Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Qupperneq 17

Skátablaðið Faxi - 01.12.1997, Qupperneq 17
Vinaflokkamót Faxa Leiðbeinandanámskeið 1 í september fóru Ármann Höskulds- son og Einar Örn Arnarson á Leiðbeinanda námskeið 1 á Úlfljótsvat- ni. Stjórnandi námskeiðsins var Ásta Bjarney Elísadóttir, en hún er einnig for- maður foringjaþjálfunarráðs Bandalags íslenskra skáta. Markmið námskeiðsins er að þjálfa skáta til þess að vera full færir í að leiðbeina á flokks- og sveitarforingja- námskeiðum Bandalags íslenskra skáta. Þátttakendur á námskeiðinu voru um 20 skátar allstaðar af á landinu. Farið var yfir það helsta í kennslutækni, glærugerð, leikjastjómun, markmiðum Bandalags íslenskra skáta o.fl.. Námskeiðið var byggt upp þannig að skipt var þátttakendum niður í fjóra flokka. Hver flokkur átti að vinna saman að úrlausnum verkefna á námskeiðinu. Þetta forrn þ.e. að skipta upp í flokka til þess að vinna saman er notað á öllunr námskeiðum á vegum skáta, hvort sem er á Islandi eða í öðrum löndum. Við ætlum okkur að halda námskeið fyrir flokksforingja og sveitarforingja snemma á næsta ári. Ætlum við þá að nýta reynslu okkar og það sem að við lærðum til þess að gera okkar foringja í Faxa hæfari til þess að takast á við hið erfiða verkefni að vera flokksforingi. 11. til 13 júlí síðastliðinn hélt Faxi vinaflokkamót. Komu hingað yfir tutt- ugu gestir frá Eyrarbakka, Hafnafirði, Hveragerði, Selfossi og Stokkseyri. Komu gestimir með Herjólfi á föstu- dagskvöldið. Var hópnum skutlað suður í Skátastykki í rútu frá Gísla Magg. Blés ekki byrlega í upphafi þar sem veðurguðimir létu rigna á mótsgesti fyrstu nóttina. En á laugardeginum þá sáu þeir að sér og létu sólina skína. Var þá farið í póstaleik sem fól í sér göngu kringum Eynna, var meðal annars farið að síga, bátsferð á Björgunarbátnum Þór, fengu krakkarnir að reyna sig í skyndihjálp undir leiðsögn vanra björg- unarmanna og steiktu egg uppi á Eldfelli með því að nota hitann úr hrauninu. Eftir póstaleikinn voru grillaða pylsur. Um kvöldið var haldinn kvöldvaka sem að Freydís stjórnaði. Á sunnudeginum var flokkakeppni. Síðan voru veittar viðurkenningar og nrótinu slitið. Eftir frágang héldu allir heim. I lokin vill skátafélagið Faxi þakka Gísla Magnússyni, Björgunarfélagi Vestmannaeyja og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóginn. SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.