFVEITA ■ SORPBRENNSLA • VATNSVEITA SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.