Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Side 8
Dagskrá drekaskáta vorið 2015
Dagskráin verður ijölbreytt í vor og nær
hápunkti á drekaskátamótinu í byrjun
júní. I janúar ætlum við að fara í Fab Lab
og búa til hluti, í skátaheimilinu ætlum
við að gera skátaheimilið okkar betra, við
ætlum að læra nýja hnúta og kannski fara
á einhvert safnið. I febrúar eiga skátarnir
afmæli eins og Baden Powel stofnandi
Skátahreyfingarinnar og þá ætlum við að
halda kvöldvöku og vígja inn nýja skáta. I
mars, apríl og maí, ætlum við í hellaferðir
og fjallgöngu og að sjálfsögðu að fara í
skemmtilega leiki í skátaheimilinu. Þá
stefnum við að fara í útilegu og síðan að
sjálfsögðu á drekaskátamótið á Ulfljóts-
vatni.
íslenska skátaheitið
Ég lofa að gera það sem í mínu valdi
stendur til þess;
að gera skyldu mína við guð og ættjörð-
ina,
að hjálpa öðrum
og að halda skátalögin.
Eitt skátaheiti er fyrir alla íslenska
skáta.
íslensku skátalögin
1. Skáti er hjálpsamur
2. Skáti er glaðvær
3. Skáti ertraustur
4. Skáti er náttúruvinur
5. Skáti er tillitssamur
6. Skáti er heiðarlegur
7. Skáti er samvinnufús
8. Skáti er nýtinn
9. Skáti er réttsýnn
10. Skáti er sjálfstæður
1 starfi drekaskáta er áhersla lögð á fyrstu
fjórar greinar skátalaganna.
1 starfi fálkaskáta er áhersla lögð á fyrstu
sjö greinar skátalaganna.
I starfi eldri skáta er jöfh áhersla á allar
greinar skátalaganna.
8