Fréttablaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.
is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 |
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
Ingveldur og Jóhann hafa verið að dytta að húsinu og hafa gert það mjög kósí.
Húsið er stórt og vel fer um þau hjónin, enda er gestkvæmt hjá þeim.
Sjónvarpsstofan er með fallegum gluggum sem snúa að
garðinum.
Gamalt en fallegt hús sem þau Ingveldur og Jóhann fengu
á mjög góðu verði.
Garðurinn er gróskumikill og Ingveldur hlakkar til að
vinna í honum í sumar.
Ingveldur er fagurkeri og leggur hér fallega á borð um
áramótin.
Ingveldur vann lengi á Rás 1 auk þess sem hún er menntuð söng-kona. Jóhann hefur lengi starfað
sem blaða- og fréttamaður auk þess
sem hann var upplýsingafulltrúi
ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar-
dóttur. Þau voru hvorugt með fasta
vinnu á Íslandi sem kom niður á
fjárhagnum. Ingveldur segir að
þau hafi í fyrstu ætlað að flytja til
Svíþjóðar á slóðir þar sem Jóhann
stundaði nám á sínum tíma.
Féll fyrir staðnum
„Það er í rauninni algjör tilviljun að
við settumst að í Danmörku,“ greinir
hún frá. „Ég sagði upp hjá Ríkisút-
varpinu korter í hrun á Íslandi og
satt að segja er mjög erfitt fyrir fólk
á okkar aldri að fá vinnu heima. Við
vorum meira og minna að vinna
frílans sem er ekki mjög öruggt. Á
meðan óx húsnæðislánið okkar
mikið eftir bankahrunið. Við vildum
því slíta þessu viðskiptasambandi
okkar við Arion banka,“ segir Ing-
veldur. „Í fyrra ákváðum við að heim-
sækja frænda minn hér á Suður-Jót-
landi en ég hafði aldrei áður komið á
þessar slóðir. Ég féll gjörsamlega fyrir
þessum stað. Hér eru fasteignir mun
ódýrari en á Íslandi. Bærinn heitir
Kvær sem tilheyrir bænum Gråsten
þar sem sumarhöll Margrétar Þór-
hildar drottningar er og nálægt þýsku
landamærunum,“ segir Ingveldur.
„Þetta er algjör paradís. Það tekur
okkur aðeins 20 mínútur að fara til
Flensborgar.“
Mun ódýrara húsnæði
Þegar þau skoðuðu fasteignaaug-
lýsingar á Suður-Jótlandi komust
þau að því að húsnæðisverð var
ekkert í líkingu við það sem þekkist
hér á landi. Þau sáu að með því að
selja fasteignina á Íslandi og kaupa
á þessum stað yrðu þau mun betur
stödd fjárhagslega auk þess að losna
við skuldir. „Þetta gat ekki verið
betra,“ segir Ingveldur og bætir
við: „Fyrir utan það erum við með
annan fótinn í Þýskalandi og getum
auðveldlega keyrt um Evrópu. Ég er
nokkrum sinnum búin að skreppa
til dóttur minnar sem býr í Berlín,“
segir hún en Hildur Guðnadóttir
tónskáld er dóttir Ingveldar. Hún
hefur nýlega samið tónlist fyrir tvær
Hollywood-kvikmyndir.
„Búslóðin okkar kom í júlí en við
fluttum samt ekki fyrr en í lok ágúst.
Síðan höfum við verið að standsetja
húsið að okkar þörfum. Skiptum
um eldhúsinnréttingu og höfum
dyttað að einu og öðru. Því er ekki
enn lokið, við erum enn að koma
okkur fyrir. Þetta er stórt hús eða 243
fermetrar, yndislegt fjölskylduhús.
Ég vildi hafa stóra borðstofu þar sem
gestkvæmt er hjá okkur. Auk þess
vildum við vera með nokkur auka-
herbergi til að taka á móti ættingjum
og vinum. Þau hafa verið vel nýtt.
Það liggur við að maður hitti fjöl-
skylduna oftar hér úti en á Íslandi.“
Spennandi tímar
Ingveldur segist bíða eftir vorinu en
þau eru með fallegan garð sem hún
hlakkar til að sinna. „Hér er mun
meiri veðursæld en á Íslandi. Ég
er bjartsýn á nýju ári og finnst afar
spennandi tímar fram undan. Þetta
er búið að vera ótrúlega skemmtilegt
og mér finnst frábært að hafa tekið
þessa ákvörðun áður en maður
verður orðinn of gamall. Þá má geta
þess að heilbrigðisþjónustan, og
þar með talin tannlæknaþjónusta,
er góð fyrir verðandi fullorðið fólk
og töluvert ódýrari svo og lyf,“ segir
Ingveldur en þau Jóhann eiga sam-
tals fimm börn sem öll eru flogin úr
hreiðrinu og fjögur barnabörn.
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Framhald af forsíðu ➛
Það vekur kannski furðu fólks að Ingveldur hafði jólatréð á hvolfi. Hún segir
ástæðuna vera þá að þau hafi sett líf sitt á hvolf og þetta er tákn um það. Á
næstu jólum verður jólatréð sett upp eins og hjá öðru fólki.
ÚTSALA
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . JA N ÚA R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R
0
3
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
1
-9
6
C
8
1
E
A
1
-9
5
8
C
1
E
A
1
-9
4
5
0
1
E
A
1
-9
3
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
3
2
s
_
2
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K