Fréttablaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 28
Þetta árið verður auð- veldara en áður að komast í návígi við mörgæsir. Þó að margir séu enn örlítið ryðgaðir og ekki enn dottnir í gang eftir veisluhöld síðustu daga er ágætt að fara að huga að þessu nýja ári sem við vorum að fagna að væri mætt. Það stefnir allt í að 2018 verði mikilvægt ár, jafnvel bara algjör snilld. Á hverju eigum við von á þessu ári? Ferðalög Heimurinn fer bara minnkandi með meiri ferðalögum og ódýrari flugferðum um allan heim. 2018 ætti að verða ár mikilla ferðalaga. Nokkrir nýir áfangastaðir bætast við en líklega eru þeir frekar ætl- aðir forföllnum ferðalöngum en þessum venjulega Íslendingi sem kýs helst að bregða sér til Tenerife í fríum – í fyrsta sinn verður núna hægt að fljúga í áætlunarflugi til Suðurskautslandsins. Þeir ríku munu líka geta kafað niður að flaki Titanic í vor, en ferðin mun kosta eitthvað í kringum tíu milljónir íslenskra króna. Fyrirtækið Moon Express segist ætla að lenda geim- fari á tunglinu á þessu ári, sem í framhaldinu mun leiða til þess að „venjulegt fólk“ (lesist: ríkt fólk) getur ferðast til tunglsins. Konunglegir atburðir Harry prins giftist unnustu sinni Meghan Markle í maí og guð minn góður hvað það verður sjúklega rómantískt! Það er um að gera að fara að horfa á báðar seríurnar af The Crown til upphitunar sem fyrst og kaupa sér einhvers konar hatt. Fleira er í kortunum hjá kóngafólk- inu breska en Vilhjálmur prins og Katrín, hertogaynja af Cambridge, eignast sitt þriðja barn á árinu, sem er nú kannski ekki alveg jafn spennandi en það má þó veðja á það hvað þau skíra barnið til að auka spennuna örlítið. Afþreying Sjónvarp heldur áfram að vera öflugt á nýju ári þó að það séu kannski engar einstakar seríur sem verða risastórar (síðasta sería Game of Thrones verður ekki sýnd fyrr en árið 2019). Westworld siglir inn í sína aðra þáttaröð en miklar vonir hafa verið bundnar við hana – þó svo að hún hafi ekki alveg staðið undir væntingum og ekki tekist að taka við af Game of Thrones sem næsta stóra serían í sjónvarpi. Í bíói er það helst að ný Avengers-mynd verður frumsýnd auk Black Panther – ofurhetjutrendið í Holly- wood heldur sem sagt áfram af fullu afli. Lars Von Trier frumsýnir líka fjöldamorð- ingjamynd með Matt Dillon í aðalhlutverki. Á Íslandi bíða margir spenntir eftir Ófærð 2. Tækni Það er gríðarlega margt að gerast í tækni um þessar mundir – hugtakið „fjórða iðnbyltingin“ heyrist æ oftar, þó að það sé kannski ekki öllum ljóst um hvað er að ræða. Tesla kynnti rafmagnsdrifinn flutningabíl í fyrra og mögulega kemur hann á markað á árinu, að minnsta kosti mun eitthvað meira koma í ljós varðandi þennan mögulega byltingarkennda bíl. Sýndarveru- leikatækni ýmiss konar hefur verið vinsæl en Business Insider spáir falli tækninnar á árinu en segir hins vegar að gervigreind eigi eftir að taka yfir og verða mun stærri þáttur í lífi okkar allra. Amazon kynnir alls konar nýjungar – meðal annars sér- staka tækni sem gerir fólki kleift að hleypa sendlum frá fyrirtækinu inn til sín með pakkana, sem svo sem snertir ekki líf okkar á Íslandi, en sýnir hve stórt fyrirtækið er orðið. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu Oft er heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu spennandi en í þetta sinn er það komið upp á allt annað spennuplan því að, eins og hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum lesendum, Ísland verður með í keppninni. Líklega erum við ekkert að fara að taka titilinn – en hver veit? Að minnsta kosti verður þetta algjört ævintýri og bara eitthvað skemmti- lega súrrealískt við að sjá eitthvað kunnuglegt eins og landsliðið okkar mætt inn í þennan pakka sem heims- meistaramótið í knattspyrnu er. Elon Musk er að fara að kynna alls konar sturlaða hluti á árinu. Vetrarólympíuleikarnir Vetrarólympíuleikarnir verða haldnir í Suður-Kóreu í ár. Auðvitað eiga vetrarólympíuleikarnir ekkert í þá sem eru kenndir við sumar en það er samt alltaf eitthvað skemmtilegt við að horfa á allar þessar undarlegu íþróttir sem keppt er í þarna – til að mynda verður fróðlegt að fylgjast með nígeríska kvennaliðinu í bobbsleðarenneríi, en þetta er í fyrsta sinn sem Nígería á lið á vetrarólympíuleikunum. Þetta góða fólk mætir aftur á sjónvarpsskjái landsmanna í Ófærð 2. Harry giftir sig og Vilhjálmur bróðir hans eignast sinn þriðja erfingja. Stórsvigið getur verið ansi spennandi. Aron Einar er alveg örugglega ógeðslega spenntur fyrir þessu ári. þeir ríku munu líka geta kafað niður að flaki titanic í vor, en ferðin mun kosta eitthvað í kringum tíu milljónir ís- lenskra króna. 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r24 l í f I Ð ∙ f r É T T a B l a Ð I Ð Lífið 0 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 1 -A 5 9 8 1 E A 1 -A 4 5 C 1 E A 1 -A 3 2 0 1 E A 1 -A 1 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.