Morgunblaðið - 23.06.2017, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2017
Valentína hjá Móður
náttúru galdrar fram
grillkræsingarnar.
8-10
23.06.17
23 | 06 | 2017
SUMARGLEÐI
OG GARÐAR
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Blaðamenn
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Bergljót Friðriksdóttir
beggo@mbl.is
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
Auglýsingar
Jón Kristinn Jónsson
jonkr@mbl.is
Forsíðumyndina tók
Hanna Andrésdóttir
Prentun
Landsprent ehf.
Fjölskyldan ætti að máta
heita pottinn saman áður
en hann er keyptur.
4
Eigum við að fara að líta á
fífilinn í jákvæðara ljósi?
6
Aðeins ætti að eitra þær
plöntur sem óværan er á
en láta hinar vera.
12
Það ætti að spúla hellurnar
einu sinni á ári og bera á
þær verndandi efni.
14
Það er ekki skrítið að Íslendingar skuli vilja hugsa
vel um garðinn sinn. Þessi litli skiki, hvort sem
hann umlykur heilt hús eða fyllir aðeins litlar sval-
ir, er sælureitur fjölskyldu og vina. Þar má slappa
af í sumarsólinni og taka smá lit, spila leiki, dást
að litríkum blómunum eða grilla nokkrar safaríkar
kótilettur svo að ilmurinn af kjöti og kolum berst
langar leiðir.
Sumarsólstöður voru í fyrradag, og minntu okk-
ur á að sumarið er stutt og má engan tíma missa.
Höldum því af stað út í góða veðrið, setjum heita
pottinn í gang, hreinsum arfann úr beðunum, at-
hugum hvort ekki er örugglega búið að útrýma öll-
um skaðlegum pöddum af runnum, ljúkum við að
helluleggja heimreiðina, og njótum svo lífsins í
botn. Grillum, grillum, og grillum svo enn meira.
Blöndum ljúffenga kokkteila, og verðum rauðbrún
og bleik á lit ef sólin lætur sjá sig. Látum sumarið
2017 vera gleðisumar, og höfum hugfast að allar
góðu minningarnar verða ekki til af sjálfu sér.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Þar sem góðar minningar verða til