Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Page 9

Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Page 9
Falkaskátar Skátar á aldrinum 10-12 ára nefnast fál- kaskátar. Skátastarf er skemmtilegt og þannig á það að vera. Eins og fálkinn konungur háloftanna, fylgja fálkaskátar fordæmi helstu kappa Islandssögunnar sem vildu bæði nema ný lönd og kanna ókunn svið í hópi félaga og vina. Fálkaskátar starfa í 5-7 manna flokkum jafnaldra sem funda vikulega. Flokkamir velja sér spennandi verkefni að fást við og njóta leiðsagnar fullorðinna foringja þegar á þarf að halda. Nokkrir flokkar mynda skátasveit sem vinnur saman að margskonar verkefnum og fer saman í ferðir og útilegur, jafnt sumar sem vetur. Verkefnin og ferðimar hafa tilgang, því þó þau séu spennandi og skemmtileg, em þau einnig leið skáta til að auka þekkingu og fæmi og búa skátana undir lífið sem virka, ábyrga og sjálfstæða einstaklinga sem bera virðingu fyrir landi sínu og nátt- úm. Fálkaskátastarfið hefur gengið vel á þessu ári og fálkaskátamir hafa verið duglegir og virkir. I upphafi ársins vom fundir fálkaskáta og drekaskáta á sama tíma en nú í haust em sitthvorir fundartímamir. Nú em starfandi tveir fálkaskátaflokkar, Svörtu Slaufumar og Tækniskátar. Fálkaskátamir hafa farið í útilegur og gönguferðir, og könnunarleiðangra. í leiðangmm okkar höfum við m.a. farið á vigtartorgið, og gengið um bryggjumar, kynnt okkur loðnuveiðar og bolfiskveiðar. Við hföfum kennt hvert öðm fiskaheitin og farið í ýmsa leiki 22.febrúar tókum við þátt í félagsútilegu Faxa ásamt öðmm skátum og foreldrum í Faxa. Þá vomm við með skemmtiatriði og tókum þátt í söngvum og fjörinu. í mars þá tókum við Strembuhelli alveg í gegn og hreinsuðum fullt af drasli úr hon- um og fylltum stóra kerru af rusli sem var svo tekin. Eftir það bökuðum við okkur brauð yfir opnum eldi við hellinn og það var gaman. Við tókum þátt í sumardeg- inum fyrsta og 17.júní og leiddum göng- umar með lúðrasveitinni. Við tókum þátt í fjölskyldu-og félagsútil- egu Faxa og Mosverja þann 21.-22.júní og þá fómm við í ratleiki, hittum víkinga sem komu á Stakkó og héldum kvöld- vöku þar sem Vigga skáti lék við hvem sinn fingur eins og vanalega og hélt uppi stuði. Gestimir okkar ffá Mosverjum og foreldrar vom ánægðir eins og við Eyja- mennimir. sífellt meira sjálfstæð. Við höfum farið í gönguferðir og útilegur, farið í Fab Lab að búa ýmislegt til, svo höfum við m.a. æft okkur í að skera band með bandi og nú í desember verður jólakvöldvakan okkar árlega uppi í skátasfykki. Næsta vor er stefúan sett á skátamót uppi á landi og á þar næsta ári verður farið á landsmót á ný. Stærsti viðburðurinn hjá fálkaskátum þetta árið var klárlega landsmót skáta árið 2014, haldið á Hömrum á Akureyri. Það er mót sem seint eða aldrei mun renna okkur úr minni og mælum við með því að allir krakkar fari einhvem tíma á landsmót skáta. I haust hafa nokkrir nýjir skátar komið í hópinn okkar og nú höfum við kosið okk- ur foringja sem er á okkar aldri og tökum við enn meira þátt í að skipuleggja hvað við gemm og erum að æfa okkur í að vera 9

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.